Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 13
stadneset, þar sem hún og fjölskylda hennar dvöldu. Miðvikudaginn 8. júní var aðal- fundur ALNEF, sem stóð allan dag- inn frá kl. 10 f. h. til kl. 21 e. h. Okkur erlendu þátttakendunum, sem mættir voru, var boðið að sitja fundinn, sem og við þáðum. Það var langur og strangur dagur, en við þraukuðum. Það sem var á dagskrá voru þessi almennu aðalfundarmál, sem allir félagar þekkja — og verður ei tíundað hér, en það sem okkur fannst mestur fengur að voru félags- fflálin, sem voru efst á baugi og að °kkar áliti komin allvel á veg hjá frændum okkar Norðmönnum, en ekki gengið þrautalaust frekar en annars staðar. Fimmtudaginn 9. júní var I. Þing norrænna svæfingah j úkrunarfræð- inga sett með „pomp og prakt“ af viðeigandi mönnum. Þátttakendur voru kringum 170, frá Danmörku, Sviþjóð, Finnlandi, íslandi og Nor- egi. Það sem var efst á baugi fyrir utan hina ágætustu fyrirlestra voru ntenntunarmálin og möguleikarnir á sarnnorrænni fræðslu. Þessar umræð- nr voru óformlegar, þar sem hvert land um sig tekur auðvitað sínar á- kvarðanir um þessi mál. En maður getur nú ekki annað en lagt þessa spurningu fyrir sig: Væri ekki á- nægjulegraog árangursríkara ef lönd- Jn gætu sameinast betur í umræðum °g ákvörðunum um menntunarmál- tn, væri það ekki okkur öllum til heilla; tekið væri tillit til skoðana og aðstæðna hvers lands um sig, en nieiri samræming? „Jú, víst er nor- ræn samvinna,“ er svarið sem við fáum. En er hún ekki oft meiri „í orði en á borði“? Fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru eftirfarandi: 1- Sjúkdómar sem meðhöndlaðir eru í þrýstiklefa. Fyrirlesari: II.Gjeng- stö. 2- Köfunarveiki - Þrýstiklefar sem læknismeðferð. Fyrirlesari: S. Eidsvik. 3. Myastenia gravis = vöðvaslenu- fár. Fyrirlesari: J. A. Aarli. 4. Svæfing við Myastenia gravis og eftirmeðferð. Fyrirlesari: Gulle- stad. 5. Hópslysaviðbúnaður við Hauke- land sjúkrahúsið í Bergen. R. Furre. Allir voru þessir fyrirlestrar skemmtilegir og fróðlegir, en fyrir- lestur S. Eidsvik verður lengi í minn- um hafður og í framhaldi af þeim fyrirlestri var haldið til „Haakons- vern“ til að skoða þrýstiklefana og sjá þjálfun kafaranna. Þarna vorum við komin inn á yfirráðasvæði norska sjóhersins, svo eins gott var fyrir okkur að fara varlega, sýna ekki alltof mikla forvitni, t. d. voru engar myndatökur leyfðar. Það er mjög gott samstarf milli Haakonsverns og Haukelands sjúkrahúss, var okkur tjáð í sambandi við notkun þrýsti- klefanna. Svæfingahjúkrunarfræð- ingar við svæfingadeild Haukelands eru þjálfaðir til að fara inn í klefana með sjúklinga, en enginn þvingaður, og eins gott að vera ekki haldinn inni- lokunarkennd, því ekki er plássinu fyrir að fara, og eins gott að vera vel hraustur, t. d. ekki fyrir neina eyrna- veika að fara inn í þetta „járnhylki“. Þennan dag enduðum við svo með því að fara og sjá svokallað „Fana Folklore“, þar sem sett er á svið norsk bændaveisla frá fyrri tíð. Fyrst var haldið til Fana-kirkju, þar sem lilýtt var á orgelleik og einsöng, sem hljómaði gullfallega í þessari 800 ára gömlu kirkju. Þaðan var haldið til Rambergstunet, þar sem við snædd- um veislumat að gömlum sið. „Heim- ilisfólk“, allt í Fana-þjóðbúningum, spilaði, söng og dansaði við mikinn fögnuð gesta, en að öllum ólöstuðum, var það nú sá minnsti og yngsti sem stal senunni, aðeins 6 ára var hann, en annan eins kraft höfum við ekki séð hjá svo ungum dreng, hann var stórkostlegur, þar sem hann dansaði við tvær nokkru eldri telpur, sína upp á hvora hliðina. I einu orði sagt, ógleymanlegt kvöld. Föstudaginn 10. júní var annar fyrirlestur, sem sérstaklega vakti at- hygli okkar, það var um „hópslysa- viðbúnað við Haukelands sjúkra- húsið“, sem haldinn var af Roald Atle Furre hjúkrunarkennara m. m. Við þrjár létum okkur ekki þetta nægja þótt hrifnar værum, gerðumst svo djarfar að fara fram á að fá að sjá þetta með eigin augum, sem og við fengum á laugardeginum, þegar þinginu var lokið. Ekki minnkaði hrifning okkar við það. Þökk sé þeim sem gerðu okkur það mögulegt að við fengum að sjá þetta. Á föstudagskvöldið var svo há- punktur þingsins. Sögulegur hátíða- kvöldverður í Hákonarhöll, sem byggð er á þrettándu öld af Idákoni hinum gamla Hákonarsyni, Noregs- konungi. Þetta kvöld var einstaklega ánægju- legt og skemmtilegt, en það var einn ljóður á, Friðrikka gat ekki verið með af persónulegum ástæðum. Guð- rún og Margrét klæddust íslenska búningnum, og var mikið dáðst að þjóðbúningi okkar þetta kvöld, eins og svo oft áður, þar sem íslenskar konur hafa klæðst honum. Ekki má gleyma norska þjóðbúningnum, sem margar kynsystur okkar klæddust þetta kvöld, og þar var fjölhreytnin mikil, hver búningurinn öðrum fall- egri. Okkur íslensku þátttakendunum var sýndur sá heiður, að við vorum boðsgestir þetta kvöld og sátum við háborðið. Margar ræður voru fluttar, en þær voru hvorki langar né leiðin- legar, þvert á móti. Fyrst var okkur sögð saga hallarinnar - söguleg stund í hinum forna hátíðasal. Þannig mælti einn af öðrum. En svo vand- Frumli. á bls. 13. HJÚKRUN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.