Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 59
Þankastrik Þankastrik erfastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. í Þankastriki gefst hjúkrunaifrœðingum fœri á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta jjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist staifinu og hugmyndafrœði þess. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Kristínu Norðmann Jónsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. Kristín Norðmann Jónsdóttir Eg hef oft velt því fyrir mér af hverju okkur gengur ekki betur en raun ber vitni að nota hjúkrunargreiningar. Af hverju er svona erfitt að gera það? Forsenda hjúkrunargreiningar er góð upplýsingasöfnun. Það er það sem skiptir máli fyrir hjúkrun skjólstæðingsins. Við getum lesið í sjúkraskrá um fyrri sjúkrahúslegur og heilsufarssögu en ekki t.d. um reynslu skjólstæðingsins af fyrri legum, þann stuðning sem hann fær, andlegt ástand o.s.frv. Það er okkar að safna þessum upplýsingum og kunna að nýta þær við hjúkrunina. Við gerum allt of mikið að því að safna upplýsingum sem við getum lesið um í sjúkraskrá. Ég held að við séum búin að vera föst í notkun „staðlaðra hjúkrunargreininga“ gegnum árin. En hvað eru þá þessar stöðluðu greiningar? Þær eru ekkert annað en listi yfir þau hjúkrunarviðfangsefni sem hjúkrunarfræðingar þurfa að sinna (eins konar gátlistar) og eru einungis hluti af hjúkrun. Þetta eru t.d. skiptingar á hreinum skurðsárum, ýmiss konar mælingar, eftirlit með vökvajafnvægi o.s.frv. Felst þá hjúkrun eingöngu í þessum þáttum, að komast yfir öll verk dagsins? Það sem ég held að hafi staðið okkur fyrir þrifum er að við höfum ekki notað viðurkenndar hjúkrunargreiningar. Hver deild/stofnun hefur komið sér upp sinni eigin skráningu, stöðluðum ferlum. Ósamræmi er í skráningunni og því hefur hún ekki orðið okkur töm. Þetta er þó að breytast til batnaðar, en betur má ef duga skal. Hjúkrunarfræðinemar fara á milli deilda á námstímanum þar sem mismunandi skráning er og þeir fá í raun aldrei nægilega þjálfun í því að gera hjúkrunargreiningar. Ég mundi vilja sjá samræmda hjúkrunarskráningu á öllu landinu og þá notkun viðurkenndra hjúkrunargreininga eins og NANDA og gátlista saman. NANDA greiningar eru ekki tæmandi, en þær eru það besta sem völ er á núna. Landlæknisembættið hefur gefið út ágæta möppu með öllum NANDA greiningum á fslensku og er þessi mappa víða til á stofnunum. Nú færist tölvunotkun í vöxt og hver deild/stofnun gæti skráð á tölvutækt form allar NANDA greiningar og útbúið einnig gátlista yfir hjúkrunarviðfangsefni sem eru mismunandi á hverjum stað. Síðan væri prentað út fyrir hvern og einn sjúkling það sem hæfði honum. Eitt af því sem liefur vafist fyrir hjúkrunarfræðingum er orðalag. Ef allir notuðu sömu greiningamar væri þetta vandamál úr sögunni. Markmiðin hljóta að vera einstaklingsbundin svo orðalag skiptir ekki öllu þar og það sama gildir um hjúkrunaráætlunina. Mér hefur fundist vanta metnað fyrir góðri hjúkrunarskráningu hjá hjúkrunarfræðingum og að skilja gildi hennar fyrir hjúkrun. Við verðum að hætta að líta á greiningar sem eitthvert fyrirbæri sem bara sumir hjúkrunarfræðingar nota. Hvað er það sem gerir okkur að hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum eða læknum? Hjúkrunargreiningar gera störf okkar sérstök, greina þau frá störfum annarra stétta. („Hjúkrunargreining leggur gmnninn að vali á árangursríkri hjúkrunarmeðferð, sem hjúkmnarfræðingur er ábyrgur fyrir“ (NANDA, 1990)). Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að bæta hjúkrunarskráningu. Það er skjólstæðingum okkar í hag. Góð hjúkmnarskráning er forsenda þess að við getum veitt góða og markvissa hjúkmn. Þannig verðum við líka góð fyrirmynd tilvonandi hjúkmnarfræðinga. Kristín skorar ó Sjöfn Kjartansdóttur að skrifa næsta Þankastrik. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.