Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 22
HUGARASTAND JAFNVÆG! Að vera afslappaður telst til kosta, eins og að vera grannur eða ríkur; það er alltaf metið til góðra eigin- leika. íþróttamenn temja sér það fyrir keppni og segja má að við þurfum öll á því að halda við ýmsar aðstæður. Ekki hvað síst sjúklingar á spítala. Þú getur kennt skjólstæðingi þínum afslöppun, en ekki fyrr en þú hefur lært það sjálf og orðið honum (skjólstæðingnum) fyrirmynd. Að læra afslöppun krefst nokkurs erfiðis og þolinmæði í fyrstu. Afslöppun er sérstök þjálfun í æfingu vöðva, viðbragða og hugar. Raunveruleg afslöppun gefur mæl- anlega andlega og líkamlega holl- ustu og vellíðan. Afslöppunaræfingar byrja á þrem meginatriðum: réttri öndun, slökun á spennu vöðva í öllum líkamanum (einkum hnakka og axla) og ein- beitingu hugans. Rétt öndun er lykillinn að afslöpp- un. Þér finnst kannski broslegt að maður þurfi að læra að anda, en ef þú ert spennt eru miklar líkur á að þú andir rangt. Flest okkar gera það. Við öndum venjulega 16 sinn- um á mínútu og fyllum aðeins hluta af lungunum (ca. V3) með Iofti. Með þessari ófullkomnu öndun notum við aðallega brjóstkassann. Við rétta öndun á einnig að nota kviðvöðvana og gera öndun dýpri og hægari. Til að Iæra rétta öndun þarf afslöppun. • Sittu eða stattu í þægilegri stell- ingu og spennulaus (með lokuð augu). • Dragðu að þér andann gegnum nefið (með Iokaðan munn) á meðan þú telur upp að fjórum, láttu kviðinn þenjast út um leið. • Andaðu út í gegnum munninn á meðan þú telur upp að átta (ef þér finnst það truflandi að telja getur þú sleppt því fyrst um sinn). • Haltu hönd þinni á kviðnum til að fylgjast með takt andardrátt- arins þegar þú hefur fundið hvernig inn- og útöndun verður hægari og dýpri, settu þá hendur þínar á brjóstkassann og þú munt finna hvernig hann þenst út og dregst saman. Þegar þú hefur lært að anda farðu þá að gefa gaum að spennu í öxlum, hnakka og kjálkum. • Opnaðu munninn lítið eitt, láttu tunguna hvíla við neðri góm og láttu hugann segja spennu að hverfa frá þessum stöðum um leið og þú andar djúpt. • Taktu eftir spennu í koki við að kyngja og láttu þá vöðva vera mjúka og afslappaða. • Haltu bol þínum uppréttum, þó þægilega. Láttu hökuna síga niður á bringu. Lyftu höfðinu aftur, láttu það síga aftur á bak og lyftu því svo aftur. Endurtaktu þetta í takt við inn- og útöndun. 20 HJÚKRUN l - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.