Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 10
undirstöðu sem kostar peninga. Hverri konu verði, að hennar mati, að vera tryggð 500 pund á ári til framfærslu ef hún eigi að hafa einhverja möguleika á því að skrifa skáldverk. Florence Nightingale var ein þeirra nítjándu aldar kvenna sem átti bæði peninga og sérherbergi. Hún var af auðugu fólki komin, hlaut mjög góða menntun, hafði ferðast víða um heiminn og lifði og hrærðist í samfélagi menntaðs fólks. Hún valdi að gifta sig ekki, heldur helga líf sitt endurbótum á sviði heilbrigðismála, m.a. þróun hjúkrunarstarfsins, sem hún áleit mikilvægan valkost fyrir konur til að geta lifað efnahagslega sjálfstæðu lífi utan hjónabands. Hún flutti til London þar sem hún tók á leigu íbúð en árlega fékk hún greidd 500 pund frá föður sínum. Hugmyndum sínum kom Florence Nightingale á framfæri í fjölmörgum bókum, bæklingum og ritum. Þær endurspegla víðtæka þekkingu og djúpan skilning þess sem hefur haft tíma til að hugsa og skrifa. En þrátt fyrir að Florence Nightingale hafi haft frelsi, sem fáar konur gátu vænst, fann hún engu að síður til þeirra takmarkana sem konum á Viktoríutímanum voru settar. Upp úr þrítugu skrifaði hún söguna Cassandra. Þar gagnrýnir hún stöðu kvenna í hinu viktoríanska samfélagi harðlega. Hún gagnrýnir valdaleysi kvenna, skort þeirra á möguleikum til að móta eigið líf vegna yfirráða feðra og fjölskyldu. Einnig gagnrýnir hún hina takmörkuðu sjálfsímynd kvenna, telur þær fyrst og fremst skynja sig sem hluta af félagslegum samböniium sem dætur, eiginkonur og mæður en ekki sem sjálfstæða einstaklinga. Loks lýsir hún yfir algjörri vanþóknun á hinu innihaldslausa og tilgangslausa lífi sem konur af efri stéttum f Englandi lifðu. Hún spyr: „Hvers vegna eru konur gæddar drifkrafti, gáfum og siðgæðiskennd þegar þeim er í raun meinað að nýta slíka hæfileika? “ (Nightingale, 1856/1979). Það var einmitt markmið hennar með hjúkrunarstarfinu að gefa konum tækifæri til sjálfstæðra starfa sem þær gætu mótað á eigin forsendum. í verkum sínum lagði hún grunninn að hjúkrunarstarfinu sem hún útfærði síðan í hjúkrunarskólanum við St. Thomas sjúkrahúsið í London sem stofnaður var árið 1860. Lagði hún m.a. mikla áherslu á að yfirstjórn hjúkrunarmenntunar væri í höndum forstöðukonu sjúkrahúsanna. Þrátt fyrir að Florence Nightingale hafi tekist að skilgreina og efla fagmenntun fyrir konur sköpuðust aldrei þær aðstæður í hjúkruninni sem Virginía Woolf taldi forsendu skapandi starfa og þróunar hugmynda. Þess í stað urðu reglusemi, hlýðni, stundvísi og vinnusemi þeir eiginleikar sem helst þóttu prýða góðan hjúkrunarnema. Vinnutími hjúkrunarnema var óheyrilega langur og bóknám þurfti iðulega að víkja fyrir skyldunni við sjúkrahúsið því í raun voru nemarnir starfsmenn þess. Þetta fyrirkomulag var sjúkrahúsunum mjög til hagsbóta en kom niður á menntun hjúkrunarkvenna. Fljótlega gerðu hjúkrunarkonur sér þó grein fyrir þessu og hófu baráttuna fyrir því að rjúfa tengslin við spítalana og flytja hjúkrunarmenntun inn í menntastofnanir þar sem sjálfstæði hennar væri tryggt. Núna getum við fagnað þeim mikla árangri sem náðst hefur við eflingu hjúkrunarmenntunar víða í heiminum. Menntun felur í sér gagnrýnið mat og endurskoðun á hugmyndum og áherslum. Því getur menntunin veitt þann grunn sem er forsenda þess að hjúkrunarfræðingar geti þróað hugmyndir um hjúkrun sem miðar að því að mæta þörfum þjóðarinnar á hverjunt tíma. En hún getur einnig verið afturhaldssöm og stuðlað að viðhaldi fyrirkomulags og hefða sem þjóna hagsmunum þröngra liópa (Freire, 1983). Á undanfömum árum hefur átt sér stað mikil umræða um / markmið, innihald og aðferðir í hjúkrunarmenntun. Hér á eftir fjalla ég um áhugaverða þætti þeirrar umfjöllunar og ræði á hvern hátt ég tel hana tengjast hjúkrunarmenntun á íslandi. Nýjar stefnur í hjúkrunarmenntun Árið 1985 skrifaði bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Terry Pitts tímaritsgrein í fagtímarit um hjúkrun þar sem hún heldur því fram að þrátt fyrir að hjúkrunarmenntun hafi færst á háskólastig og að hin formlega námsskrá miði að því að útskrifa sjálfstætt fagfólk, séu nemendur í raun gerðir óvirkir í námi sínu. Telur hún að samkvæmt hinni óformlegu og ósýnilegu en þó áhrifamiklu námsskrá sé markmið hjúkrunarmenntunar í raun að útskrifa afkastamikla starfsmenn sem þjóni stofnunum vel. Að hennar mati er lítil áhersla lögð á að þjálfa gagnrýna, skapandi hugsun hjá nemendum sem leitt geti til endurskoðunar á fyrirkomulagi og inntaki hjúkrunar (Pitts, 1985). Gagmýni hennar beinist ekki hve sfst að atferlisstefnunni sem mótaði hjúkrunarmenntun á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Atferlisstefnan hafði gífurleg áhrif á kennsluaðferðir víða á Vesturlöndum á þessu tímabili. Samkvæmt henni miðaðist menntun við að skilgreina og lýsa ^ ákveðnu atferli sem nemandinn átti að hafa á valdi sínu að námi loknu. Námsárangur byggði á því að mælanleg breyting á atferli hefði átt sér stað. Sú stefna, að miða fyrst og fremst að því að ná fram mælanlegri atferlisbreytingu, beinir athygli frá þeim viðhorfum, gildismati og tilfinningum sem tengjast því að vera hjúkrunarfræðingur. Athyglin beinist fyrst og fremst að þvf hvort viðkomandi einstaklingur búi yfir þeirri þekkingu og færni sem er nauðsynleg til að framkvæma ákveðin verk. í slíku kerfi hefur kennarinn lítinn áhuga á hinum margbreytilega bakgrunni sem nemendur hafa er þeir hefja nám og hvernig þeir vilja þróa sig áfram í náminu. Áhuginn beinist fyrst og fremst að því að efla fæmi sem endurspeglast á mælanlegan hátt f ákveðnu atferli. Hættan er sú, þar sem atferlisstefnunni er fylgt fast eftir, að nemandinn finni til firringar, þ.e. honum finnist hann ekki tilheyra eða vera þátttakandi í aðstæðum. Til að svo geti orðið finnst honum hann þurfa að útiloka og hafna hluta af sjálfum sér og á sama ^ tíma tileinka sér ríkjandi gildismat og viðhorf. Pitts kemst að þeirri niðurstöðu að með því að fylgja atferlisstefnunni gagnrýnislaust hafi hjúkmnamemar í raun verið vandir á ógagnrýnið hugarfar og að dregið hafi verið úr sjálfstæði þeirra og frumkvæði. Einn helsti talsmaður atferlisstefnunnar innan hjúkmnar var Olivia Bevis sem skrifaði bókina Curriculum Building in Nursing (Námsskrárgerð í hjúkrun), en hún var höfð að leiðarljósi við mótun og útfærslu hjúkrunarnáms nijög víða, 116 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.