Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 26
132 vímuefna. Á þeim árum blundaði þessi áhugi samt í mér og ég fór í tungumálanám og annað nám í öldungadeild en ég hélt það ekki út til lengdar. Eftir að ég fór að átta mig skammaðist ég mín niður fyrir tær fyrir að hafa verið að þessu ómarkvissa brölti frá tveimur ungum börnum sem þurflu á mér að halda og hafði um tíma skömm á öllu námi. Áhuginn fór síðan að vakna aftur og ég ákvað að taka námskeið í námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. Það var svo skemmtilegt að ég hélt áfram og lauk síðan B.S. prófi í hjúkrunarfræði. Eftir það innritaði ég mig í aðra deild sem ég hafði reyndar sótt námskeið í á meðan ég var í B.S. náminu. Hvernig er lífið núna? — Ég er mjög ánægð með lífið. Ég vinn hlutastarf sem hjúkrunarfræðingur og stunda jafnframt nám sem mér finnst skemmtilegt og gefandi. Fyrir nokkrum árum keypti ég mér rúmgóða íbúð hjá Framkvæmdanefnd Reykjavíkurborgar. Ég er í námi og í rauninni að gera það sem mig langaði alltaf til að gera þó að ég hafi skipt um námsgrein og frestað því að fara í það sem ég ætlaði upphaflega. Síðustu tvö eða þrjú ár hafa verið mér erfið reynsla og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að takast á við hana alls gáð. Annars hefði ég aldrei ráðið við að vinna úr henni. Mér finnst hins vegar að það hefði mátt taka öðruvísi á mínum málum en gert var þarna um árið. Inni á sjúkrahúsum þyrfti að vera fólk sem er hægt að kalla til þegar grunur leikur á að starfsfólk misnoti áfengi eða lyf. Það þyrfti að vera fólk sem sjálft hefur reynslu af neyslu eða þekkir vel til vfmuefnameðferðar, ekki yfirmenn. Það mætti vera eins konar stuðningshópur til að koma manneskju í meðferð. Það þarf að grípa fyrr inn í en gert var f mínu tilfelli. Mér finnst afleitt að flytja fólk á milli deilda eins og átti að gera við mig, ekki síst sjúklinganna vegna, en það virðist því miður enn vera gert við hjúkrunarfræðinga sem illa gengur hjá. Hvers eiga t.d. langlegusjúklingar að gjalda ef að vafasömu starfsfólki er treyst fyrir umönnun þess? Það þarf síst minni kunnáttu og árvekni við hjúkrun þeirra en hinna. Með flutningnum er vandanum aðeins ýtt til hliðar. Ég þekki vel hvað er að láta króa sig af á þennan hátl. Aðgerðaleysið lengir aðeins neyslutímann því að ef ekkert er sagt telur starfsmaðurinn sig vera í lagi. Á meðan brennir hann óafvitandi allar brýr að baki sér. Auk þess er sjúklingum mikil hætta búin ef að hjúkrunarfræðingar, sem stunda þá, eru fárveikir sjálfir. Ef möguleiki væri á að grípa fljótar inn í svona óheillaferli hjá t.d. hjúkrunarfræðingum væru minni líkur á að þeir sem væru á batavegi mættu reiði samstarfsmanna sinna þegar þeir koma aftur til vinnu eins og ég gerði. Þegar ég var lögð inn á geðdeildina voru skilaboð umhverfisins þau að það væri verri kostur og að því fylgdi meiri skömm að leggjast inn á meðferðardeild fyrir alkóhólista en á geðdeild. Þessar hugmyndir hafði ég einnig sjálf. Mér finnst að það ætti að hjálpa fólki að fara í meðferð á jákvæðan hátt með þeim skilaboðum að það sé velkomið aftur þegar það sé búið að ná tökum á vandanum. Þá verður náttúrlega að miða við að það sé búið að vera „edrú“ í einhvern tiltekinn tíma og stundi AA fundi. ÞR Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalanum, sepir að jafnan sé um afar erfíð mál að ræða þegar starfslólk á sjúkrahúsum er grmiað um misnotkun á vnnuefnmn eða lyfjuni. Hún segir enn fremur að ætíð sé mjög erfítt að samia misnotkmi fólks en lítið sé hægt að aðliafast nema það sé gert. „Það er liins vegar á hreinu að ef einliver verður uppvís að stulrli úr lyfjaskáp þá er það brottrekstrarsök,“ segir Anna. I örfáum tilfellum liefur þurft að vísa hjúkrunarfræðingum af vakt eða setja skilyrði fyrir umgengni þeirra við lyf vegna grmis um vímuefnaneyslu. „Eins og máhn standa núna finnst mér vera of lítið eftirlit með þessu,“ segir hún og lieldur áfram: „Við höfmn leiðbeiningar landlæknis, sem eru góðar og gildar en nægja engan veghm. Hver stofnun þyrfti að setja sér reglur uin hvernig taka skal á slíkiim málmn innanhúss.“ Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Borgarspítalans, segist í starfi sínu liafa þurft að takast á við nokkur tilfelli hjúkrunarfræðinga sem liafa inisnotað lyf eða áfengi. Hún segir að kjarasamningar tryggi ekki starfsmann í þessum efiium, t.d. hvað varðar veikindaleyfí og meðferð. Innan stofnmiarinnar segir hún ekki í gildi nemar sérstakar reglur um hvernig hregðast skuli við, livorki ef um grun er að ræða né ef neysla er sönnuð. „I*að er tekið á hverju tilfelli sérstaklega, aðstæður eru alltaf misjafnar og reynt er að hregðast við þeim á viðeigandi hátl. Sumir fá veilundaleyfi og aðrir fá kauplaust leyfi. Stofnmún hefur lagt sig fram við að styðja þá sem hafa farið í meðferð, m.a. með því að hagræða vöktum m.t.t. þarfa viðkomandi og hjóða þeim viðræður.“ segir liún. Sigríður telur að það þyrftu að vera til skýrari reglur uin hvernig hregðast skuli við áfengis- og vímuefnavanda starfsfólks því það sé langt frá því að vera Ijóst. Einnig gerir liún ráð fyrir því að víinuefna- og áfengisvandi starfsfólks mmii frekar vaxa en minnka, eða koma meira upp á yfirborðið en hingað til. „I raun þarf að fræða stjórnendur um hvernig hregðast skuli við grunsemdum um misnotkun og hvernig á að nálgast fólk í slíkmn tilfellum. Það er mjög alvarlegl að ásaka starfsfólk uin inisnotkun vímnefna og ég hef grun um að beðið sé of lengi. Einhvers staðar las ég að þegar samstarfsfólk er farið að grmia misnotkun hjá einhverjum, þá séu allar líkur á að viðkomandi sé þegar í miklum vanda staddur. Stjórnendur liafa engu að síður fengið reynslu í að taka á áfengis- og vnnuefnaniálum starfsfólks og eru betur vakandi en áður,“ segir Sigríður. TÍMARIT HJÚKRUNARKRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.