Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 33
sem hafa „frjálslynda" afstöðu til fóstureyðingar, telja hana siðferðilega réttmæta og líkja henni við það að fjarlægja meinsemd eða aðskotahlut úr líkama konunnar. Ef til vill munu fáir lýsa sig fúsa til að fallast án fyrir- vara á aðra hvora þessara skoðana sem hér eru nefnd- ar. Samkvæmt ströngu íhaldssjónarmiði getur fóstur- eyðing vefið réttmæt sem algjör neyðarráðstöfun, t. a. m. þegar hvorki fóstri né móður er hugað líf ef ekkert er að gert. Samkvæmt frjálslyndum skoðunum getur fóstureyðing einnig verið óréttmæt. t. a. m. ef móðirin stofnar bersýnilega eigin lífi í hættu með að- gerðinni og engin rök mæla með henni nema augna- bliks-geðþótti konunnar. Hér er ekki unnt að taka fyrir slík einstök tilfelli enda er ókleift að ræða þau svo að nokkurn lærdóm megi draga af nema með hliðsjón af ákveðnum meginsjónarmiðum til fóstureyðinga. Dæmi um ófullnœgjandi rökfœrslur Hvernig má nú rökstyðja þessar ólíku skoðanir? Áður en við rekjum nokkur mikilvæg rök sem fyrir þeim hafa verið færð skulum við huga að algengum en ófullnægj- andi röksemdum. Rök eru það sem rennirstoðum und- ir tiltekna skoðun; það verða því að vera bein tengsl milli þess sem skoðunin kveður á um og staðhæfingar- innar sem á að styðja hana og gæta verður þess að skýra þessi tengsl vel. Einfalt dæmi um ófullgild rök gegn fóstureyðingu er t. a. m. sú staðhæfing að Guð gefi öllu líf og ætli öllu sem lifir sérstakt hlutverk. Þess vegna sé með fóstureyðingu gripið inn í áform Guðs með sköpuninni og slíkt sé siðferðilega óréttlætan- legt. Gallinn við þessa rökfærslu er að hún er reist á umdeildri og umdeilanlegri forsendu trúarlegs eðlis. En jafnvel þó að fallist væri á hina trúarlegu forsendu, þá er niðurstaðan engan veginn augljós, og ber margt til. Hér nægir að benda á að það getur tæplega verið í samræmi við vilja Guðs að við grípum ekki til varnar- ráðstafana þegar slys ber að höndum og getnaður á sér vissulega oft stað af slysni og mannleg slysni verður naumast flokkuð undir áform eða vilja Guðs nema að menn séu forlagatrúar, en slíkt er í Iitlu samræmi við kristna guðstrú. (Þessi andmæli eru vissulega að- finnsluverð en þau nægja til að sýna veilu í ályktun- inni.) Dæmi um ófullgild rök fyrir þeirri skoðun, sem við höfum kennt við frjálslyndi, gæti verið sú staðhæfing að ntenn hafi algjöran rétt yfir líkama sínum og megi gera eða láta gera við hann hvað sem þeim sýnist - og þess vegna sé fóstureyðing fýllilega réttlætanleg. Gallinn við þessa rökfærslu er hversu mörgum spurningum hún svarar á einu bretti og án nokkurra fyrirvara. Er t. a. m. fóstur hluti af líkama konu á sama hátt og aðrir líkamshlutar? Augljóslega ekki. En í hvaða skilningi nákvæmlega er þá fóstur hluti af líkama konunnar? — Og eins má spyrja: Er réttur manns yfir líkama sínum takmarkalaus? Er siðferðilega heimilt að limlesta sjálf- an sig, svipta sig lífi eða gera sig að líkamlegum aum- ingja? Og hvenær hafa ekki þær athafnir, sem ég virðist eingöngu beina að sjálfum mér, jafnframt áhrif á aðra og skuldbinda mig siðferðilega gagnvart öðrum? Enginn skyldi þó draga þá ályktun af þessum dæmum að yfirleitt megi ganga að fullgildum rökfærslum vísum þegar ólíkar eða öndverðar skoðanir takast á í siðferði- Iegum efnum. Röksemdirnar og rökfærslurnar eru í þessum efnum sem öðrum mismunandi góðar eða gild- ar eða beinlínis slæmar eða rangar. Eina leiðin er sú að rökræða og reyna að komast að sem traustustum niður- stöðum. Deilur manna um siðferðileg efni eru einmitt til marks um þá sannfæringu þeirra eða trú að til séu réttar niðurstöður mála í þessum efnum og að unnt sé að komast að þeim eða a. m. k. að nálgast þær verulega í flestum tilfellum. Stundum virðist þó með öllu ókleift að komast að öruggri niðurstöðu sem menn geti orðið sammála um að sé sú hin rétta. En ósamkomulag ntanna í þessum efnum stafar þó miklu oftar af hinu að þeir hafa ekki krufið vandann sem skyldi og hafa bund- ið sig við tilteknar vafasamar skoðanir sem þeir sjá ekki út fyrir, eru jafnvel í því hugarástandi að þeim sé ómögulegt að sjá og meta nokkur rök. öndverð sjónarmið Lítum nú aftur á vandann í sambandi við réttlætingu. Við höfum fyrir okkur tvö sjónarmið sem virðast önd- verð og við viljum huga að helstu rökunum fyrir hvoru sjónarmiðinu fyrir sig. En fyrst þurfum við að gera okkur ljósa grein fyrir hvað felst í viðkomandi skoð- unum. Hvað greinir menn á um? Eins og skoðunum hefur verið lýst er ágreiningurinn fólginn í því hvort leggja megi fóstureyðingar að jöfnu við manndráp eða hvort slíkur samjöfnuður sé rangur. Meginrök þeirrar skoðunar sem við höfum kennt við íhaldssemi eru þau að fóstur sé mannleg vera og fóstur- eyðing jafngildi því manndrápi. Nánar útfært má segja að rökfærslan sé þessi: (1) Fóstur er mannleg vera; (2) Slíkar mannlegar verur eru saklausar af öllum glæpum, þær hafa ekkert gert á hlut þeirra sem ala þær eða á hlut þjóðfélagsins; (3) Til að réttlæta það að þeim sé útrýmt eða eytt verður að finna samkvæmar siðareglur eða lögmál; (4) Öll hliðstæð tilfelli verða að falla undir þessar reglur, og siðalögmál sem réttlættu það að eyða ófæddu barni yrðu þá jafnframt að réttlæta það að ný- fæddu barni væri útrýmt; (5) Ekkert getur réttlætt það að saklaust nýfætt barn sé svipt lífi. Niðurstaðan er því sú að engar siðareglur geti heldur réttlætt það að fóstri eða ófæddu barni sé eytt. Hver eru nú rökin fyrir skoðun þeirra sem eru með- mæltir fóstureyðingum? (1) Gera verður greinarmun á HJÚKRUN ' -2Aj - 61. árgangur 27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.