Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 26
Bardenfleth var settur amtmaður í suðuramti og jafn- frarrt stiftamtmaður 1837: Hann óskaði eftir því við landlækni að hann gerði áætlun um stofnun almenns sjúkrahúss á Islandi. Landlæknir gerði að vísu þessa áætlun, en virðist hafa gert hana með hangandi hendi og skilaði henni til amtmanns óundirskrifaðri. Sumarið 1838 flutti Bardenfleth svo frumvar]i um endurbót og Iretri skipan spítala á Islandi og hagaði hann svo orð- um sínum að hvergi var að sjá að landlæknir hefði þar nærri komið. Undirteklir embættismannafundarins urðu hinar dræmustu. „Af umræðum og nefndaráliti verður ekki betur séð en samkomulag hafi helst orðið um að vilja hvort tveggja í senn: sleppa og halda þeirri skipun holdsveikraspítalanna sem var.“ Bardenfleth hvarf af landi hrott 1841 án þess að mál- ið hefði komist á hreyiingu. En nú kemur til sögunnar ungur læknir að nafni Jón Hjaltalín. Hann lauk námi í Kaupmannahöfn 1837 og skömmu eftir lieimkomuna var honum hoðið Arnessýslulæknishérað, en með slík- um kjörum að hann hafnaði. Jón Hjaltalín gengur strax í lið með þeim sem vildu að stofnað yrði almennt sjúkrahús rekið af ríkinu. Þessir menn voru að vísu fá- ir og andstaðan hörð. Jón Thorstensen landlæknir verður sífelll afturhaldssamari með árunum, en fram- farahugur nafna hans Hjaltalín að sama skapi mikill. Árið 1855 verður Jón Hjaltalín landlæknir eftir dauða Jóns Thorstensen. Landlæknir kemst skömmu seinna á þing og þá eflist honum máttur til baráttunnar. Barátt- an er þó mjög erfið vegna skilningsleysis Alþingis og svo kemur að Jón gefst upp á að biðla til stjórnarinnar í sjúkrahúsmálinu. Þann 6. okt. 1863 er loksins eitl- hvað gert í málinu, en þá er stofnað félag til að koma upp sjúkrahúsi í Reykjavík. Félagsmenn lögðu fram fé til þessa og síðan var unnið ötullega að þessu næstu árin. Tekið skal skýrt fram að engir opinberir styrkir áttu hér hlut að máli, þvi að andstaða Alþingis og stjórnar var ótvíræð. 1866-1977 Eins og áður sagði hafði verið barist lengi fyrir þvi að landið fengi sjúkrahús sem rekið yrði fyrir al- mannafé. Baráttan virtist algjörlega vonlaus og var því Sjúkrahúsfélagið í Reykjavík stofnað. Sjúkrahús þess hóf starfsemi sína 12. okt. 1866 en ekki er vitað hvenær fyrsti sjúklingurinn lagðist inn. Sjúkrahúsið var stað- sett við suðurenda Aðalstrætis í svonefndum klúbbhús- um, en þau hafði félagið fengið að gjöf. 13-14 rúm voru í hinu nýja sjúkrahúsi, en möguleikar voru á að bæta nokkrum rúmum við ef þörf krefði. í þessu sama húsi var aðaldanssalur bæjarins. f fundargerð félagins frá 8. okt. 1866 er minnst á að gerður yrði samningur við Madame S. (Sophiu Magdalenu) Fischer og Helgu Eiríksdóttur yfirsetukonu um að annast sjúklinga á hinu nýja sjúkrahúsi. Með stofnun sjúkrahúss þessa er brotið blað í þróun heilsuverndar á íslandi þó að fleiri kæmu á eítir. Sjúkrahúsið er rekið í sama húsnæði til 1884 en þá er lokið við byggingu nýs húss. I því húsi starfaði sjúkrahúsið til 1902 en þá er rekstri þess hætt. Sjúkrahúslæknar voru: Jón Hjaltalín 1866-68. Jónas Jónassen 1868-95. Guðmundur Magnússon 1896-1902. Spitalaráðskonur: 1) a) Helga Eiríksdóttir 1866-67. b) Sophia Magdalena Fischer 1866-74. 2) María Einarsdóttir 1874—76. 3) Guðrún Tómasdóttir 1876-84. 4) Guðrún Jónsdóttir 1884—1903. Spítalinn var lítið sóttur fyrstu árin en síðan jókst nokkuð aðsókn, en eftir 1885 virðist aðsóknin æði mis- jöfn. Það sem einkum réði aðsókninni var að hinir fá- tæku höfðu ekki efni á að vera þar en hinir efnameiri vildu ekki vera þar, því að þeir áttu kost á miklu betri aðhlynningu heimafyrir. Læknakennsla fór að mestu leyti fram á sjúkrahúsinu eftir að það var stofnað, en áður hafði Jón Hjaltalín landlæknir séð um hana heima hjá sér (frá 1860). Árið 1873 var svo stofnsettur annar spítali á landinu og var það á Akureyri. Nefndist spítalinn „Gudmanns Minde“ eftir föður gefanda. Til hans réðist árið 1896 Guðmundur Hannesson (síðar prófessor) og óx mjög vegur sjúkrahússins undir handleiðslu hans. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi er stofnaður 1898. Til hans réðist Christophine Júrgensen, en hún er talin fyrsta fulllærða hjúkrunarkonan sem starfaði á íslandi. Hún hafði lokið 3ja ára námi við Kommune spítalann í Kaupmannahöfn. Holdsveikraspitalinn í Laugarnesi er fyrsti spítalinn sem rekinn er af landsjóði. Um aldamótin er ljós mikil þörf á ríkisreknu sjúkra- húsi, en þrátt fyrir það fellir Alþingi stjórnarfrum- varp um slíkt sjúkrahús árið 1901. Það sem einkum réði falli frumvarpsins var að tilboð barst frá St. Jós- epssystrum um stofnun og rekstur sjúkrahúss í Reykja- vík. Tilboði systranna var tekið fegins hendi en stjórn- arfrumvarpið kolfellt. Sjúkrahús var síðan reist 1902 í Landakoti og tók það til starfa árið eftir. Aðsókn varð strax miklu meiri en hafði verið á hinu fyrsta sjúkra- 24 HJÚKKUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.