Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 39
sjálfstæða og rökstudda siðfræðikenningu. Boðskapur hans miðar að því að hrista upp í siðferðishugmyndum manna, fá þá til að endurskoða allar viðteknar reglur og viðhorf og skoða heiminn í algerlega nýju ljósi — í ljósi kærleika og réttlætis sem ekki er af þessum heimi og Kristur segist opinbera mönnum. Rökin fyrir því sem hann segir eru hann sjálfur og ekkert annað. Svo að eitt dæmi sé nefnt þá kennir Kristur lærisvein- um sínum að þeir eigi ekki að hlýða réttlætisreglunni ,,auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“. heldur bjóða fram hina kinnina séu þeir slegnir á þá hægri. Slíkt er greini- lega ekki réttlætisregla. heldur eitthvað allt annað. Réttlætið sem Kristur boðar með þessum orðum og mörgum öðrum áþekkum gengur þvert á almennan siðferðilegan hugsunarhátt og viðteknar siðareglur, og hinn „siðferðilegi“ boðskapur hans er jafn þverstæðu- kenndur nú á dögum og hann var á sínum tíma. Ástæð- an, ef ástæðu skal kalla, er sú að réttlætið sem Kristur boðar er réttlæti ,.í ríki Guðs“ sem er veruleiki í hjört- um þeirra sem trúa. Og orð Krists verða því ekki skilin og túlkuð í anda hans nema með hliðsjón af þeirri trú- arlegu forsendu að hann sé sonur Guðs og sendur í heiminn til að boða mönnum að „guðsríki sé í nánd". Þessi boðskapur varðar vissulega mannlegt siðferði; en það er tvennt ólíkt að beita honum sem opinberuðum mælikvarða á mannlegt siðferði og skoða og meta siðferðið í ljósi hans. Hitt er svo annað mál að margir hafa spreytt sig á því að lesa ákveðna siðalærdóma útúr Biblíunni og leggja grundvöll að siðakerfi handa kristn- um mönnum og slík siðakerfi, sem eru hluti kristilegs siðferðis, eru gjarnan nefnd siðfrœði. Siðfræðin væri þá safn af reglum eins og „þú skalt ekki drýgja hór“, „þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“, „þú skalt halda hvíldardaginn heilagan“. En það er auðvitað afar villandi að segja að boðorð og lífsreglur af þessu tagi séu siðfræði: Boðorðin og lífsreglurnar eru meðal við- fangsefna siðfræðinnar, og það að leggja fræðin að jöfnu við reglurnar — og siðfræðina að jöfnu við sið- ferðið — er til þess eins fallið að valda misskilningi og ruglingi. Á liðnum öldum og fram til þessa dags hafa fræðimenn, bæði kristnir og ókristnir, lagt stund á siðfræði og reynt að Ieggja grunn að ýmsum og ólíkum kenningum um forsendur mannlegs siðferðis. En það er sjaldnast unnt að finna í boðskap Krists nokkurn mælikvarða á það hvaða kenningar þeirra verðskuldi öðrum fremur að kallast kristilegar eða andkristilegar. Bæði kristnir og ókristnir fræðimenn hafa sótt ýmsar hugmyndir til kristins boðskapar og rætt um þær og deilt. En þeir hafa yfirleitt ekki rökstutt mál sitt með því að skírskota til sanninda sem væru óumdeilanleg vegna þess að þau væru opinberuð okkur af Guði. Slíkur er oft málflutn- ingur prédikara og trúboða en ekki þeirra sem fást við úrlausnarefni eftir leiðum mannlegrar skynsemi og fræða. Meginrökin fyrir því að tengja siðfræðirit við kenningu Krists og tala um kristilega siðfræði — í stað þess að tala blátt áfram um siðfræði — eru þau að siðferði okkar (ekki síst siðareglur) er mjög mótað í anda þeirra hug- mynda sem þróast hafa í kristnum sið. f siðferðilegum efnum hefur kirkjan verið mótandi afl um aldir og er enn. Siðferði manna, hvort sem þeir játa kristna trú eða ekki, er gegnsýrt af hugmyndum, siðum og viðhorfum af kristilegum toga. Og hafi menn aðrar hugmyndir eða skoðanir í siðferðilegum efnum en þær sem kristnir menn aðhyllast, þá halda þeir þeim yfirleitt fram and- spænis eða með hliðsjón af hugmyndum eða skoðunum sem kenndar eru við kristni. Hið „kristna siðferði“ er þannig til viðmiðunar — hvort sem við lifum í blindni eftir því, viljum brjóta það til mergjar eða rísum gegn því. Af þessum sökum er eðlilegt að semja siðfræðikver þar sem öðru fremur er skírskotað til orða Krists og þess fordæmis sem hann gaf með lífi sínu og dauða. En að því tilskildu að gerður sé greinarmunur á trú og sið- frœði. Siðfræði verður ekki reist á neinni forsendu ann- arri en þeirri að til eru mikilvæg úrlausnarefni varðandi breytni manna, ákvarðanir og líferni sem menn komast ekki hjá að glíma við og reyna að leysa eftir bestu getu. Sérhver skipuleg umrœða um slík úrlausnarefni þar sem menn Ieitast við að komast að réttum niðurstöðum er siðfræðileg. Eigi þess að vera nokkur kostur að stofna til slíkrar umræðu þá verða menn að vera reiðu- búnir til að rœða ólíkustu viðhorf og jafnframt að nota ekki sannfæringu sína sem rök fyrir einhverju viðhorfi. Þar með er ekki sagt að siðfræðin úthýsi sannfæringu manna! Öðru nær: í siðfræði mætast hinar ólíkustu sannfæringar og viðhorf af ýmsum toga, ekki síst trúar- legum og stjórnmálalegum. En siðfræðin sem slík er ekki háð neinum tilteknum trúarlegum eða stjórnmála- legum skoðunum þó að í raun séu margvísleg tengsl á milli allra þessara sviða eða vídda mannlífsins. En það er afar mikilvægt að geta haldið þessum sviðum að- skildum og ætla sér ekki að grundvalla eitt á öðru. Og hvað okkar viðfangsefni snertir sérstaklega, þá ber að varast að ætla að reisa siðferðið á trúarlegum forsend- um einvörðungu. Helgi lífsins Þessu til skýringar vil ég taka eitt umdeilt dæmi: helgi lífsins. Samkvæmt kristnum boðskap er helgi lífsins afarmikilvægt trúaratriði: Guð einn hefur vald yfir líf- inu sem hann hefur gefið okkur. - Nú er þessi hug- mynd um helgi lífsins augljóslega mjög mikilvæg hvað siðferðilegar skoðanir og ákvarðanir varðar. En segjum HJÚKRUN >■-*tis - 61. árgangur 33

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.