Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 37
ist orðrétt eða stytt, en hvergi hafa verið settar gæsa- lappir til þess að greina þar á milli. Því má einnig bæta við að flestar tölur miðast við árið 1965. Auk allra þessara sjúkrahúsa hafa risið upp fjöldinn allur af sjúkraskýlum svokölluðum, sem starfað hafa um lengri eða skemmri tíma, auk farsóttarhúsa i Reykjavík og víða um land. Það má vera að ástæða hafi verið að nefna eitthvað af þeim, en lestur slíks hlýtur að verða afar þreytandi. Nú allra síðustu ár hafa verið byggðar eða eru í byggingu heilsugæslu- stöðvar víða um land og er það gert til að bæta þjón- ustu við almenning. í þessum heilsugæslustöðvum eiga að vera: almenn læknisþjónusta, lækningarannsóknir, tannlækningar og sérfræðileg læknisþjónusta svo og heilsuvernd. Af þessari sérfræðilegu aðstoð má benda á að augnlæknar koma reglulega o. fl. þ. h. Því má einnig bæta við að í smæstu byggðarlögum hafa verið reistar læknamóttökur og eiga þær að gegna því hlutverki sem nafnið segir til um, auk þess sem þær eru lyfjabúÖ. Menntun tækna Háskóli íslands var stofnaður 1911 og ein deilda hans varð Læknadeildin. Læknaskóli var að vísu stofn- aður 1876 í Reykjavík og bætti hann úr brýnni þörf, en aðstaða öll var það léleg að læknanemar þurftu flestir að sækja nám til Kaupmannahafnar, þar sem klíniskt nám hér var svo til ekkert. Með stofnun háskól- ans batnaði öll aðstaða til kennslu, verkleg kennsla fór fram á Landakotsspítalanum, að mestu fram til ársins 1930 er hún fluttist svo að segja öll til Landspítalans. Eftir það má segja að sókn læknanema í klíniskt nám erlendis leggist að mestu af, nema um framhaldsnám sé að ræða eða algjört sérnám. Hjúkrunarfélagið Líkn Það var stofnað árið 1915. Aöalhvatamenn voru nokkrar konur í Reykjavík. „Tilgangur þessarar félags- stofnunar var að veita sjúkum hjálp.“ Líkn átti meðal annarra mála frumkvæðið að því að veita skipulega hjúkrunarhjálp í heimahúsum, og lagöi síðar grundvöll að víðtækri heilsuverndarstarfsemi. Á árunum 1915-18 starfaði ein hjúkrunarkona við þetta og hét hún Kamma Tvede og var hún dönsk. Árið 1919 var stofnuð berkla- varnardeild og er það „fyrsti vísir að skipulögöum berklavörnum meðal almennings hér á landi“. Læknar við deildina störfuðu ávallt án endurgjalds. 1936 komu gegnumlýsingartæki að berklavarnarstöðinni og þá var einnig byrjað að gera loftbrjóstaðgeröir þar. 1927 var ungbarnavernd Líknar stofnuð. Um svipað leyti var komið upp aðstöðu til skoðunar barnshafandi kvenna. Katrín Thoroddsen var ráðin læknir við stöðina og starfaði hún endurgjaldslaust svo og læknar sem unnu fyrir Líkn þar til opinberir styrkir komu til sögunnar. 1939 er fyrsti læknirinn (sem fastráðinn var) ráðinn til berklavarnarstöðvar Líknar og varð hann yfirlæknir 1949. 1941 var ungbarnaeftirlit aukið mjög og þá var starfsfólki einnig fjölgaö og tveimur árum seinna er fariÖ að hafa aukið eftirlit með barnshafandi konum, og hafði Pétur Jakobsson, fyrrverandi yfirlæknir fæð- ingardeildarinnar, yfirumsjón með því starfi. Síðustu ár starfsemi Líknar störfuðu 8 hjúkrunarkonur hjá fé- laginu. Hjúkrunarfélag Islands Félagið hét upphaflega Fjelag íslenskra hjúkrunar- kvenna og var stofnað 1919 í nóvember. Aðalhvata- maður var Christophine Bjarnhéðinsson, fyrrverandi yfirhjúkrunarkona við Holdsveikraspítalann í Laugar- nesi. Tilgangur félagsins var: „1) Að aðstoða ungar stúlkur til hjúkrunarnáms. 2 ) Að vera milliliöur í útvegun hjúkrunarkvenna í stöður í landinu og efla skilning á nauðsyn þess að hafa vel menntaöar hjúkrunarkonur í starfi. 3) AS gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna í hví- vetna.“ Fyrsti formaður félagsins var dönsk hjúkrunarkona, Harriet Kjær að nafni. Hún var formaður í eitt ár. 1920-22 var Davide Warnacke, yfirhjúkrunarkona á Vífilsstöðum, formaður; hún var einnig dönsk, ásamt Christophine Bjarnhéðinsson, sem gegndi formanns- stöðu 1922—24. Fyrsta islenska hjúkrunarkonan, sem gegndi formannsstarfinu, var Sigríður Eiríksdóttir. Hún var mjög vel menntuö og eftir að hún kom heim frá námi starfaði hún tvö ár við heimilishjúkrun og hin tvö árin við berklavarnarstöðina. Hún var formaður FÍH í 35 ár, 1924-60, og formaður Líknar 1930-56. Hún hefur kennt og skrifað um heilbrigðismál. Sig- riður var sæmd Florence Nightingale orðu Alþjóða Rauða krossins 1949 auk riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1965 fyrir hjúkrunar- og heilsuverndarstörf í þágu landsmanna. Formenn Hjúkrunarfélags íslands (eins og félagið heitir síðan 1965) eftir 1960: Anna Loftsdóttir 1961- 64, María Pétursdóttir 1964^1974, Ingibjörg Helga- Hjúkrun 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.