Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 33
Geðveikrahœlið á Kleppi/Kleppsspítali Ætlað 50 sjúklingum en íljótlega var farið langt fram úr þeirri tölu og þegar mest var lágu á áttunda tug manna á spítalanum og var þá hver smuga nýtt .1929 er lokið við nýbyggingu og var hún skráð með 60 rúm. Nýbyggingin var nefnd Nýi Kleppur, en hin gamla hafði verið nefnd Gamli Kleppur. Báðir hlutar voru sameinaðir 1 .jan. 1940 og eftir það er aðeins skráður einn Kleppsspítali með 130 rúmum. A árabilinu 1940- 1948 eru sjúkrarúmin skráð 130 (samkvæmt Heil- hrigðisskýrslum 1948 hefði verið réttara að skrá þau 1940-1941 150, 1942-1947 175 og 1948 205). 1949-50 eru rúm skráð 205, 1951-1963 240, og 1964 og síðan 232. Auk þess hafa 4 deildir verið reknar sem útibú frá Kleppsspítala, þar af tvær fyrir rólegar geðveikar kon- ur, 12 rúma deild á Laugarnesspítala frá 1935^0, 10- 18 rúma deild á St. Fransiskuspítala í Stykkishólmi síð- an 1913, 8 rúma deild fyrir rólega geðveika karlmenn á býlinu Úlfarsá í Mosfellssveit og rekið að öllu leyti í sambandi við spítalann frá 1952. Loks var hafinn rekstur fjórða útibúsins 1963 og er það 30 rúma deild einkum ætluð áfengissjúklingum og nefnist Flókadeild, enda staðsett að Flókagötu 29 og 31. Þarna hafði verið einhver svipaður rekstur á vegum Bláa bandsins frá 1955. Auk þess má nefna að útibú frá Kleppsspítala voru tekin í notkun 1973; jrau eru: Laugarásdeild, Hátún 10 (deild VI), Hátún 10A (deild V) og Reynimelur 55. Á Kleppsspítala ásamt tilheyrandi deildum rúmast í dag 240 sjúklingar. Franski spítalinn í Vestmannaeyjum hóf rekstur 1907. Spítalinn var rekinn á sama hátt og af sömu aðilum og spítalar með sama nafni á Fáskrúðs- firði og í Reykjavík. Reksturinn gekk mjög skrykkjótt til 1920 ,en þá skiptu eigendur og Vestmannaeyjabær með sér rekstrinum uns Sjúkrahús Vestmannaeyja tók til starfa 1928. Heilsuhœlið að Vífilsstöðum/Vífilsstaðaspítali Opnað 1910 og til 1915 var hælið rekið af Ideilsu- hælisfélaginu með ríflegum rekstrarstyrk úr landssjóði. 1916 tók ríkið alveg við rekstrinum. Upphaflega var hælinu ætlað að rúma 82 sjúklinga. 1919-20 er reist íbúðarhús handa yfirlækni og er hælið þá talið rúma a. m. k. 110 sjúklinga. 1926 eru sjúkrarúm 120, 1927- 38 150, 1939-58 185, 1959 og síðan 115. Eftir 1955 tók berklasjúklingum mjög að fækka og voru þá teknir inn á auðar stofur langdvalarsjúklingar til hjúkrunar. Síðan 1962 eru sjúkrarúm skráð í tvennu lagi, en þá voru rúm berkladeildar 62 og rúm hjúkrunardeildar 53. Árið 1963 eru samsvarandi tölur 53 og 62 og 1964 50 og 65. 1 dag eru sjúkrarúm á Vífilsstaðaspítala 80. Margs konar breytingar hafa átt sér stað, en þær hafa allar miðast við það að bæta aðstöðu sjúklinga og starfs- fólks. Á Vífilsstöðum eru nú einkum miklir hjúkrunar- sjúklingar, en auk þess eru tekin inn öll berklatilfelli, sem koma upp á landinu. Sjúkrahús Blönduóss Hóf starfsemi í leiguhúsnæði og taldist rúma tvo sjúklinga, en 1915 lagðist starfsemin niður. 1916 er enn hafinn rekstur sjúkrahúss og nú með 4 rúmum í leiguhúsnæði, en árið 1919 er starfseminni hætt. 1922 kaupir sýslan hús til sjúkrahússtarfsemi og 1923 er það tekið í notkun og tók fljótlega 9 sjúklinga. 1928-31 teljast sjúkrarúmin 13, 1932-33 17, 1934—48 14, en 1949 og síðan 11. 1955 er rekstrinum hætt í þessum húsakynnum en jafnframt hafinn rekstur almenns sjúkrahúss og elli- og öryrkjaheimilis, svo og yfirlækn- is- og aðstoðarlæknisbústaðar. Sjúkrahúsið telst 31 sjúkrarúm, en elli- og öryrkjaheimilið rúmar auðveld- lega 20 vistmenn. Stofnun þessi sem ber heitið Héraðs- hæli Austur-Húnavatnssýslu, telst hafa hafið störf 1. janúar 1956. Sjúkrahús Húsavíkur Árið 1912 gerðist það á Húsavík, sem ekki var ótítt á sambærilegum stöðum, að ekkja í þorpinu, „tók að sér geymslu á nokkrum sjúklingum, er þurftu nauðsyn- lega hér að vera til lækningar“. Þetta var fyrst rekið fyrir gjald frá sjúklingum, en síðan með styrk sýslunn- ar. Sjúkrahúsið var rekið til 1924 í húsi ekkjunnar með 5-6 sjúkrarúmum. 1924-34 er rekið sjúkrahús í húsi héraðslæknisins með 8 sjúkrarúmum, en síðan er hlé lil ársins 1936 að lokið er hyggingu nýs sjúkrahúss og töldust sjúkrarúm í upphafi 15 eða allt til ársins 1957. 1958-61 eru sjúkrarúmin talin 14, en eftir 1962 18. 1964 hófst smiði nýs sjúkrahúss og var það opnað að hluta 1970, en allt árið 1972. Það telst rúma 60 sjúklinga og er rekið á einni blandaðri deild. Sjúkrahús Hvammstanga Tekið í notkun 1919. í upphafi var ætlast til að þar rúmuðust 4 sjúklingar i tveimur stofum. 1926 er húsið stækkað með viðbyggingu og eftir það eru sjúkrarúmin talin sjö. Sjúkrahúsið er talið óbreytt til ársins 1960, en þá er það lagt niður í gamla húsnæðinu, en rekstur hafinn í nýju húsi. Nýja húsnæðið er talið geta rúmað 37 sjúklinga. Upphaflega var ætlast til, að sjúkrahúsið yrði hvort tveggja í senn sjúkrahús og elliheimili í lík- HJUKUUN 27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.