Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Page 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Page 4
Barnagæsla Einstæðir foreldrar (ekki hvað síst hjúkrunarfræðingar) standa ærið oft frammi fyrir vandamál- um í sambandi við gæslu barna sinna, þegar þeir eru á kvöld-, nætur- og útkallsvöktum. Er sólarhringsgæsla á barna- heimilum sjúkrahúsanna æski- leg lausn? Þessari spurningu velti ritstjórn blaðsins fyrir sér og leitaði svara hjá nokkrum hjúkrunarfræðingum, sem eru einir með sín börn, ásamt fóstr- um sem starfa við barnaheim- ilin. Hvernig leysir þú vandann í sam- bandi við gœslu barnanna, þegar þd ert á kvöld-, nœtur- og útkallsvökt- um ? Hjúkrunarfræðingur starfandi á Landspítalanum svarar: Þar sem ég bý hjá foreldrum mín- um eins og stendur, hafa j)au gætl barnsins fyrir mig og þess vegna hef ég getað unnið vaktavinnu. En á næstunni flyt ég í eigin íhúð og þá get ég ekki tekið kvöld- eða nætur- vaktir, nema að kaupa sérstaka gæslu fyrir barnið, sem oft reynist erfitt að útvega. Hjúkrunarfræðingar starfandi á Landakotsspítala svara sömu spurn- ingu: 1. Þann tíma sem ég hef verið á út- kallsvöktum, hef ég verið með einkapössun (er liætt að taka vakt- ir um óákveðinn tíma). 2. Ég fer með barnið á harnaheim- ili kl. 15.00, síðan er náð í það kl. 17.30 og eru þetta mikil hlaup fyr- ir stuttan tíma. 3. Ég tek tvær kvöldvaktir í viku, fer þá með börnin á dagheimilið. Hjúkrunarfræðingur á Kleppsspít- ala svarar: Ég nota harnaheimilið þann tíma sem það er opið. Kvöldvaktir get ég ekki unnið, þar eð harnaheimilið lokar kl. 19.30. Næturvaktir get ég alls ekki unnið því ég hef ekki pössun. Um helgar get ég aðeins unnið morgunvaktir og á sunnudögum á harnaheimilið að loka kl. 15.30, en þá á ég eftir að gefa rapport og verða þær á barnaheimilinu þá að bíða eftir mér til kl 16.00, en því er misjafnlega tekið. Mundir þú taka slíkar vaktir ef þú hefðir örugga vörslu fyrir börnin á þeini tíma? Hjúkrunarfræðingar á Landspít- ala: 1. Ég tel æskilegra að börnin geti dvalið heima hjá sér með því að hægt sé að útvega góða barnfóstru, heldur en að þau þurfi að dvelja heilan sólarhring eða eina helgi á gæsluheimili. 2. Ég gæti hugsað mér að koma barninu fyrir á gæsluheimili á kvöldin og nóttunni til jiess að J)au gætu átt vísan samastað, frekar en að fá Pétur eða Pál til að passa jjað, en hins vegar tel ég nærri ó- gjörning að hafa barnið í gæslu á kvöldin og þurfa að taka það heim kl. 23.30-24.00, rífa það upp úr fasta svefni og þurfa e. t. v. að mæta á morgunvakt daginn eftir og vekja það aftur kl. 6.30. Ég get aðeins tekið útkallsvaktir (verið á bakvakt) með því að ráða harnfóstru til að vera heima hjá mér þau kvöld - nætur eða helgar sem ég er á vakt og borga henni sérstaklega. I seinni tíð höf- um við tveir hjúkrunarfræðingar gætt harna okkar til skiptis j)egar annar hvor okkar er á vakt. Hjúkrunarfræðingar á Landakoti: 1. Já að öllum líkindum, en eins og málin standa í dag, svarar það ekki kostnaði. 2. Ég á ekki gott með að vinna meira en þetta í bili. 3. Ég tek vaktir og er með barnið á harnaheimili þann tíma sem það er opið. Hjúkrunarfræðingur á Kleppsspít- ala: Ég mundi gera það ef ég hefði það örugga vörslu að hörnin Jjyrftu ekki alltaf að vera að aðlagast nýrri og nýrri manneskju. Telur þú œskilegt að sú gœsla vœri jyrir hendi á barnaheimiluni sjúkra- húsanna - þ. e. a. s. allan sólarhring- inn? Hjúkrunarfræðingur á Landspít- ala: Ég mundi ekki óska eftir slíkri þjónustu }). e. sólarhringsbarnaheim- ili. Hentugra væri ef hægt væri að 2 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.