Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Síða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Síða 34
fóstri og fullgildri mcmneskju, líkt og gera verður grein- armun á frækorni og blómi1.- (2) Fóstrið, sem ekki er fullgild manneskja, hefur ekki sama rétt til lífsins og aðrar mannlegar verur; (3) Kon- an sem fullgild manneskja hefur yfirráðarétt yfir líkama sínum og hverju hún veitir viðtöku í honum; (4) Kona hefur því siðferðilegan rétt til að láta eyða fóstri sínu, það er hennar einkamál. Þær rökfærslur, sem hér hafa verið mjög stuttlega rakt- ar, hvíla bersýnilega á svo ólíkum forsendum að ætla má að sjónarmiðin séu með öllu ósættanleg. Það er þó ekki þar með sagt; víða þar sem þessi mál hafa verið rædd til þrautar hafa menn náð langt í því að setja niður ágreining sinn og komast að einni sameiginlega rökstuddri niðurstöðu. Annars vegar hvílir áherslan á því að vernda rétt fóstursins eða barnsins til lífsins, hins vegar hvílir áherslan á því að vernda sjálfsákvörðunar- rétt konunnar. Annars vegar er lögð áhersla á það að maðurinn eigi upphaf sitt í náttúrunni og það sé því rangt að ætla fullveðja manneskju rétt til að svipta sak- lausa mannveru, eða mannveru í mótun. lífi, þar sem báðar hafi frá náttúrunnar hendi samskonar rétt til lífs- ins. Hins vegar er svo lögð áhersla á sérstöðu hinnar fullveðja manneskju, möguleika hennar og rétt gagn- vart náttúrunni, þ. á m. rétt gagnvart eigin fóstri. Til að glíma við þennan vanda þarf að leita svara við ýmsum spurningum á borð við eftirfarandi: í hverju er „rétturinn til lífsins“ fólginn? Og hvað merkir slíkur réttur þegar ófætt barn eða fóstur á í hlut? — í hverju er „sjálfsákvörðunarréttur“ manna fólginn? Hvað felst nákvæmlega í þeim rétti þegar þunguð kona á í hlut? - Og hvað felst í því að vera „manneskja"? Hefur „manneskjan" einhver sérstök réttindi umfram allt annað sem lifir í ríki náttúrunnar? Þessar spurningar og aðrar hliðstæðar þeim rísa einnig upp, eins og við munum sjá, þegar glímt er við önnur mikilvæg siðferðileg úrlausnarefni, svo sem spurning- una um siðferðilegt réttmæti líknardrápa sem nú verð- ur stuttlega rædd. 2. Um líknardráp Með líknardrápi er yfirleitt átt við það að sjúkum og þjáðum manni er styttur aldur á sársaukalausan hátt, yfirleitt til að forða honum frá frekari þjáningu eða frá lífi sem er öldungis marklaust eins og þegar menn eru í dái og lítil von til þess að þeir öðlist nokkurn tíma ráð og rænu. 1. Hér verður ekki rætt um skiptar skoðanir á því hvenær einstak- lingur verður til eða fóstrið verður mannvera. Upphaf mannver- unnar eða hugsanlegrar mannveru verður við getnað, öðrum tímamörkum er allerfitt að slá föstum. Við getnað eða frjóvgun verður til ný fruma sem hafur í sér fólgna eigin vaxtarmöguleika, og spurningin er hvort þennan einstakling sem lifir í og á öðrum einstaklingi megi svipta lífi; spurningin hvenœr slíkt megi gera rís ekki upp nema að fengið sé jákvætt svar við þeirri spurningu. Þetta almenna orðalag, sem hér er viðhaft um líknar- dráp og almennt tíðkast. er að einu leyti villandi. Það gefur í skyn að unnt sé að segja nákvæmlega í hverju verknaðurinn að fremja líknardráp sé fólginn. Slíkt kann að vera erfitt að gera á ótvíræðan hátt og gildir hér annað en þegar um fóstureyðingar er að ræða./Þó að fóstureyðingu megi framkvæma á ýmsa vegu þá er yfirleitt augljóst hver verknaðurinn er og hvaða athafn- ir megi flokka undir fóstureyðingar. Þegar unt er að ræða líknardráp er vandinn í fyrstu sá að skýra nákvæmlega í hverju það er fólgið. Auðvelt er að nefna einstök ótvíræð dæmi um líknardráp, t. a. m. þegar maður. sem á vísan dauðdaga og þjáist óbærilega er sviptur lífi að eigin ósk með byssukúlu eða lyfjagjöf, eða þegar hætt er við aðgerð sem útlit er fyrir að geti lengt lífdaga sjúklings sem haldinn er ólæknandi mein- semd og kýs sjálfur að deyja fremur en halda áfram erfiðri sjúkdómslegu. Þessi dæmi eru þó ólík. Annars vegar er um tiltekna aðgerð að ræða til að stytta manni aldur, hins vegar er um aðgerðarleysi að ræða, og gera má því greinarmun á beinu líknardrápi og óbeinu. En í báðum dæmunum er eitthvað gert eða látið ógert sem á að vera þeim sem í hlut á til góðs og jafnframt að hans eigin ósk. Nú er auðvelt að hugsa sér dæmi um annars konar líknardráp, en það er þegar verknaðurinn er fram- kvæmdur. beint eða óbeint, án þess að maðurinn hafi sjálfur óskað þess. Getur þá ýmist verið. að hann sé í því ástandi að hann er ekki fær um að láta í ljós neinar óskir eða hefur ekki verið spurður. í slíkum tilfellum getur verið erfitt að skera úr um það hvort verknaðinn eigi ekki fremur að flokka undir morð en líknardráp enda er ýmist talað um líknarmorð, líknardráp og líkn- ardauða. Orðið líkn ber hins vegar með sér að í öllum þessum ólíku tilfellum er um að ræða verknað sem á að vera til góðs fyrir þann sem fyrir honum verður. En hvernig er unnt að skera úr um það hvenær dauði manns er honum sjálfum fyrir bestu? Með öðrum orð- um: Hvenær er lífið ekki þess virði að því sé lifað og dauðinn því ákjósanlegri? Geta aðrir en maður sjálfur nokkurn tíma verið í aðstöðu til að meta slíkt? Spurningin um líknardráp er augljóslega nátengd spurningunni um réttmæti sjálfsmorðs. í sumum tilfell- unt getur jafnvel verið erfitt að greina þar á milli. Það þarf ekki að vera mikill munur á því að útvega manni tæki til að stytta sér aldur og hinu að fjarlægja ekki slík tæki ef maður veit að hann hyggst beita þeim. Og er ekki óljós munur á því að eiga hlutdeild í því að maður styttir sér aldur og hinu að stytta manni aldur að hans eigin ósk? Þessi munur getur þó skipt sköpum þegar ákvarða skal hvers eðlis verknaðurinn er. Astæðan til þess að hér hefur verið staldrað við spurn- inguna um verknaðinn sjálfan, fremur en einstök mikil- 28 HJÚKRUN 1 2/4s - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.