Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 20
Námsdvöl sænskra heilsuverndarhjúkrunarfræðínga „HjúkrunarjrœSingar eru sérjræSingar í sinni grein og ]>jóSjélagslega mikilvœgur þrýsti- hópur,“ sagSi Siri Hiiggmark um leiS og hún þakkaSi HFI vel skipulagSa og gagn/ega númsdvöl. Stærsti námsdvalarhópur erlendra hjúkrunarfræðinga, sem heimsótt hefur Island til þessa, dvaldist hér dagana 1.-8. maí s.l. á vegum Hjúkr- unarfélags íslands. Var hér um að ræða 36 sænska heilsuverndarhj úkrunarfræðinga víðs vegar frá Svíþjóð, ásamt nokkrum mökum þeirra. Dvaldist hópurinn á Hótel Loftleiðum og þar fóru fram fyrirlestrar og aðrir sameiginlegir fundir. A dagskrá var m. a.: Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri flutti erindi um uppbyggingu heilsu- verndar í Reykjavík. Tók það yfir tímabilið frá árinu 874 til þessa dags og var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deilcl- arstjóri flutti yfirgripsmikið erindi um uppbyggingu heilsuverndar á ís- landi, skýrði hún sérstaklega frá til- komu og verkefnum heilsugæslu- stöðvanna um land allt. Hópnum var síðan skipt og farið í skoðunarferðir á heilsugæslustöðvar, elliheimili og sjúkrahús s.s. Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, Heilsu- gæslustöð Arbæjar og Breiðholts, dagvistun aldraðra að Norðurbrún og fæðingardeild Landspítalans. Síð- ast en ekki síst var farin dagsferð til Vestmannaeyja, Jiar sem bæði sjúkra- húsið ásamt heilsugæslustöðinni sem þar er til húsa og elliheimilið var skoðað. Deild heilsuverndarhjúkrunaifræð- inga innan HFÍ aðstoðaði móttöku- nefnd þá sem HFI skipaði og sáu heilsuverndarhjúkrunarfræðingar m. a. um kvöldverðarboð fyrir hópinn á eigin heimilum. Ennfremur þáðu sænsku heilsuverndarhjúkrunarfræð- ingarnir boð í Ráðherrabústað og í sænska sendiráðinu. I deild sænskra heilsuverndar- hjúkrunarfræðinga eru 2500 félagar. Hún gefur út sitt eigið fagblað og verður næsta tölublað sérstaklega til- einkað Islandsferðinni, en mikil ánægja ríkti meðal þátttakenda. Var HFÍ og öllum hlutaðeigandi aðilum þökkuð öll skipulagning og fyrirgreiðsla. Að lokum leituðum við álits Siri Haggmark frá Skárhamn, á náms- ferðinni til íslands. Siri lét nýverið af formennsku í deildinni, en er í stjórn sænska hjúkrunarfélagsins og gegnir auk þess fjölmörgum öðrum embættisstörfum innan félags og utan, s.s. í borgarstjórn Skárhamn. Siri kvaðst með heimsókn þessari hafa fengið mjög gott yfirlit yfir á- gæta uppbyggingu heilsugæslu og hjúkrunar á Íslandi. Hún taldi einn- ig að hér ríktu mildari samskipti og hlýlegra viðmót starfsfólks yfirleitt, en í Svíþjóð. „Hjúkrunarfræðingar eru sérfræðingar í sinni grein og þjóðfélagslega mikilvægur þrýstihóp- ur, þegar um er að ræða málefni sem snerta okkar svið“ sagði Siri að lok- Ingibjörg Árnadóttir. Björg Olajsdóttir. Eva Andersson frá Malmö snaraði að síðustu saman ferðasögu í bundnu máli og gefum við henni hér orðið: RIKSMÖTE I ISLAND 1/5-8/5 ’78 Rikssektionen jör socialmedicin den dr báde viktig och jin Darför med rim jag vill den hylla och bágaren för den fylla och om sago-ö-resan beralta sá ni kan till rdtta er satta. 18 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.