Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 43
áhrærir hefur leiðbeininga— kennsluþátturinn ásamt hinu stjórnunarlega aukist; á það jafnt við innan sem utan veggja sjúkra- húsanna. Jafnframt hafa aðrar stéttir haslað sér völl innan heil- brigðisþjónustunnar. Ég mun nú leitast við að koma inn á þá þætti sem leita á hugann og rétt er að ræða í umræðu sem þessari. Slíkt verður aldrei tæmandi en gæti e. t. v. vakið fólk til umhugsunar og opnað leið fyrir frjóar umræður okkar á milli. Samkvæmt siðareglum er voru samþykktar á fulltrúaráðsfundi Al- þjóðasambands hjúkrunarkvenna í Brasilíu 1953 er grundvallarskylda hjúkrunarkonu þríþætt: að vernda líf að lina þjáningu að efla heilbrigði. Árið 1973 eru siðareglurnar endur- skoðaðar og nú er hlutverk hjúkr- unarfræðinga fjórþætt: að efla heilbrigði að sporna við sjúkdómum að bæta heilsu að lina þjáningar Það sem athygli vekur er að greinin um að vernda líf sem ein af grund- vallarskyldum hjúkrunarfræðinga er tekin út. Ástæðuna má e. t. v. rekja til breyttra viðhorfa og rýmk- unar á lögum um fóstureyðingar sem svo mjög ruddu sér til rúms á þessum árum. Nú stendur í siða- reglunum „að í hjúkrun sé fólgin virðing fyrir lífi og mannhelgi". Hvað sé líf er óskilgreint. Hér sem annarsstaðar hefur fóstur- eyðingum fjölgað mikið með rýmk- un á löggjöfinni. Fólk hefur mjög misjafna skoðun á þessum hlutum, og eru það hinar félagslegu aðstæð- ur er mörgum þykja teygjanlegar. Fyrirbygging þungunar með fræðslu að leiðarljósi er það sem Hjúkrunarfélag íslands hefur lagt ríka áherslu á. Siðfræði tengd kyn- lífi gleymist því miður oft en það er þungamiðja þess að einstaklingur- inn beri virðingu fyrir sjálfum sér. Að gera sér ljóst líka að kynlíf býður ekki aðeins upp á hættuna á þungun heldur einnig sjúkdómum, gleymist oft. Legvatnsrannsóknir eru í dag fram- kvæmdar í vissum tilvikum til að hindra að kona fæði vanskapað barn. Það er vitað að eitt vanskap- að barn kostar þjóðfélagið fé og fjölskyldu ómældar sálarkvalir. Á barn með „spina bifida“ engan til- verurétt eða barn í blæðaraætt? Svo mætti lengi telja; þetta eru erfiðar spurningar og sjálfsagt að kona sem í hlut á hafi ákvörðunarréttinn. Siðfræði hjúkrunarfræðinga hlýtur því að verða sú að standa við hlið viðkomandi einstaklings og veita honum þann stuðning og vernd sem hann þarfnast hverju sinni. Að efla heilbrigði og bæta heilsu er sett sem fremsta markmið hjá bæði hjúkrunarfræðingum og læknum í dag, í þeirra siðareglum. En hvað er svo heilbrigði? Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar frá 1946 er það: „Fullkomin vellíðan til líkama og sálar við hina ákjósanleg- ustu samfélagshætti en ekki aðeins lausn frá sjúkdómum og vanlíðan.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa skilgreiningu og margar skoðanir komið fram. Flestar hall- ast að því að fullkomin vellíðan sé svo einstaklingsbundin; einstakl- ingar upplifi hana við mjög mis- munandi aðstæður og því raunhæf- ara að tala um þá hámarks vellíðan hverju sinni er einstaklingur geti náð. I siðareglum okkar segir: „hjúkrunarfræðingur á um- fram allt skyldum að gegna við þá sem þurfa hjúkrunar við.“ Mikilvægt er að einstaklingurinn sé meðhöndlaður sem einstaklingur en einnig að litið sé á hann í heild sinni og því umhverfi sem hann er hluti af. Þar kemur til réttur sjúkl- ingsins til eigin ákvarðanatöku hvað meðferð áhrærir hvort heldur hún er læknisfræðileg meðferð eða hjúkrunarfræðileg meðferð. HJÚKRUN l 2/is - 61. árgangur 37

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.