Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 11
m.a. hér á íslandi (Bevis, 1982). Nýverið gagnrýndi Bevis
atferlisstefnuna liins vegar harðlega. Megininntak þeirrar
gagnrýni, líkt og hjá Pitts hér að ofan, er að hún setji
nemendum of þröngar skorður og bæli skapandi og sjálfstæða
hugsun (Bevis og Watson, 1989). Atferlisstefnan hjálpaði, að
mati Bevis, til við að greina og lýsa framkvæmd ákveðinna
mikilvægra viðfangsefna í hjúkrun sem hver hjúkrunar-
^ fræðingur þarf að hafa á valdi sínu. Umfram það er hún hins
vegar ákaflega takmörkuð og veitir lítið sem ekkert svigrúm til
að þróa færni sem erfitt er að meta, s.s. samhygð og hugrekki.
Á sama hátt er tilfinningum enginn gaumur gefinn og því fá
nemendur ekki stuðning við að skilja þær né leiðbeiningar við
að vinna úr þeirri erfiðu reynslu sem oft hlýtur að fylgja
hjúkrunarstarfinu. Á undanförnum árum hefur farið fram
gagnger endurskoðun á menntunarmálum í hjúkrun víða í
heiminum. Breytingarnar eru taldar það róttækar að talað er
um byltingu í námskrárgerð í hjúkrun (Tanner, 1990; Moccia,
1990). í þessum breytingum felst m.a. að atferlisstefnunni er
hafnað sem grundvelli hjúkrunarmenntunar. Áhersla er lögð á
samvinnu kennara og nemenda þar sem nemandinn er virkur
þátttakandi í mótun menntunar sinnar. Jafnframt hafa markmið
og áherslur í hjúkrunarmenntun verið skoðaðar í ljósi þarfa
þegnanna (Moccia, 1993). Leitað hefur verið svara við
spurningunni: „Miðar námskráin og þær áherslur, gildismat og
færni, sem leitast er við að efla hjá nemendum, að því að mæta
óskum og þörfum þeirra sem þarfnast heilbrigðisþjónustu á
hverjum tíma?“ Loks hafa hugmyndir um eðli
hjúkrunarstarfsins verið endurskoðaðar. Hér á eftir mun ég
■* gera grein fyrir þeim áhrifum sem breyttur skilningur á
þekkingu, fagmennsku og siðfræði hjúkrunar hefur haft á
áherslur í hjúkrunarmenntun.
Breyttur skilningur á fagmennsku
Sú endurskoðun á menntunarmálum hjúkrunarfræðinga, sem
hér er fjallað um, kom m.a. fram í kjölfar breyttra hugmynda
um þekkingu í hjúkrunarstarfinu. Líkt og aðrar starfsstéttir
hafa hjúkrunarfræðingar gert sér far um að skapa og byggja á
vísindalegri þekkingu í hjúkrun. Það er einmitt talið einkenna
„sannar“ fagstéttir að meðlimir þeirra búa yfir sérhæfðri og
óhlutbundinni vísindalegri þekkingu sem almenningur hefur
ekki aðgang að (Moloney, 1986). Hinn hefðbundni skilningur á
vísindalegri þekkingu er að hún sé hlutlaus, altæk og algild.
Hún er óháð sögulegum og menningarlegum aðstæðum sem og
persónulegum skilningi og túlkun þeirra sem henni beita. Til
að tryggja hlutleysi vísindanna er mikilvægt að fagmanneskjan
haldi persónu sinni, tilfinningum og gildismati utan starfsins.
r
Þennan skilning á eðli þekkingar fagstétta kallar
bandaríski félagsvísindamaðurinn Donald Schön (1983)
tæknilega rökhyggju. Að hans mati tekur hann ekki tillit til
þeirrar margslungnu og flóknu þekkingar og skilnings sem
árangur fagaðila í starfi byggir á. Sé honum fylgt verður heimur
okkar vélrænn og sneyddur tilfinningu, merkingarlaus.
Gagnrýni á hinn hefðbundna skilning á vísindalegri þekkingu
(pósitívisma), sem Schön gengur út frá, hefur verið sett fram af
fræðimönnum sem kenna sig við mismunandi skóla og stefnur.
Kjarninn í umfjöllun þeirra er þó sá að hin gagnrýnislausa trú
okkar á vísindalega þekkingu sem æðri öllum öðrum
þekkingarformum hafí leitt til þess að við vantreystum
tilfinningum okkar og skilningi sem byggist á reynslu. Hin
hlutlausa beiting vísindalegrar þekkingar leiðir til firringar og
fjarlægðar. Okkurfinnst við ekki vera þátttakendur í aðstæðum
heldur hlutlausir áhorfendur.
Einn af þeim sem hefur fjallað um ofurtrú á vísindin og
skynsemina er tékkneska skáldið og núverandi forseti
Tékklands, Vaclav Havel. Hann lýsir því hvemig við höfum
hafnað því að reynsla okkar, sem mótast auðvitað af
tilfinningum og menningarlegum bakgmnni, geti verið
uppspretta þekkingar. Vísindin ein kveða upp dóm um hvað sé
satt og rétt, „ ...enda em vísindin ein hafín yfir huglægan
sannleika einstakra manna og fær um að bera fram betri
sannindi: Yfir-huglæg og yfir-persónuleg, raunveralega hlutlæg
og algild“ (Havel, 1990, bls. 5).
Sú endurskoðun, sem farið hefur fram á mikilvægi
vfsindalegrar þekkingar á undanförnum ámm, felur ekki í sér
að við höfnum henni alfarið. Fremur má segja að við höfum
fært hana nær öðrum þekkingarformum. Vísindaleg þekking,
líkt og ýmis önnur þekkingarform, getur veitt okkur afar
mikilvægar leiðbeiningar og skilning á heiminum, mannlegu
samfélagi og þeim viðfangsefnum sem við emm að takast á við.
Munurinn er kannski fyrst og fremst sá að við beitum
vísindalegri þekkingu aldrei blint og hlutlaust. Við metum
aðstæður hverju sinni og í ljósi þekkingar okkar á
menningarbundnum gildum og hefðum tökum við ákvarðanir
um hvernig vísindaleg þekking geti best nýst. Við slíka
ákvarðanatöku byggjum við ekki hvað síst á fyrri reynslu og
þeim skilningi sem við höfum öðlast á merkingu mismunandi
aðstæðna fyrir skjólstæðinga.
Innan hjúkmnarfræðinnar hafa bandaríski
hjúkrunarfræðingurinn Patricia Benner og samstarfskonur
hennar (Benner 1984; Benner, Tanner, Chelsa, í prentun) verið
brautryðjendur í að þróa og kynna nýjan skilning á þekkingu í
hjúkmnarstarfinu þar sem hinni þröngu skilgreiningu
pósitívismans er hafnað. Þær leggja sérstaka áherslu á
mikilvægi reynsluþekkingar sem skapast með stöðugri
endurskoðun í starfi hjúkmnarfræðingsins. Með því að vera
stöðugt að meta og endurskoða skilning sinn öðlast
hjúkmnarfræðingurinn æ betri innsýn í áhrif veikinda og
atburða þeim tengdum á líðan sjúklings og aðstandenda hans.
Samkvæmt þessum skilningi er það hjúkmnarfræðingurinn
sjálfur og sú þekking sem hann býr yfir sem skiptir mestu máli
í hjúkmn, ekki óhlutbundin fræðileg þekking um fyrirbæri.
Mikilvægt er þó í þessu sambandi að hafna ekki vísindalegri
þekkingu sem hefur vissulega verið mikilvæg til að draga úr
þjáningu. Hér er mun fremur verið að benda á takmarkanir
hennar.
Hinn nýi skilningur á þekkingu í hjúkmnarstarfinu, sem
hér hefur verið drepið á, þýðir í raun að sú mynd, sem við
gemm okkur af hjúkmnarfræðingi framtíðarinnar, er töluvert
flóknari og margbrotnari en verið hefur fram til þessa. Þessi
sýn byggir ekki á aðgreiningu milli hins andlega og líkamlega,
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995