Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 18
rænan hins vegar og sársaukinn oft flokkaður eftir því, er hæpið að aðskilja mismunandi tegundir sárs- auka á þennan hátt. Um er að ræða samspil líkamlegra og andlegra þátta í sérhverri skynjun á sárs- auka. Oft vega þessir þættir mis- mikið, en þeir eru alltaf báðir til staðar (sjá mynd). Warr (1975) lýsir þessu vel á eftirfarandi hátt: „Sársauki er summan af áhrifum áreitni á Iíkamann og sálrænum viðbrögðum við þeirri áreitni.“22 bls 1051 Raunhæfari flokkun sársauka, en sú er að ofan greinir, er að flokka hana í bráðan sársauka, langvar- andi sársauka og lífsloka sársauka (terminal pain). 1. Bráður sársauki Freese og Twycross (1975) skil- greina bráðan sársauka sem sárs- auka er sé tímabundinn og eigi sér ákveðnar ástæður og hægt sé að draga úr honum með verkjalyfjum, stöðubreytingum líkamshluta eða með öðrum ráðum.5 Bráður sársauki getur orsakast af ytri eða innri áreitni. Einstaklingar/ sjúklingar geta venjulega nokkuð nákvæmlega staðsett hann og greint frá honum. Bráður sársauki er nokkurskonar viðvörun til mið- taugakerfisins um yfirvofandi eða yfirstandandi skaða á vef, þar sem varnarkerfi líkamans svarar með tilheyrandi viðbrögðum.28 2. Langvarandi sársauki Twycross (1975) skilgreinir lang- varandi sársauka sem ástand (situ- ation) en ekki atburð (event). Eftir skilgreiningu Twycross er ómögu- legt að segja til um hvort, eða hvenær, langvarandi sársauki hætt- ir. Hann verður stundum svo yfir- þyrmandi, að annað kemst ekki að í huga einstaklingsins/sjúklingsins og einangrar hann oft frá umhverfinu.5 Meðferð, sem ber árangur gegn bráðum sársauka, nægir ekki ein- staklingum/sjúklingum með lang- Tími varandi sársauka. Hann leiðir oft af sér andlegt og líkamlegt niðurbrot einstaklingsins/sjúklingsins. Sumir aðlagast (adapt) slíkum sársauka, t. d. með aðstoð lyfja, með því að taka sársaukanum með jafnaðar- geði (stoicism), með því að beina athyglinni sem mest að öðru eða á alla þessa og fleiri vegu. Einstak- lingur sem hefur aðlagast langvar- andi sársauka á þennan hátt, getur haft félagsleg samskipti við aðra einstaklinga og umhverfi sitt, sem virðast eðlileg, en takmarkast þó af ástandi hans. Það ber að forðast að álíta slíkan einstakling heilbrigðan. jafnframt því, sem það ber einnig að forðast að álíta að hann noti sársaukann til að hlífa sér (malin- gering).20 I grein Guðna Þorsteinssonar kem- ur fram, að sjúklingar með langvar- andi sársauka hafi mismunandi vandamál við að stríða, og sé því nauðsynlegt að flokka þá í 3 megin flokka: a. Sjúklinga með greinilega tauga- sjúkdóma, sem valda sársauka. b. Sjúklinga, sem eru með sjúk- dóma í stoðkerfi líkamans. c. Sjúklinga þar sem geðrænt ástand vegur þyngst. Hefur mæling á „endorphine'4 í mænuvökva þessara sjúklinga einn- ig rennt stoðum undir þennan mis- mun milli flokkana.“18’bls 46 í sambandi við þá er flokkast undir lið c hjá Guðna, er athyglisvert að íhuga þá staðreynd, að móttakarar fyrir „endorphine“ og „enka- phalin“ hafa einnig fundist í þeim stöðvum heilans, sem hafa með til- finningu og skap að gera, en ekki með sársauka.12'bls 173 A meðfylgjandi mynd sýnir Pamela Mitchell á mjög skýran hátt mis- mun á bráðum sársauka og langvar- andi sársauka, og atburðum er þeim fylgja.10-bls 540 3. Lífsloka sársauki (tcrminal pain) Hoy (1977) skilgreinir lífsloka sárs- auka (terminal pain) sem „sem sér- hverja tegund sársauka, sem deyj- andi sjúklingur þjáist af“.22-bls 1050 Hann taldi einkenni slíks sársauka vera þau, að hann væri langvarandi, sífelldur og þjónaði engum til- gangi.22 Saunders (1975) hefur gert athug- anir á sjúklingum á St. Christo- pher’s Hospice í Englandi. Niður- staða hans var sú, að sjúklingar þjáðir af krabbameini hafi stöðugan verk. Hann segir einnig að lífsloka sársauki (terminal pain) komi líkamanum að engu gagni, hvorki til verndar né viðvörunar. Þegar sársaukinn bætist við hinn illkynja sjúkdóm, megi líta á sársaukann sem sérstakan sjúkdóm, og með- höndla eigi hann sem slíkan.22'bls 1051 16 HJÚKRUN I - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.