Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 10
HERDÍS ALFREÐSDÓ7TIR, skurðhjúkrunarfræöingur BRUNAR Meðferð og hjúkrun á skurðstofu Orðin bruni og brunasjúklingur kalla fram sterk tilfinningaáhrif og valda óhug. Brunasjúklingur verður fyrir miklu óláni sem fylgir mikið sálrœnt álag og þjáning. Ýmsar breytingar eiga sér stað sem aldrei verða bœttar að fullu og einstaklingurinn verður að sœtta sig við breytta líkamsímynd og jafnvel lífshætti. Brunaslys hafa sennilega fylgt manninum frá því að eldurinn var uppgötvaður, og fólk þekkti ýmsar aðferðir til að meðhöndla brunasár, svo sem kælingu. Á síðari árum hefur hins vegar orðið mikil framför í meðferð á stórum brunum, það er útbreiddum II. og III. stigs brunum. Fyrr á árum dó þetta fólk oft vegna þeirra fylgikvilla sem voru samfara brunasárum. Mér hefur ætíð fundist hvað erfiðast í starfi á skurðstofu að taka þátt í meðferð brunasjúklinga. Petta eru einstaklingar sem eru í fullu fjöri, en er fyrirvaralaust kippt út úr eðlilegu lífi og inn í þjáningar, kvíða og vonleysi. Stundum má eftir á segja að hœgt hefði verið að afstýra óhappinu, og þvífylgir oft sektarkennd og samviskubit, einkum ef um er að ræða ung börn sem orðið hafa fyrir slysi vegna gáleysis foreldra, en stór hluti brunasjúklinga eru börn undir skólaaldri.9 Brunasjúklingur á allt sitt undir hjúkrunarfólki. Pví eru þessir sjúklingar oft erfiðir, því þeir þurfa mikla líkamlega aðhlynningu, auk þess sem þeir þarfa stöðuga hvatningu. Pessir sjúklingar koma aftur og aftur á skurðstofu og því tel ég að við sem þar vinnum þurfum að taka virkan þátt í meðferð og örlögum þessa fólks. Framtíð þess er mikið undir því komin hvernig tekst með meðferð þá sem veitt er í aðgerð. Til að hjúkrun á skurðstofu verði markviss og persónuleg þá þurfum við að þekkja hvað gerist þegar brunasár myndast og hvernig líkamsstarfsemin breytist, en ekki aðeins einblína á. útlit sára og nauðsynleg verkfæri. Húðin og starfsemi hennar Til að gera sér grein fyrir því hver skaði brenndrar húðar er, er nauð- synlegt að þekkja eðli heilbrigðrar húðar og starfsemi hennar. Húðin er stærsta líffæri líkamans, og hefur mun víðtækara hlutverk en það að vera sterk yfirborðshlíf líkamans. Húðin skiptist í yfirhúð (,,epidermis“) og undirhúð (,,dermis“). Yfirhúð er án æða og mjög þunn. Undirhúð er hins vegar mun þykkari og er í raun hið eigin- lega líffæri. Þykktin er mismunandi, þynnst á augnlokum og þykkust á baki. Þetta húðlag er bandvefur með æðum og hefur ákveðið hlut- verk í viðhaldi og eðlilegri líkams- starfsemi. í þessu húðlagi eru hár- sekkir, taugaendar og svita- og fitu- kirtlar. Taugaendar þessir skynja sársauka og hitastig. Eyðilegging eða skemmd á þessu húðlagi leiðir til skertrar starfsemi þessara sér- hæfðu taugaenda. Það verður ekk- ert sársaukaskyn á svæði með djúp- an bruna og það tapast einnig snertitilfinning, en það getur mjög aukið á andlegt álag sjúklingsins.6 Eitt mikilvægasta hlutverk húðar- innar er vörn gegn sýkingum, þ. e. í húðinni er líkamleg vörn sem held- ur bakteríum og öðrum örverum frá. Jafnframt virðist húðin hafa bakteríudrepandi áhrif, þ. e. hún grandar bakteríum sem í litlum mæli komast inn í hana. Bygging húðarinnar kernur í veg fyrir vökvatap, sem er mikilvægt til að hindra þurrk og hjálpar til við að viðhalda því nákvæma jafnvægi í vökvabúskap sem líkaminn þarfn- ast. Líkamshita er stjórnað með því að auka eða minnka útgufun um svitakirtla. Húðin er mikilvægt skynjunarlíffæri. Taugaendar bera boð sem segja til um hvort áreiti er létt snerting, þrýstingur, óþægilegt, heitt eða kalt. Fitukirtlar sjá húð- inni fyrir fitu sem mýkir og smyr og ver hana þar með. D-vítamín er framleitt fyrir áhrif sólarljóss. Fag- urfræðilegt hlutverk er augljóst. Húðin er það líffæri okkar sem að umhverfinu snýr og ber með sér einkenni okkar. Við bruna eyðileggjast eða skadd- ast þessir eiginleikar húðarinnar mismikið eftir eðli áverkans. Hversu alvarlegur skaðinn er ákvarðast að miklu leyti af því hversu mikið af húð tapast og dýpt 8 HJÚKRUN ' -'Aj - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.