Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Síða 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Síða 35
Pað er erfitt að vera veikur og einmana. væg sjónarmið eða skoðanir sem menn hafa á honum, er sú að þetta dæmi sýnir vel hversu gífurlega erfitt getur verið að segja nákvæmlega til um það hvaða mannlegar athafnir beri að skoða sem þennan tiltekna verknað. Jafnvel sömu athöfn virðist stundum vera hægt að flokka undir morð og kærleiksverk. En getur morð nokkurn tíma verið kærleiksverk? Getur verkn- aður sem er rangur frá réttlætissjónarmiði verið talinn góðverk? Og hvort skal ráða úrslitum réttlætið eða kærleikurinn, ef þau stangast á í einstöku tilfelli? í kristnu siðferði er kærleikurinn talinn hin æðsta dyggð og liggja öllu siðferði til grundvallar. En þar með er ekki sagt að verknaður sem brýtur í bága við réttlæti geti nokkurn tíma verið flokkaður til kærleiksverka. Manndráp geta verið réttlætanleg í neyð sem algjör varnarráðstöfun þegar öðru mannslífi eða mannslífum er ógnað en slíkt gerir þau ekki að kærleiksverkum. Eigi manndráp nokkurn tíma að geta talist til kærleiks- verka, þá er forsenda þess sú að verknaðurinn brjóti ekki gegn réttlætinu en sú forsenda er að sjálfsögðu ekki nœgileg. En hugum nánar að einu meginatriði: Rétti mannsins til lífs og dauða. Á ekki einstaklingur, sem á rétt á lífi, jafnframt rétt á dauðal Mér er ekki grunlaust um að niargir vilji réttlæta líknardráp (beint eða óbeint, en gert að vilja mannsins sjálfs) með því að leggja í einu og öllu að jöfnu rétt manns til að lifa og rétt hans til að deyja. Því væri þá haldið fram að á sama hátt og maður eigi rétt á hjálp annarra til að lifa, þá eigi maður einnig rétt á hjálp þeirra til að deyja: Ef öðrum er skylt að hjálpa mér til að lifa þegar líf mitt er í hættu, hafa þeir þá ekki sams konar skyldu til að hjálpa mér til að deyja þegar ég tel líf mitt ekki lengur þess virði að því sé lifað (og tel mig hafa fullgild rök fyrir því)? Ef þessu er svarað jákvætt virðist fundin réttlæting fyrir líknar- drápi. Þessi rök virðast óneitanlega vera mjög sterk því að ekkert fær svipt manninn frumstæðasta rétti hans til lífs og dauða — nema þá hugsanlega líf og dauði annarra þegar líf hans eða dauði ógnar þeim. En málið er fjarri því að vera svo einfalt. Hér verður fyrst að huga að því hvað felst í orðunum „réttur til að deyja“. Það má nefnilega leggja tvenns konar skilning í þetta orðalag og þetta tvennt er ger- ólíkt, kann jafnvel að stangast á. í fyrra lagi getur verið átt við réttinn til að ákveða og skipuleggja eigin dauð- daga; í síðara lagi getur verið átt við réttinn á því að vera ekki sviptur eigin dauðdaga, ef svo má komast að orði. í fyrra tilfellinu er ókleift að greina réttinn til að deyja frá rétti manns til að svipta sig lífi. Rétturinn til sjálfs- morðs er umdeildur og umdeilanlegur af mörgum ástæðum. En frelsi til að hafna eigin lífi er manni þó gefið með eigin lífi, þó svo að það sé umdeilanlegt HJÚKRUN l !/ii3 - 61. árgangur 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.