Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 25

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 25
Um miðja 12. öld er getið um hin svonefndu kristbú þar sem umkomulausir öryrkjar áttu athvarf að jafnaði einn og einn á búi. Þessi bú voru að sjálfsögðu engin sjúkrahús í nútíma merkingu, heldur var einkum um að ræða dvalarstað þurfalinga eða öryrkja um skamma hríð þar sem þeir fengu mat og húsaskjól. „Lærðra manna spítala var komið upp í Gaulverjabæ í Flóa 1308 og prestaspítala að Kvíabekk í Olafsfirði 1338; segja nöfnin til um, hverjum þar var fyrirhuguð vist.“ Lítið er vitað um rekstur þessara spítala eða live lengi þeir störfuðu. Framfarir eru litlar næstu aldir og það er ekki fyrr en 1. júlí 1555 í hinni svokölluðu Bessastaða- samþykkt að farið er fram á það við konung að holds- veikraspítalar verði stofnaðir einn í hverjum lands- fjórðungi. Tæp öld líður þó án þess að nokkuð sé gert í málinu. Þann 10. maí 1651 er loks heimilað með kon- ungsbréfi að stofna fjóra holdsveikraspítala, „og var þeim komið upp á næstu árum, sem hér segir: A Möðrufelli í Eyjafirði 1653, Hörgslandi á Síðu og í Klausturhólum í Grímsnesi 1654 og á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit 1655; Klausturhólaspítalinn var fluttur að Haugshúsum á Álftanesi 1689, aftur að Klausturhólum 1711 og loks að Kaldaðarnesi 1753.“ Spítali var settur upp í Viðey 1638, „ætlaður „konungslandsetum upp- gefnum“ úr Gullbringu og Mosfellssveit; hann var fluttur í Gufunes 1752 og starfaði þar, unz hann var lagður niður 1795.“ Mjög takmarkað gagn virðist hafa verið í holds- veikraspítölunum því að sjúklingar urðu flestir í senn 16-20 samtals á öllum spítölunum og var algengt að sumir þeirra stæðu auðir jafnvel árum saman. „Þegar best lét, taldist mönnum til, að samanlagður fjöldi holdsveikra sjúklinga á spítölunum næmi allt að %o áætlaðs fjölda slíkra sjúklinga í landinu á hverjum tima.“ „Holdsveikraspítalarnir íslenzku náðu aldrei neinum viðgangi, höfðu jafnan á sér misjafnt orð og því verra sem lengra leið, enda munu þeir yfirleitt hafa verið hin argvítugustu óþrifabæli, jafnvel miðað við vægar heilbrigðiskröfur þeirra tíma. Þótti lítill sjónar- sviptir að þeim, er þeir höfðu loks verið lagðir niður samkvæmt úrskurði konungs 12. ágúst 1848, enda var það gert að ósk alþingis Islendinga.“ 1760-1866 Þáttaskil verði í heilbrigðismálum á Islandi árið 1760 þegar landlæknisembættið er stofnað. Landlæknir var settur Bjarni Pálsson og var honum meðal annars ætlað að hafa eftirlit með holdsveikraspítölunum, en erfitt var um vik vegna fjarlægða á milli þeirra, auk þess átti landlæknir að gera það á eigin kostnað. Bjarni Pálsson landlæknir settist að á Bessastöðum og var þar næstu þrjú árin. Þetta fyrsta ár Bjarna voru hjá hon- um nokkrir sjúklingar og tveir nemendur í læknis- fræði, en annar þeirra dó um veturinn. Árið 1763 fluttist Bjarni frá Bessastöðum að sínu nýja framtíðar- heimili, Nesi við Seltjörn. Bjarni beitti sér mjög fyrir því „ad almennilegt Hostpítal stiptadist hér í stad þeirra ónýtu líkþrárra Spítala“. Bjarni hefur greini- lega haft skilning á smithættu af holdsveiki og hvilík fjarstæða væri að vista holdsveika sjúklinga á almenn- um spítölum. Þegar landlæknir settist að í Nesi 1763 „hafði hann komið sér upp í sambandi við gömlu bæj- arhúsin á staðnum tveimur góðum herbergjum til þess að eiga hægara með að hýsa þá, sem leituðu hans úr fjarlægð í lækniserindum, sjálfir sjúkir eða eins oft heilbrigðir í erindum sjúklinga. 1 þessu skyni var hon- um heimilað af konungi að nota timbur, meira en 1000 rd. virði, úr amtmannshúsi á Bessastöðum, sem rifið var um sama leyti. Nægar heimildir eru fyrir því að Bjarni Pálsson hafði sjúklinga lengur eða skemur und- ir læknishendi í þessum húsakynnum, og mætti því með góðum vilja og nokkru bessaleyfi telja hér kominn fyrsta vísi til sjúkraskýlis á íslandi, nema fremur ætti við um sjúkravist þá, sem að ráði Bjarna hafði verið stofnað til á Bessastöðum árið 1756, er hefta skyldi út- breiðslu sárasóttarfaraldurs sem upp hafði komið við innréttingarnar i Reykjavík.“ Eftir dauða Bjarna Pálssonar (1779) er Jón Sveins- son skipaður i hans stað (14. júní 1780). Hann átti strax í erfiðleikum með rekstur sjúkravistarinnar í Nesi og fækkaði sjúklingum allt til aldamóta. Draumur Jóns Sveinssonar var eins og Bjarna að fá „et virkeligt Hospital“, þ. e. almennt sjúkrahús eins og þá var orð- in timans krafa. Jón sendi tillögur sínar til amtmanns suðuramts en hann sendi þær til rentukammers. Eftir lát amtmanns suðuramts fékk stiftamtmaður gögnin í sínar hendur og sá þá að reynt hafði verið að fara á bak við sig. Hann brást hinn versti við og sá til þess að Jón Sveinsson beið algjöran ósigur í málinu. Þess ber einnig að geta að í læknistíð Jóns Sveins- sonar var landinu skipt í 4 læknishéruð. Eftir lát Jóns (1804) er Tómas Klog settur landlæknir og fluttist hann ekki að Nesi fyrr en 1807 að undangenginni við- gerð á húsum staðarins er þá voru í niðurníðslu. Trú- lega hefur hann haft einhverja sjúklinga á heimili sínu þó ekki hafi verið um langdvalir að ræða. Árið 1819 er Jón Thorstensen skipaður landlæknir frá 1. júní 1820. Jón mælti snemma með stofnun almenns spítala (þó að afstaða hans í málinu virðist hafa verið nokkuð á reiki, eins og síðar kemur í ljós). Spítalamálið lá nokkuð í láginni um skeið. Carl Emil 23 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.