Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 12

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 12
um er þá skipt niður í ákveðin svæði sem hvert er ákveðið pró- sentuhlutfall heildaryfirborðs. Pró- sentuhlutfall er mismunandi eftir því hvort er um að ræða ungbarn eða fullvaxna manneskju. Endanlegt mat er ekki hægt að gera fyrr en búið er að hreinsa brunasár og nema burt dauða húð, því fyrr er ekki með vissu hægt að greina milli djúps II. stigs og III. stigs bruna.26 Annar þáttur sem taka verður tillit til er staðsetning brunasára á Iíkamanum. Þannig er sem dæmi 20% bruni á efri hluta Iíkamans mun alvarlegri en 20% bruni á fót- um, er það vegna hættu á öndunar- örðugleikum. Bruni á fótum hjá eldra fólki er hins vegar mun meira vandamál en hjá ungu fólki, vegna blóðrásartruflana sem oft fylgja hækkandi aldri.2 Andlitsbrunar 'eru alvarlegir vegna lýta, augnskaða, erfiðleika við innöndun, sem aftur getur leitt til lungnavandamála og erfiðleikar við að nærast. Annað svæði sem býður upp á mikla fylgi- kvilla er í kringum kynfæri og klof vegna sýkingahættu. Endanleg út- koma bruna fer oft eftir aldri við- komandi, einkum ef um aldraðan einstakling er að ræða. Einnig eru smábörn í meiri hættu og erfiðari til meðferðar en eldri börn.2,6Hvað aldri viðkemur er gjarnan miðað við börn yngri en tveggja ára og fólk eldra en sextíu ára.6 Hjá börn- um er um að ræða ófullkomin við- brögð varnarkerfis líkamans við sýkingum sem leiðir til minni mót- stöðu. Hjá eldra fólki koma oft fram hrörnunareinkenni sem ekki hafa komið fram fyrr, svo sem sjúk- Iingur með æðakölkun getur fengið kransæðastíflu samfara því álagi sem fylgir brunaáverkum og með- ferð. Jafnframt getur álagið valdið því að einkenni sem legið hafa niðri nái sér upp þegar mótstaðan minnkar.6 Fylgikvillar eru regla frekar en undantekning með brunasárum og yfirleitt eru þeir fleiri en einn. Al- gengastir eru sýkingar í sárum sem geta valdið því að bakteríur berist í blóð, lungnabólga, nýrnabilun og hjartasjúkdómar.68 Meðferð á skurðstofu Allir brunar eru meðhöndlaðir sem sýktir („septic") á skurðstofu. Á skurðstofu á sér stað hreinsun á sárum. þá sér í lagi djúpum sárum sem ekki er hægt að hreinsa að sjúklingi vakandi, svo sem við böð- un. Ekki er hægt að græða húð á sár fyrr en allur dauður vefur hefur verið fjarlægður úr því. Pegar húð er tekin þarf hjúkrunarfræðingur að sjá um að halda henni rakri með því að hafa húðina milli rakra grisja. Meðhöndla skal húðina sem minnst til að forðast vefjaskemmd. Eigi að geyma húð, þá er hún sett í dauð- hreinsað ílát og fryst. Ýmist er húð- in saumuð föst eða haldið á sínum stað með umbúðum.6 Við val á svæði þar sem taka á húð þarf að taka tillit til starfrænna þátta og út- litsáhrifa ef hægt er. Ef hægt er að velja og ekki þarf mikið af húð er gjarnan tekið af lærum. Húðsvæðið (,.donor-svæði“) grær á 10—14 dögum.6114 Hægt er að taka aftur og aftur af sama svæði, en ef tekið er oftar en fjórum sinnum er æski- legt að sárið fái lengri tíma á milli til að gróa, allt að 21 dag.1,6 svæði það sem húð er tekin af þarf að verja sérstaklega með tilliti til sýk- inga og þannig að sem minnstum óþægindum valdi fyrir sjúklinginn. Pað þarf alltaf að græða á III. stigs bruna. því þá hafa öll lög húðarinn- ar eyðilagst og jafnvel undirliggj- andi vefir svo sem fita, vöðvar og sinar. Þegar um er að ræða bruna á stóru svæði líkamans getur verið erfitt með heila húð til að flytja á sár. Þá ergjarnan notuð húð af öðr- um dýrum, þá einkum svínum, en einnig tíðkast erlendis bankar þar sem geymd er húð fengin af líkum. Þessi húð af öðrum þjónar þeim til- gangi að minnka stærð opinna sára þar til hægt er að græða húð af sjúk- lingnum sjálfum. Að þekja sár þannig tímabundið er liður í því að fvrirbyggja og hafa stjórn á sýking- um sem óhjákvæmilega fvlgja djúp- um brunasárum. verja dvpri vefi og draga úr verkjum sjúklings.1 Aðhlynning sjúklings á skurðstofu Brunasjúklingur þarf oft að ganga í gegnum margar aðgerðir og þar með svæfingar til að hreinsa sár og flvtja heila húð á sárin. Oft er illa brunninn einstaklingur illa undir þetta búinn og ástand hans slíkt að aðgerð væri frestað ef um „venju- legan“ aðgerðarsjúkling væri að ræða. Líkamlegt ástand getur verið það lélegt að jafnvel einföld aðgerð sé hættuleg. Þess vegna þarf starfs- fólk að þekkja hlutverk sitt, vera vel undirbúið og með allt til reiðu þegar sjúklingur kemur frá legu- deild, svo að aðgerð geti tekið sem stystan tíma. Æskilegast væri að sama starfslið sinnti sjúklingnum þegar hann kemur aftur og aftur. Bæði til að mvnda tengsl við sjúk- Iinginn og til að aðgerð geti gengið sem fljótast fyrir sig. Jafnframt því hefði þá starfsfólk möguleika á að fylgjast með árangri þeirrar með- ferðar sem það er þátttakendur í.6 Það er mjög mikilvægt að sjúkling- ur sé vel undir aðgerð búinn, bæði nteð tilliti til andlegra og líkamlegra þarfa. Það eru alltaf verkir samfara meðferð á brunasárum. Auk verkja þjáist sjúklingurinn af kvíða og að- gerð eykur á kvíðann. Því er nauð- synlegt að sjúklingurinn sé vel upp- lýstur um það sem framundan er og tilgang þess í meðferðinni. Al- mennt vilja sjúklingar vita hvað til stendur með þá, hvers vegna að- gerðin eigi að fara fram og hvort það verði sárt. Spurningum sjúk- lings þarf að svara, en það er hins vegar ekki víst að hann sé reiðubú- inn til að meðtaka allar upplýsingar á þessu stigi.26 Oft er mat sjúklings og hjúkrunar- fólks ekki það sama á þörf fyrir 10 HJÚKRUN ' -2/fc - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.