Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 20
Þar sem hjúkrunarfræðingurinn er sá aðili heilbrigðisstéttanna, sem er í nánustum tengslum við sjúkling- inn, gegnir hann ákaflega mikil- vægu hlutverki í sársaukameðferð. Reynir þar verulega á hæfni, þekk- ingu og skilning hjúkrunarfræðings- ins, en ekki síst hversu mannlegur hann er. Aðalmarkmið hvers hjúkrunar- fræðings er að stuðla að vellíðan sjúklingsins, einkum með því að hjálpa honum að losna við hvers- konar sársauka og umbera hann, ef það er ekki hægt að losna við hann. Margo McCaffery, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur og hefur ritað mikið um sársauka, álítur að það megi flokka hjúkrunarmeðferð á verkjum í 9 þætti er geta skarast að meira eða minna leyti. Þessir þættir felast í því að: a. gefa lyf b. gefa „placebo" c. breyta sársaukavaldi eða ástæðu fyrir honum d. aðstoða sjúklinginn við að hag- nýta sér líkamsþjálfun e. beina athygli sjúklingsins frá sársaukanum /. ráðleggja geðræna meðferð g. ræða um sársaukann við sjúk- linginn h. vera hjá sjúklingnum i. snerta sjúklinginn.“(1-bls l94) Það sem hver hjúkrunarfræðingur þarf fyrst og fremst að hafa í huga við framkvæmd þessara þátta, er að ávinna sér traust sjúklingsins og sýna honum umhyggju með and- legar og líkamlegar þarfir sjúklings- ins ávallt í huga. Þegar sjúklingurinn er laus við sárs- aukann, er gott að ræða við hann um reynslu hans og viðbrögð hans við sársaukanum. Lokaorð Það er fyrst nú á síðustu áratugum, sem veruleg þekking hefur fengist á eðli sársauka. Engu að síður er mjög margt enn óvitað og bíður rannsóknafólks þar mikill og óplægður akur. Þar sem sársaukaskynjunin er svo mikilvægur þáttur í lífi manna hafa menn íhugað sársauka, ekki ein- ungis út frá vísindalegu sjónarmiði, heldur einnig út frá sjónarmiði heimspekinnar og siðfræðinnar. Það er því miður svo, að allt í gegn- um sögu mannsins hefur maðurinn oft notað sársaukaskyn annarra til þess að beita óvini sína þjáningum. Það sem verra er, að enn þann dag í dag eru vísindi á sviði heilsugæslu misnotuð í mörgum löndum, þar sem mannréttindi eru ekki í heiðri höfð, til að beita pólitíska andstæð- inga stjórnvalda ofbeldi. Vonandi mun mannkynið losna við þetta sið- leysi. Þeir sem hafa þjáðst verulega af sársauka geta sjálfsagt tekið undir orð John Stuart Mills, að „ham- ingja er að vera laus við sársauka“. HEIMILDASKRÁ Bœkur 1. Auld, M. og Birnum. L.. ed.: The Challenge of Nursing, kafli 27 bls. 194- 199. The Mosby Company. St. Louis, 1973. 2. Brunner, L. og Suddarth. O.: Texlbook of Medical-Surgical Nursing, 3rd Edition. Kafli 7, bls. 101-114; kafli 9. bls. 141-153. J. B. Lippincott Company, New York 1975. 3. Carnevaly, D. og Patrick, M„ Ed.: Nursing Managemenl for ihe Elderly. Kafli 27. bls. 523-529. J. B. Lippincott Company. New York, 1979. 4. Cousins, N.: Anatomy of an lllness. Bantam Books, New York. 1981. 5. Ebersole og Hess.: Toward Heallhy Aging, bls. 168-172 og bls. 581-582. The C. V. Mosby Company, St. Louis, 1981. 6. Hayward, L.: hiformation - A Pre- scription Against Pain. Royal College of Nursing, Cavendish Square, London, 1975. 7. Lipton, S„ Ed.: Persisteni Pain, Vol. I. Academic Press, London, 1977. 8. Lipton, S„ Ed.: Persistent Pain, Vol. II. Academic Press, London, 1980. 9. Lipton, S. og Miles, I„ Ed.: Persistent Pain, Vol. III. Academic Press. London. 1981. 10. Mitchell. P.: Concepts Basic to Nursing. 2nd Edition, bls. 531-550. McGraw- Hill Book Company. New York. 1977. 11. Ovarnström. U.: Upplevelser inför döden. bls. 122-126. Ranso Bok- tryckerv. Stockholm. 1979. 12. Starr. B. og Goldstein. H.: Human Development and Behavior. Kafli 14. bls. 276—301. Springer Publishing Comp.. New York. 1975. 13. Vander. A. et al: Human Physiology. 3rd Edition, McGraw-HiIl Book Company. New York. 1980. Tímaritsgreinar 14. Candon. P.: „Pain Relief. the Nurses Role." Nursing Times. June 12. 1980. bls. 1052-1054. 15. Crow. R. og Hayward, J„ Ed.: „Coping with Pain." Nursing, May 1979. bls. 55-99. 16. DiBlasi. M. og Washburn. S.: „Using Analgesics Effectively." American Journal of Nursing, Jan. 1979. Vol. 79. no. 1. bls. 74-8. 17. Gever. L.: „Brompton Mixture." Nursing, May 1980, Vol. 10. 18. Guðni Þorsteinsson: „Sársauki. kvalir og þjáningar." Geðvernd, 1. hefti 1981. bls. 42-47. 19. Guðrún Pétursdóttir: „Sársauki." Fréttabréf um heilbrigðismál, 2. tölu- blað 1980. bls. 29-34. 20. Jacox. A.: „Assessing Pain." American Journal of Nursing, May 1979. Vol. 79, no. 5, bls. 895-900. 21. Kristinn Guðmundsson: „Sársaukastill- andi aðgerðir á sjúkl. með illkynja sjúk- dóma." Lœknaneminn, apríl 1973. bls. 27-30. 22. Leung, J.: „Terminal Pain — I." Nursing Times, June 12. 1980. bls. 1050-1051. 23. Leung, I.: „Terminal Pain - 3." Nursing Times, June 26. 1980, bls. 1145-1147. 24. McCaffery, M.: „Patient Shouldn't Have to Suffer." Nursing 80. Vol. 10, no. 10. Oct. 1980, bls. 34-39. 25. McCaffery. M.: „Understanding Your Patient’s Pain." Nursing 80. Vol. 10, no. 9, Sept. 1980, bls. 26-31. 26. McCaffery, M.: „Undertreatment of Acute Pain with Narcotics." American Journal of Nursing, Oct. 1976. Vol. 78, no. 10, bls. 1586-1591. 27. Silman, J.: „Management of Pain, Reference Guide to Analgesics". American Journal of Nursing, Jan. 1979, Vol. 79, no. 1, bls. 74-78. 28. Vaterlaus, E.: „A Holistic Approach to Nursing, the Patient in Pain.“ The Canadian Nurse, June 1979, Vol. 75, no. 6, bls. 22-27. 18 HJÚKRUN ' J/b . 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.