Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 50
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir í rœðustól er Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður HFÍ. - Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. Samstarf HFÍ og FHH Samstarfsnefnd Hjúkrunarfélags ís- lands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga gengust fyrir vinnudegi 26. apríl ’85 með 30 fé- lagsmönnum úr hvoru félagi. Til- gangur vinnudagsins var umræða aum frekara samstarf félaganna og sameiginleg stefnumörkun í málefn- um hjúkrunar á íslandi. Flutt voru framsöguerindi og unnið í vinnu- hópum. Samstarfsnefnd HFÍ og FHH sam- anstendur af þremur félagsmönnum úr hvoru félagi. Frá HFÍ: - Sigþrúður Ingimundar- dóttir, Hanna Þórarinsdóttir, og Jóna Guðmundsdóttir. Frá FHH: - Aðalbjörg Finnboga- dóttir, Helga Jónsdóttir og Ingibjörg Sigmundsdóttir. Tilurð þessarar nefndar eru þau að stjómir félaganna ákváðu í apríl ’83 að stofna nefnd er vinna skyldi að samstarfi og sameiningu þessara tveggja hjúkrunarfélaga. Nefndin var síðan skipuð framantöldum fé- lagsmönnum og hefur starfað síðan í febrúar ’84. Dagskrá vinnudagsins var: Kynning á Hjúkrunarfélagi íslands Sigþrúður Ingimundardóttir, for- maður Kynning áfélagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Aðalbjörg Finnbogadóttir, formað- ur Framsöguerindi: Hjúkrunarfræði - stéttarvitund Margrét Gústafsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, Borgarsp. Eining hjúkrunarfræðinga -félags- legur ávinningur Ingibjörg Einarsdóttir, deildarstjóri, Landspítala. Hópumræður. Unnið var í 9 hópum. Umræðuefni þeirra vom: 1. Hvemig skal staðið að samein- ingu FHH og HFÍ? 2. Stefnumótun í hjúkmn á íslandi - Ábyrgðarskylda: fagleg. stétt- arleg, þjóðfélagsleg. - Hlutverk hjúkmnarfræðinga í þróun heilbrigðismála á íslandi. Markmið sem fela í sér tímamörk og áætlun um hvemig þeim skal náð. Gestur Jónsson, lögfræðingur, var gestur fundarins og útskýrði hann á einfaldan hátt stöðu félaganna. Ályktun Ráðstefna hjúkmnarfræðinga í HFÍ og FHH 26. apríl 1985 ályktar: Samstarfsnefnd og stjómum beggja félaganna er falið að undirbúa til- lögur um sameiningu félaganna fyr- ir 1. maí 1986. Fulltrúafundur HFÍ og félagsfundur FHH fjalli síðan um tillögumar og taki ákvörðun, sem æðsta vald hvors félags. 44 HJÚKRUN '■•’/ts - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.