Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 42

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 42
SIGÞRÚÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, formaður HFÍ Siðfiœðileg uiðhoif í heilsugœslu og hjúkrun Það er virðingarvert framtak hjá stjórn Samtaka heilbrigðisstétta að boða til umræðu um siðfræðileg málefni, málefni sem oft brenna á okkur er störfum innan heilbrigðis- þjónustunnar. Þegar formaður samtakanna fór þess á leit við mig að hafa hér fram- söguerindi um siðareglur hjúkrun- arfræðinga, fannst mér ábyrgðin þung. Hér er um að ræða vanda og viðamikinn þátt í okkar starfi sem oftar þyrfti að ræða. Ég hef haft samráð við hjúkrunarfræðinga í ýmsum sérgreinum hjúkrunar við að semja erindið og kann þeim bestu þakkir fyrir. Siðfræðileg viðhorf í heilsugæslu og hjúkrun hafa undanfarin ár verið mikið rædd. Rekja má umræðuna aftur til Núrn- berg réttarhaldanna eftir seinni heimsstyrjöldina, en þar varð heim- inum Ijós vitfirring nasismans; áður hafði haldið nokkuð vel grundvall- aratriði Hippokratesar, þetta „að gera hið góða og forðast að gera skaða.“ Síðan í kjölfar stórkostlegra upp- finninga og tækni vísinda hafa sið- fræðileg vandamál risið sem við, bæði sem manneskjur og fagfólk, hljótum að þurfa að taka afstöðu til. Þróun innan eðnsfræðinnar leiddi til atómsprengjunnar; við ráðum í dag yfir öflum er geta Eftirfarandi erindi var flutt á ráðstefnu samtaka heilbrigð- isstétta í maí 1984. Fjölmörg erindi og ávörp voru flutt á ráðstefnunni sem fjallaði um ,,siðareglur heil- brigðisstétta“. grandað mannkyninu. Þróun innan heilbrigðisvísinda gerir það að verkum að í dag er hægt að grípa inn í lífshringinn með oft ófyrirsjá- anlegum afleiðingum til góðs eða ills. Ábyrgð okkar er stór því við byggjum bæði á þekkingu og reynslu; ættum því að geta tekist á við viðfangsefnin. En ekki er nóg að hafa menntun, við þurfum líka að hafa það sem ég vildi kalla siðmenntun. í gegnum innsæi og sjálfsþekkingu öðlumst við mannþekkingu. Sókrates sagði: „Þekktu sjálfan þig, þekking er dyggð, dyggðin gerir mennina góða.“ Mannskilning öðlumst við með skilningi og þekkingu á mannlegu eðli. Siðfræðileg þekking, lífsgildi og manngildishugsjón vega því þungt. Markmið hjúkrunar í dag er að stuðla að hámarksvellíðan einstakl- inga, fjölskyldna og samfélaga. Starfssviði hjúkrunarfræðinga má skipta í þrennt: 1) umönnun 2) stjórnun 3) leiðbeiningu - kennslu. Hugtakið umönnun er jafngamalt manninum, þjóðir til forna stóðu margar hátt hvað varðaði heilsu- bætandi aðgerðir. Fór það eftir menningarástandi hverju sinni; þó má ætla að þeir sem hjúkruðu hafi verið konur og þrælar. Með fæðingu Krists og hinnar kristnu lífsskoðunar breytast þessir hlutir, allir skyldu verða jafnir hvað mannréttindi varðaði og sýna í verki mikilvægi þess að hjálpa öðr- um. Er fram liðu stundir öðluðust nunnur og munkar t. d. mikla þekkingu á lækningamætti jurta. Kringum árið 1700 fara síðan lærð- ir læknar að láta meira að sér kveða í meðhöndlun sjúkdóma og fyrir- byggingu; einnig hjúkrunarkonur og fleiri er töldu umbóta þörf í því myrkri er ríkti í heilbrigðismálum Evrópu á þessum tíma. I dag stöndum við frammi fyrir því að heilbrigðisþjónustan hefur þan- ist út, starfssvið þeirra stétta sem fyrir voru hefur breyst og aukist til muna. Hvað hjúkrunarstarfið 36 HJÚKRUN '■‘‘M - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.