Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 17
honum verður. vaknar sú spurning hvers vegna sársaukaskyn hefur þróast hjá flestum tegundum í dýra- ríkinu. Sársaukaskynjunin hlýtur að hafa jákvætt gildi fvrir afkomu (survival) einstaklinga og dýrateg- unda. ella hefði hún ekki þróast. Augljóst er, að án sársaukaskyns getur lífvera oft ekki skvnjað. þegar hún verður fyrir skaða. Pað er vafa- samt hvort að minna þróaðar teg- undir dýra, sem ef til vill hafa ekki sjálfsvitund, skynja sársauka á sama hátt og við gerum. Engu að síður bregðast þau við skaða á þann hátt að forðast skaðvaldinn. bróaðri dýr. sem mörg hver líklega skynja sársauka á svipaðan hátt og við ger- um, muna eftir honum og læra að forðast skaðvaldinn í framtíðinni. Frá sjónarmiði þróunarkenningar- innar er slíkur hæfileiki auðsær já- kvæður kostur, bæði fyrir einstak- linga innan tegundar og tegundina sem heild. Sem dæmi urn hve skaðlegur skort- ur á sársaukaskyni getur verið ein- staklingum má nefna þau tilfelli, sem þekkt eru úr læknisfræðinni, um fólk sem er fætt án þessarar skynjunar. Ennfremur er alþekkt, hvernig holdsveikir sjúklingar skaðast vegna tilfinningaleysis, jafnvel við að framkvæma einföld dagleg störf.4 Lífeðlisfrœði sársauka Þar sem lífeðlisfræði er tiltölulega ung fræðigrein, voru að sjálfsögðu ekki til neinar kenningar um sárs- auka á því sviði, fyrr en búið var að leggja grundvöll að þeim fræðum. Það var fyrst árið 1860 að Jóhannes Muller kom með kenningu sína um sérhæfar taugabrautir (specific neural pathways) fyrir sársauka.l8I stuttu máli má segja, að samkvæmt kenningu þessari væri sérstakt sárs- aukaskynjunarkerfi. er gegndi því hlutverki einu að skynja og bera sársaukaboð frá áreitnistað um mænu til heila. Nú er álitið (sjá t. d. 13) að sárs- aukaskynjunin eigi upptök sín við áreitm sérstakra viðtakara (re- ceptors) svokallaðra ,,nociceptors“, sem tengdir eru grönnum lítt- eða óeinangruðum aðlægum taugum (A delta einangraðar og C óeinangr- aðar). ..Nociceptorarnir“ virðast hafa sérhæfða taugaenda, sem hver um sig er næmur fyrir skaðvænleg- um áhrifum af mismunandi völd- um. svo sem hita. þrýstingi o. s. frv. Getgátur eru um að úr sködduðum vef losni efni, sem örvi viðtakarana. Mismunandi „nociceptorar“ hafa mismunandi þröskulda. A delta og C taugarnar mynda taugamót við millitaugafrumur (interneurons) eftir að þær eru komnar inn í mið- taugakerfið. Upplýsingarnar um sársauka berast eftir þeim til heil- ans, bæði eftir sérhæfðum og ósér- hæfðum brautum. Ennfremur er talið að hinar sérhæfðu brautir, er liggja til heilastúku (thalamus) og heilabarkar (cortex), flytji upplýs- ingar um hvar, hvenær og hversu mikil hin sársaukavaldandi áreitni sé. Hinar ósérhæfðu brautir liggja til „reticular formation" og annars hluta heilastúku heldur en þær sér- hæfðu. Haldið er að þær flytji þær upplýsingar um sársaukann, sem eru óskýrari, langvarandi og stað- binda ekki sársaukann eins vel. Taugar í „reticular formation“ og heilastúku, sem eru áreittar af hinum ósérhæfðu taugabrautum, tengjast við undirstúku (hypothala- mus) og önnur svæði heilans, sem eiga stóran þátt í að samræma ósjálfráða svörun líkamans gegn utanaðkomandi streitu, ásamt endocrine myndun, svo og almenn- um árásar- og varnarviðbrögðum (fight or flight). '3-bls-565 Úr „reticular formation“ liggja svo aftur taugar niður í mænu, sem geta haft áhrif á styrkleika sársaukaboð- anna. Allar þessar taugabrautir, ásamt tengingunum milli heilabark- ar, stúku, „reticular formation“ og undirstúku mynda boðleiðakerfi, þar sem gagnverkun og stjórnun geta átt sér stað, eins og gert er ráð fyrir í hinni svonefndu hliðstjórnar- kenningu (Gate Control Theory). Hliðstjórnarkenninguna mótuðu Melzak og Wall árið 1965. f stuttu máli Iýsir hún því, hvernig gagn- verkun (feedback) frá viðtöku- stöðvum taugaboða í heilaberki og „reticular formation“ getur tempr- að styrkleika sársaukaboðanna í aðlægum taugum í mænunni.2 Áhrifum gagnverkunarinnar má líkja við mismikla opnun hliðs, sem stjórnar því hversu mikið af sárs- aukaboðunum fá að komast í gegn frá mænu til heila. Styrkleiki gagn- verkunarinnar er breytilegur og stjórnast meðal annars af tilfinning- um, fyrri reynslu, uppeldi og jafnvel vilja. „Fordyce hefur sýnt fram á það í rannsóknum sínum að oft megi flokka sársauka sem lærða hegðun (learned behavior).“18'bls-46 Mjög lítið er vitað um það á hvern hátt gagnverkunaráhrifin berast á milli frálægu og aðlægu taugabraut- anna (þ. e. hve mikið hliðið opn- ast), nema svo virðist sem svonefnd „endorphine“ og „enkaphalin“ efni eigi þar stóran þátt. Þessi efni virðast draga úr boðstyrkleika í hinum aðliggjandi ósérhæfðu taugabrautum á svipaðan hátt og morphine.13 3 tegundir sársauka Enda þótt oft sé rætt um líkamleg- an sársauka annars vegar og sál- HJÚKRUN '-Vto-61. árgangur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.