Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 41
Dæmi um liffræðilegar þarfir 1. Sjúklingur sem hefur fastað marg- ar klst. fyrir röntgenrannsókn hef- ur líklega ekki mikinn áhuga á að spjalla aS ráSi fyrr en hann hefur satt hungur sitt. 2. Sjúklingur sem fengiS hefur marg- ar heimsóknir yfir daginn óskar líklega eftir því aS fá aS hvíla sig áSur en hann er settur fram úr í fyrsta sinn. 3. Ef maSur er látinn liggja í rúm- inu án þess honum finnist ástæSa til getur honum mislíkaS. Hann talar ekki, hlustar ekki og er ergi- legur. Þessir þættir hafa allir áhrif á samskiptin. Þörf fyrir öryggi Sérhver einstaklingur hefur þörf fyrir traust, stöSugleika og röS og reglu aS vissu marki, m. ö. o. aS geta reitt sig á eitthvaS í lífinu. Venjulega öSlast hann öryggi sitt fyrst frá fjöl- skyldunni, síSan félögum og loks frá þjóSfélaginu. ÞaS er nauSsynlegt að vega og meta þá þætti sem stjórna því hvort einstaklingurinn heldur ör- yggi sínu eða glatar því. Sérhver þáttur sem eyðir kvíða, byggir upp traust og stuðlar að því að skapa það andrúmsloft að fólk geti rétt hvort öðru hjálparhönd. Þeir sem hafa ótruflaða öryggiskennd eru oft hæf- ari til þess að taka áhættur en aðrir. Aríðandi er að skapa sjúklingi ör- uggt umhverfi á sjúkrahúsinu. AS- dragandi sjúkrahúsvistar er margvís- legur og oft enginn. Dæmi 1. Þegar þú tekur á móti sjúkling gerir þú þér far um að vera vin- gjarnlegur, kynnir hann fyrir stofufélögum, sýnir deildina og út- skýrir helstu störf dagsins. Einnig gefur þú honum tækifæri til þess að tjá sig. Allt þetta á að koma í veg fyrir að honum finnist hann vera einmana, kviðinn og óörugg- ur. 2. Jóna var lögð inn til rannnsóknar. Hún var fámál en samstarfsþýð. ÞaS kom í þinn hlut að annast hana, og smám saman fór hún að spjalla meira við þig. Hún hafði þörf fyrir að kynnast einni mann- eskju af þeim hóp sem umgekkst hana. Þörfin að elska og vera elskaður Sú þörf er svo sjálfsögð og auð- skilin að allar útskýringar ættu að vera óþarfar. I daglegum samskiptum viS fólk, hittir maður marga sem sífellt eru að leita eftir ást eða þeirri tilfinningu að hafa þýðingu fyrir aðra. Maður- inn þarfnast félagsskapar, og hvar sem liann er þarf hann að tilheyra einhverjum. ÞaS gefur einstaklingn- um tryggingu fyrir öruggum stað í umhverfinu. ViS hjúkrun er þess vænst af þér, að þú sýnir hlýju, umhyggju og til- litssemi. Ef þetta tekst vel, ryður þú mörgum hindrunum úr vegi og um leið verður þú ánægðari. Auk þess er auðveldara að ná til fólks, ef þessir eiginleikar eru notaðir, og á sjúkra- húsinu ert það þú sem leggur grunn- inn að þeim tengslum sem myndast í upphafi. Dæmi 1. Hörður, ungur námsmaður, var lagður inn vegna slæmra kvið- verkja. Hann bað oft um verkjalyf. Starfsfólkið hafði áhyggjur af lyfjaátinu og ræddi þetta vanda- mál sín á milli en enginn talaði við Hörð. Hann einangraðist meir og meir þar sem starfsfólkið skipti sér aðeins af honum þegar þörf krafði. Karen, hjúkrunarnemi valdi Hörð sem „sinn“ sjúkling. Smám saman fór hann að láta í ljós skoðun á ástandi sínu viS hana. Þannig brást liann við umhyggju Karenar og einmanaleikinn minnkaði. Starfs- fólkið tók eftir breytingu í fari hans og hann varð jákvæðari í garð þeirra sem vildu hjálpa hon- um. Þörf fyrir viðurkenningu Þegar einstaklingurinn þroskast, fer hann að leita eftir viðurkenningu annarra á orðum sínum og gerðum. Honum líður vel þegar hann fær við- urkenningu, en illa þegar hann er ekki viðurkenndur. Með aldrinum minnkar þessi þörf í daglegum at- höfnum. Þrátt fyrir það má ekki horfa fram hjá því, að allir hafa þörf fyrir viðurkenningu yfirmanna sinna eða samstarfsmanna, t. d. fyrir vel unnið verk, ná tökum á erfiðu vanda- máli, eiga þátt í góðum starfsanda og koma í veg fyrir mistök eða sóun. Sumir halda því fram að fullorðið fólk hafi ekki þörf fyrir hrós, það sé nógu þroskað til að treysta sinni eig- in dómgreind. Ég trúi því, að það auki á sjálfstraust manneskju að fá viðurkenningu og að allt framlag til heimilis, vinnu og þjóðfélags skipti máli. ÞaS er auðvelt að gagnrýna og brjóta fólk niður andlega, alveg eins og það er erfitt að leggja áherslu á það jákvæða og hvetja manneskjur til að gera sitt besta. Það síðarnefnda krefst áherslu sem tekur hæði tima og krafta. Dæmi Það var mikið að gera á deildinni. StarfsliðiS var fámennt, því nokkrir voru veikir. Þeir sem mættu, lögðu hart að sér allan daginn. Við vakta- lok leið öllum sjúklingum vel. Þegar hver hafði gefið sína skýrslu, þakk- aði deildarstjóri hverjum og einum fyrir þeirra framlag. Allir fóru á- nægðir heim og fundu að vinna þeirra hafði skipt máli. Þörfin fyrir lifsfyllingu Síðasta þörfin íþarfastigaMaslows er talin vera æðsta takmarkiS í per- sónulegum árangri. Þegar því stigi er náð, má segja að manneskjan njóti sín fullkomlega. I því ástandi er Hjúkrun 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.