Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 38
F.v.: Ólöf, Sindri og Sara 9 mánaða ásamt Svavari, stóra bróður. ÞRJÚ BÖRN í EINU 144 Fyrir hálfu öðru ári biðu Inga Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Stefán S. Svavarsson, sjúkraliði, hamingjusöm fæðingar annars barns síns. Áður en langt um leið máttu þau hins vegar margfalda barnið sem von var á með þremur. Á árinu, sem í hönd fór, tók líf þeirra meiri stakkaskiptum en þau hafði nokkru sinni dreymt um. Fyrir sjö árum íluttu Inga og Stefán frá Reykjavík til Akureyrar ásamt syni sínum Svavari sem þá var á fyrsta ári. Stefán fékk vinnu á Kristsnesspítala í Eyjafirði en Inga, sem var læknaritari fyrir, dreif sig í hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri. Að námi Ingu loknu, vorið 1993, lá leiðin til Siglufjarðar þar sem bæði Ingu og Stefáni bauðst vinna. Brátt varð Inga barnshafandi og öll fjölskyldan beið spennt eftir fjölguninni. Við ómskoðun eftir 8 vikna meðgöngu sást eitt barn. Þá mældist einnig hækkað sökk hjá henni en það var talið stafa af sýkingu. Við aðra ómskoðun, eftir 16 vikur, sáust hins vegar tvö börn. Inga og Stefán fóru með þá vitneskju í frí til Kanaríeyja. Þar gafst þeim tími til að velta framtíðinni með tvíburum fyrir sér í rólegheitum. Þegar heim var komið beið þriðja ómskoðunin, eftir 19 vikna meðgöngu, sem leiddi í ljós að börnin voru ekki tvö heldur þrjú. Þegar ljóst var að Inga gekk með þríbura ákvað fjölskyldan að llytja til Reykjavfkur til hægðarauka. Þar bjuggu þeirra nánustu, Inga þurfti oft að mæta í skoðun og hætta var á að börnin fæddust fyrir tímann eins og gjarnt er um þríbura. Þegar á meðgönguna leið þurfti Inga að dvelja síðustu 5 vikurnar á meðgöngu- deild og þá kom sér vel að þau voiu flutt suður. Þrfburarnir, drengur og tvær stúlkur, litu síðan dagsins ljós 22. nóvember 1994. Þau voru tekin með keisaraskurði eftir 35 vikna meðgöngu. Telpurnar Sara og Ólöf, sem eru eineggja, vógu 8 og 10 merkur og drengurinn Sindri, sem fæddist síðastur, 10 merkur. Inga segist hafa verið fljót að ná sér eftir fæðinguna, sængurlegan hafi staðið í 2 vikur. Þó að fyrstu vikurnar heima væru erfiðar komst fljótt upp í vana að hugsa um börnin. Svavar, sem er orðinn sjö ára, er mjög duglegur að hjálpa til við að annast þau. Hann gefur þeim pela og skiptir á bleium af mikilli list. Hann er yfír sig hrifinn af systkinunum og segir hverjum sem heyra vill hvað hann eigi stóra fjölskyldu. Inga segir að fjölskyldur hennar og Stefáns hjálpi þeim eftir bestu getu. Einnig hafi aðrir þríburaforeldrar veitt þeim mikinn stuðning. Fjárhagslega er það töluverð röskun að eignast þríbura. Það þarf stærra húsnæði, þrjú rúm og bíl með plássi fyrir þrjá bamastóla. Það þarf að kaupa þrennt af öllu og þurrmjólk og bleiur em dýrar. I Félagi þríburaforeldra eru nú 18 foreldrar sem gefa ráð og láta föt og ýmsa hluti ganga á milli. Félagið hefur einnig samið við ýmis fyrirtæki um aðstoð. Inga og Stefán hafa fengið gjafir með barnamat, bleium og fleira frá þessum fyrirtækjum. Þau segja að það komi sér sannarlega vel en hverfi þó fljótt í hítina. Styrkur, sem þau fengu frá Sjúkraliðafélagi íslands, var því mikils virði. í bæklingi frá Félagi þríbura- foreldra em nokkur áhersluatriði sem Inga ásaml þríburunum, fv. Sóruu, Ólöfu og Sindra. félagið berst fyrir. Efst á blaði er þrefalt fæðingarorlof, það að fá að vera heima hjá bömunum í eitt og hálft ár. Þríburaforeldrar fá nú 8 mánaða barnseignarfrí eða sex mánaða leyfið sem allir fá og síðan einn mánuð fyrir hvert barn umfram eitt. Sjálf stefnir Inga á að vera heima í eitt ár. Raunar er álitamál hvort það borgar sig að fara út að vinna. Bamagæsla er dýr og afsláttur fyrir þrfbura lítill, það þarf að greiða fullt gjald fyrir tvö börn og hálft fyrir það þriðja. Annað baráttumál þríburafélagsins er að niðurgreiðsla á heimilishjálp sé metin eftir þörfum en ekki tekjum. Inga segir að allir þríburaforeldrar þurfi heimilishjálp og finnst að greiðslurnar eigi að miða við þörf en ekki tekjur því að tekjur séu svo afstætt hugtak. Helst finnst Ingu að heimilishjálp ætti að vera ókeypis í eitt ár, fjórar klukkustundir á dag. Hún segir að það veiti ekki af þegar annað foreldranna sé að vinna og geti því ekki veitt aðstoð. Inga hefur fengið niðurgreidda heimilishjálp hálfan daginn fimm daga vikunnar. Hún þarf að sækja TÍMARIT HJÚKIíUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.