Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 12
staðreynda og tilfinninga. Við erum tilfinningaverur í líkama þar sem andlegt líf mótast af líkamlegri tilvist. Því getur hjúkrunarfræðingurinn aldrei orðið tæki vísindanna, einhver sem beitir tækni eða þekkingu á hlutlausan hátt. Hjúkrunarfræðingurinn er skapandi, lifandi vera sem leggur merkingu í aðstæður og atburði. Hjúkrunarfræðingurinn er manneskja sem byggir á víðtækri fræðilegri þekkingu en hefur jafnframt öðlast djúpt innsæi í viðfangsefni sín og eigin viðbrögð. Auk þess að hafa öðlast tæknilega fæmi við framkvæmd ákveðinna viðfangsefna býr hjúkrunarfræðingurinn yfir þroskuðum siðferðilegum skilningi sem árangur hjúkrunarstarfsins byggir á. Siðfræðin í nýju Ijósi Það er ekki hvað síst þessi siðferðislegi skilningur sem við viljum rækta og þroska hjá nemendum. En í hverju felst hann? Hinn hefðbundni eða viðurkenndi skilningur á siðfræði hjúkrunar hefur yfirleitt byggst á því að ákveðnum siðareglum eða viðurkenndum siðferðislegum hugmyndum eða megin- reglum er fylgt við ákvarðanatöku. Siðferðislegri ákvarðanatöku hefur verið lýst sem rökrænu ferli þar sem fyllsta hlutleysis er gætt. Með hlutleysi er átt við að persónubundnir þættir og tilfinningar hafi ekki áhrif á mat á stöðu mála. Líkt og með hefðbundnar hugmyndir um vísindalega þekkingu, sem lýst var hér að ofan, hefur þessi skilningur á siðfræði hjúkmnar- starfsins verið gagnrýndur á þeirri forsendu að hann samræmist ekki þeim aðferðum sem best eiga við í umönnun (Benner, 1994). Innan hjúkrunarfræðinnar sem og í öðmm fræðigreinum, s.s. heimspeki og kvennafræðum, hafa þróast hugmyndir um siðfræði sem leggja megináherslu á aðstæðubundið (contextual) mat og ákvörðun í siðrænum efnum. Sá fræðimaður, sem var brautryðjandi í að þróa þennan skilning, er bandaríski sálfræðingurinn Carol Gilligan (1982). Byggt á rannsóknamiðurstöðum sínum gerði hún greinarmun á tvenns konar siðgæði, annars vegar umhyggjusiðgæði, sem hún tengdi konum, og hins vegar réttindasiðgæði sem að hennar mati einkennir fremur siðgæði karla. Samkvæmt kenningum hennar byggir réttindasiðgæðið á mati á réttindum og skyldum þegar siðferðislegar ákvarðanir em teknar, en umhyggju- siðgæðið tekur mið af persónubundnum tengslum og aðstæðum. Þessar hugmyndir Gilligan hafa haft mjög mikil áhrif, en jafnframt sætt töluverðri gagnrýni. Margir af gagnrýnendum Gilligan benda á að hér sé ekki um kynbundinn mismun á siðferði að rasða, heldur menntunar-, stéttar- og menningarbundinn. En þrátt fyrir þá gagnrýni má ljóst vera að Gilligan hefur tekist að víkka umfjöllun um siðferði og opna augu okkar fyrir mikilvægi þess að skoða siðferðisleg viðfangsefni í samhengi við aðstæður ásamt því að vera meðvitaður um þá ábyrgð sem þær kalla á (Sigríður Þorgeirsdóttir, 1994). Innan hjúkmnarfræðinnar, líkt og á mörgum öðrum fræðasviðum, hefur verið tekist á um hvaða sjónarhom henti best við siðferðislegar úrlausnir í hjúkrunarstarfinu. Um tíma var megináhersla lögð á að skilgreina umhyggjusiðfræði og það endurspeglast m.a. í miklum áhuga á og skrifum um hugtakið umhyggju (Fry, 1989). Gagnrýnendur umhyggjusiðfræðinnar benda hins vegar á að hún ein og sér feli í sér afstæðishyggju og geti leitt til þess að öllum siðalögmálum sé hafnað (Sigríður Þorgeirsdóttir, 1994; Nordvedt, 1993). Þeirri stefnu vex stöðugt fylgi að bæði sjónarhornin séu mikilvæg og styrki hvort annað. Flestir em sammála um að siðferðislegar ákvarðanir í hjúkrun byggist ekki einungis á hlutlausu mati á því hvaða siðalögmál eigi best við hverju sinni. Siðfræði hjúkrunarstarfsins er ekki síður gmndvölluð á sértækri þekkingu á aðstæðum, líðan og afstöðu skjólstæðinga. Vilhjálmur Árnason hefur fjallað um siðfræði heilbrigðisþjónustunnar (1993) og tengir einmitt saman þessi tvö sjónarhorn, þ.e. áhersluna á að fylgja ákveðnum meginreglum við siðferðislegar ákvarðanir, en jafnframt gerir hann kröfu um þekkingu og skilning á aðstæðum og afstöðu einstaklingsins sem í hlut á. Siðfræði heilbrigðisþjónustunnar, eins og hann lýsir henni, byggir á ákveðnum mannskilningi þar sem leitast er við að varðveita virðingu hvers og eins. I þessum mannskilningi felst sú hugsun að með okkur öllum ríki ákveðið jafnræði, sem er að allar manneskjur fái að lifa þannig að verðleikar þeirra og einstaklingséðli geti notið sín. Til að starfa í anda þessarar hugmyndar þarf heilbrigðisstarfsmaðurinn vissulega að búa yfir almennri siðfræðislegri þekkingu en ekki síður yfir sértækri þekkingu sem verður aðeins fengin með samskiptum við skjólstæðing og aðstandendur hans. Vilhjálmur, líkt og margir siðfræðingar í hjúkrun og þeir sem fjallað hafa um umhyggjusiðfræði, leggur mikla áherslu á mikilvægi samskipta til að rækta og efla siðferðislegar athafnir. í ljósi ofangreindra hugmynda getum við ályktað að siðfræði hjúkmnar byggist á því sambandi sem myndast milli hjúkmnarfræðings og sjúklings þar sem virðing fyrir manneskjunni er það viðmið sem leitast er við að varðveita. Með því að tengjast sjúklingum sínum kemst hjúkmnar- fræðingurinn í nána snertingu við líðan þeirra og reynslu. Hann fær betur skilið tilfinningar um magnleysi, þjáningu og ótta eða um von, hugrekki og þolinmæði. Hann kynnist þörfum sjúklings, löngunum og gildismati. Smám saman öðlast hjúkmnarfræðingurinn innsýn í og skilning á þeirri merkingu sem aðstæður og atburðir hafa fyrir sjúkling (Parker, 1990). Þessi skilningur, sem þróast með samskiptum, verður síðan sá bakgmnnur sem mótar allar ákvarðanir. Vissulega veita siðferðisleg viðmið og reglur okkur einnig mikilvægar leiðbeiningar þegar við þurfum að taka erfiðar siðferðislegar ákvarðanir. Siðareglur eins og að vemda sjálfræði sjúklings og valda ekki óþarfa skaða eða þjáningu hljóta alltaf að vera hafðar að leiðarljósi í hjúkmn. Það sem hefur breyst er að við teljum siðferðislegar ákvarðanir flóknari en svo að hægt sé að beita reglum eða lögmálum hlutlaust. Þessi siðferðislegi skilningur á hjúkrunarstarfinu er mjög mikilvægur í ljósi jieirra breytinga sem orðið hafa á heilbrigðisvandamálum fslensku þjóðarinnar. Heilbrigðisvandamál nútímans tengjast í mörgum tilvikum lífsstíl og þjóðfélagsaðstæðum. Þau mótast af því hver við emm og þeim aðstæðum sem okkur em búnar á heimilum okkar, í skólum og á vinnustöðum. Mörg af algengustu heilbrigðis- TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.