Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 32
Upplýsingar um lán- veitingar og lífeyris- sjóði hjúkrunarkvenna Hverjir eiga rétt á láni? Greiðandi sjóðfélagar eiga rétt á láni úr lífeyrissjóðn- um, er þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í 272 ár, miðað við fullt starf eftir að námi lýkur. Þó er metinn sá tími er greitt hefur verið í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hver sá sjóðfélagi, sem á að baki tíu ára iðgjalda- greiðslur, á lánsrétt þó hann sé þá eigi lengur greið- andi í sjóðinn. Lífeyrisþegar njóta sama lánsréttar og aðrir sjóð- félagar. Hver sá sjóðfélagi, sem greitt hefur upp eldra líf- eyrissjóðslán sitt, á rétt á fullu láni að nýju, þegar liðin eru fimm ár frá uppgreiðslu, enda hafi hann greitt iðgjöld til sjóðsins sama tíma eða hafi tíu ára ið- gjaldagreiðslu að baki. Lánsfjárhæö og lánskjör Hámark lánsfjárhæðar er nú kr. 300.000.00. Lánin eru veitt til 25 ára, með 5% vöxtum (breytilegum eftir ákvörðun sjóðstjórnar) og fullri verðtryggingu skv. lánskjaravísitölu. Verötrygging Lán er veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Leyfð eru önnur lán á undan láni frá lífeyrissjóðnum, en hvorki fjárnám né lögtak. Þó mega önnur lán og lán frá líf- eyrissjóðnum samanlagt aldrei fara fram úr 50% af brunabótamatsveði eignarinnar eða 65% af mats- verði trúnaðarmanns sjóðsins. Hús í smíðum telst veðhæft sé lagt fram fokheldis- vottorð og brunatryggingavottorð, sem ber með sér hvert sannvirði hússins er, enda sé það staðfest með sérstakri áritun. Að öðrum kosti má styðjast við matsgjörð Veðdeildar Landsbanka (slands eða láta framkvæma sérstakt mat á eigninni. Sjóðstjórn má hverju sinni láta matsmann sinn meta fasteign, telji hún sérstaka ástæðu til þess, enda skal það ávallt gert ef um ósamþykkt íbúðarhúsnæði er að ræða. Lánsumsókn og afgreiösluháttur Lánsumsókn skal vera skrifleg, og ef unnt er skal fylgja veðbókarvottorð og brunabótamat þeirrar fast- eignar, sem umsækjandi hyggst setja að veði fyrir láninu. Afgreiðslufrestur lífeyrissjóðsláns er nú minnst sex mánuðir, frá því að umsókn berst til sjóðsins. Mikilvægt er, að lánsumsóknir séu skýrar og greinar- góðar og veiti fullnægjandi upplýsingar um umsækj- anda, svo sem fullt nafn, heimilisfang og nafnnúmer. Uppgreiösla Lánþegi má greiða upp lán sitt hvenær sem er á lánstímabilinu, ef hann óskar þess. Hjúkrunarfélag íslands fjallar um kjara- skerðingu og skort á hjúkrunarfræðingum Hinn árlegi fulltrúafundur Hjúkrunarfélags íslands fór fram 2. og 3. maí sl. Fundinn sátu 56 kjörnir fulltrúar af öllu landinu, sem samþykktu ályktanir varðandi það geigvænlega ástand sem ríkir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa við heilbrigðisstofnanir. Jafnframt sendi fundurinn frá sér mótmæli gegn hinni miklu kjaraskerðingu sem átt hefur sér stað. Ályktanirnar voru svohljóðandi: • Fundurinn mótmælir þeirri miklu kjaraskerðingu sem orðið hefur, og leggur áherslu á að í næstu samningum verði lögð megináhersla á að launa- kjör verði bætt og að kaupmáttur launa verði tryggður. • Skortur er á hjúkrunarfræðingum til starfa við heil- brigðisstofnanir. Lág laun, núverandi vaktafyrir- komulag og mikið vinnuálag eru meginorsakir fyrir því hve illa gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Fundurinn skorar því á stjórnvöld, í samvinnu við hjúkrunarstjórnir, að gera ráðstafanir til þess að ráða bót á því ástandi er nú ríkir. Einnig leggur fundurinn áherslu á það, að fulltrúar hjúkrunarstéttarinnar verði með í ákvarðanatöku um málefni stéttarinnar. Fjöldi annarra mikilvægra málefna voru til umfjöll- unar á fundinum og mikil samstaða ríkti. Stjórn félagsins skipa: Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður, Pálína Sigurjónsdóttir, varaformaður Hólmfríður J. Geirdal, ritari Guðrún Karlsdóttir, gjaldkeri. Varamenn: Oddný Ragnarsdóttir og María Gísladóttir. Auk þeirra skipa félagsstjórn formenn allra svæðis- deilda félagsins á landinu.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.