Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 13
1- stigsbruni. 3. stigs rafmagnsbruni. 3. stigs bruni. Andlitsbruni. verkjalyf. Sennilega er frekar til- hneiging til að halda í verkjalyf. Sér í lagi er hætta á þessu ef sársauka- þröskuldur sjúklings er lágur, en jafnvel erfiðustu sjúklingar geta sætt. sig við sársauka samfara bata ef þeir fá nægar upplýsingar og séð er til þess að þeir fái góðan nætur- svefn og hvíld milli þess sem verið er að eiga við þá. Kvíði eykur verki og verkir auka kvíða. Notkun nægra verkjalyfja hjálpar oft til við að rjúfa þennan vítahring.2 Þættir sem hafa áhrif á hvernig sjúklingur bregst við eru meðal annars hvernig fjölskylda hans bregst við, hvernig brugðist hefur verið við streitu fyrr og hvernig bruninn átti sér stað. Fjölskylda sjúklings þarf að fá að taka þátt í meðferðinni, þar eð búast má við vandamálum ef sjúklingurinn er meðhöndlaður án tengsla við nán- asta umhverfi. Hvernig sjúklingur hefur brugðist við streitu fyrr gefur ákveðna vísbendingu um viðbrögð hans. Þeir sem hugsa um sjúkling- inn þurfa að skilja hvernig bruninn átti sér stað. Brunar verða fyrir- varalaust, það er enginn tími til undirbúnings. Aðra stundina lifir sjúklingur eðlilegu lífi, en þá brenn- ist hann og framundan er þjáning, spítalalega, mikið andlegt og líkam- legt ójafnvægi og breyting á lífs- högum. Oft er sjúklingurinn með sjálfsásakanir eða fjölskyldan með sektarkennd.13 Sjúklingurinn þarf að venjast sjúkrahúsinu, þar sem hann er al- gjörlega háður öðrum. Meðferðin er óþægileg. Líkami sjúklings er í sárum og oft nánast nakinn vegna meðferðarinnar. Svo sem fyrr hefur verið nefnt þá fylgja miklir verkir brunasárum, sársaukafull meðferð er gefin til að reyna að draga úr sýkingum. Brenndur vefur er hreinsaður. Reynt er að æfa limi þrátt fyrir verki til að fyrirbyggja kreppta liði. Að auki þarf sjúkling- urinn að gangast undir aðgerðir þar sem grædd er heilbrigð húð á sár, aðgerðir þar sem ný og oft sárs- aukafull sár eru mynduð til að önn- ur sár geti gróið. Brunasjúklingur fer í gegnum sorg- HJÚKRUN ,-’2>4s - 61. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.