Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 31
Fréttir frá Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga - ICN
FULLTRÚAÞING ICN
Fulltrúaþing Alþjóðasambands
hjúkrunarfræðinga (ICN) var lialdið í
Harare í Zimbabwe 16. - 21. september
sl.
Af 112 aðildarfélögum ICN sóttu
fundinn fulltrúar 55 félaga
hjúkrunarfræðinga að þessu sinni. Asta
Möller, formaður, sat fundinn f. h. Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ákveðið
var að senda fulltrúa héðan til að meta
stöðu íslands innan samtakanna,
gagnsemi aðildar, möguleika íslenskra
hjúkrunarfræðinga á virkri þátttöku í
starfi ICN og til að mynda tengsl við
forystumenn samtaka hjúkrunarfræðinga
á alþjóðavettvangi.
Fundurinn var tvfskiptur. Fyrstu
dagana voru undirbúningsfundir með
óformlegu sniði en hina síðari hið
eiginlega fulltrúaþing ICN sem haldið er
annað hvert ár og fer með æðsta
ákvörðunarvald ICN.
í skýrslu formanns frá fundinum
kemur fram að eftirfarandi málefni voru
tekin til umfjöllunar á undirbúnings-
fundunum:
1. Hlutverk fag-og stéttarfélaga
hjúkrunarfræðingafélaga.
2. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun
ICN.
3. Skipulag og stjómun ICN.
Ásta Möller kvaddi sér hljóðs í
umræðum um vægi atkvæða innan ICN
og kynnti sjónarmið norrænu hjúkrunar-
félaganna þar að lútandi. Hingað til
hefur reglan „eitt land, eitt atkvæði“ gilt.
Það þýðir t.d. að 70 hjúkrunarfræðingar í
Mónakó eiga jafnmörg atkvæði og
250.000 bandarískir hjúkmnarfræðingar
eða eitt atkvæði á fulltrúaþinginu. Ásta
mælti fyrir liugmyndum um breytt vægi
atkvæða en niðurstaðan var eftir heitar
umræður að breyta ekki þessari reglu.
Ásta tók einnig þátt í umræðum um
hlutverk félaga hjúkmnarfræðinga og
lagði áherslu á styrk samtaka
hjúkrunarfræðinga.
Á fulltrúaþinginu sjálfu vom
fjölmargar samþykktir gerðar og hefur
þeim verið dreift til nefnda, svæðis- og
Frá fulltrúafundinum í Zimbabwe, taliðfrá
vinslri: Ásta Möller, Margaretta Madden Styles,
formaður ICN, Mireille Kingma, ráðgjaft hjá ICN,
og Laila Dávoy, formaður norska félagsins og
nýbakaður formaður SSN.
fagdeilda félagsins. í óformlegum
viðræðum þingfulltrúa vom hafnar
viðræður um formannsskipti hjá ICN en
M.M. Styles, núverandi formaður, gengur
úr stjórn árið 1997. Rætt var um að
spænski formaðurinn hefði áhuga en
margir hvöttu einnig Kirsten Stallknecht,
formann danska félagsins, til að bjóða
sig fram.
Niðurstöður Ástu eftir að hafa sótt
þingið eru eftirfarandi:
1. Þrátt fyrir fámenni íslenskra
hjúkmnarfræðinga er Félag íslenskra
hjúkmnarfræðinga 33. fjölmennasta
félagið af 112 aðildarfélögum ICN.
2. Starfsemi ICN er í háum gæðaflokki
og hefur á að skipa mjög hæfu
starfsfólki. Oll gögn em vel unnin og
möguleikar fslenskra hjúkmnar-
fræðinga til að nýta sér hugmyndir
þaðan eru miklir.
3. íslenskir hjúkmnarfræðingar hafa
mikið að bjóða í alþjóðlegu starfi en
þurfa að vera vakandi fyrir
tækifæmm sem bjóðast.
Ásta leggur til að unnið verði að því að
tilnefna fulltrúa frá íslandi í stjórn ICN
fyrir fulltrúaþingið 2001, sem verður
haldið í Kaupmannahöfn.
ÞR
Vettvangsheimsókn
MIREILLE KINGMA
Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga
(Intemational Council of Nurses- ICN)
var stofnað í London árið 1899. Félag
íslenskra hjúkmnarfræðinga er eitt
aðildarfélaga sambandsins, en
Hjúkrunarfélag Islands hafði verið
aðildarfélag ICN frá árinu 1933. ICN
styður með ýmsum hætti við starfsemi
aðildarfélaganna, m.a. með upplýsinga-
miðlun um ýmis málefni hjúkmnar.
Samtökin leggja mikla áherslu á að efla
tengsl aðildarfélagana innbyrðis, en
einnig tengsl samtakanna við einstök
aðildarfélög. J þeim tilgangi koma
fulltrúar samtakanna í vettvangs-
heimsóknir til aðildarfélaga með vissu
núllibili. í ár var röðin komin að íslandi
að fá slíka heimsókn og sótti Mireille
Kingma, hjúkrunanáðgjafi hjá ICN,
lsland heim dagana 11.-13. október sl.
Með heimsókninni vildi ICN kynna sér
sérstaklega aðferða- og hugmyndafræði
við sameiningu fyrmm félaga
hjúkrunarfræðinga í eilt félag, stöðu
hjúkmnar og hjúkrunarfræðinga á
íslandi, stöðu launamála hjúkmnar-
fræðinga og einnig markmið og
starfsáætlanir félagsins. Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga ræddi sérstaklega við
fulltrúa ICN um möguleika íslenskra
hjúkrunarfræðinga til aukins samstarfs á
alþjóðlegum vettvangi.
Auk formlegra viðræðna við félagið
hélt Mireille Kingma opinberan
fyrirlestur um Alþjóðasamband
hjúkrunarfræðinga á vegum félagsins og
námsbrautar í hjúkrunarfræði við
Háskóla íslands, en einnig sótti hún
Landsspítalann heim til að kynna sér
vinnuaðstöðu og vinnuaðferðir
hjúkrunarfræðinga þar. Það er skemmst
frá því að segja að heimsókn fulltrúa
ICN til íslands var afar gagnleg fyrir
félagið og ánægjuleg fyrir alla aðila.
ICN mun skila skýrslu um heimsókn
Mireille Kingma til íslands og mun
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fá
umsögn ICN til umfjöllunar.
ÁM
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71.
árg. 199.c
137