Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 33
amvinnu hj úkrunarfræðinga á orðurlöndum Samvinna hjúkrunarfrœðinga á Norðurlöndum (Sygeplejernes Samarbejde i Norden — SSN) er samstarfsvettvangur hjúkrunarfrœðinga á Norðurlöndum. Aðild eiga hjúkrunarfrœðingafélög Norðurlanda, þ.e. Dansk Sygeplejerád, Norsk Sykepleierforbund, Svenska hálso- och sjukvárdens tjánestemannsförbund, Finsk Sjuksköterskeförbund og Félag (slenskra hjúkrunarfræðinga. Félagar í SSN eru nú um 250.000. Formannaskipti urðu í SSN ( september sl. Kirsten Stallknecht, formaður danska félagsins, lét af formennsku SSN og Laila Dávpy, formaður norska félagsins, tók við. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunaifrœðinga, er annar varaformaður SSN. Markmið samtakanna nú sem fyrr er að vera samstarfsvettvangur hjúkrunarfrœðinga á Norðurlöndum til að efla heilbrigðisþjónustu og sérstaklega hjúkrunarþjónustu á Norðurlöndum. Með þetta markmið ( huga hefur SSN samstarf við önnur samtök innan Norðurlanda og ýmis alþjóðleg samtök. Hér á eftir er saga SSN rakin í stórum dráttum. Þar er greint frá helstu skipulags- og áherslubreytingum sem átt hafa sér stað síðan samstaifið hófst. SSN var formlega stofnað 6. september 1920. Þann dag hittust 1000 hjúkrunarfræðingar frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi í Kaupmannahöfn til að ræða sameiginleg fagleg og stéttarfélagsleg málefni og til að hefja formlegt samstarf milli norrænna félaga hjúkrunarfræðinga. Fyrsti formaður SSN var þáverandi formaður danska félagsins, Charlotte Muncli. Eftir þriggja daga fundahöld sameinuðust viðstaddir um skipulag samvinnunnar og samþykktu eftirfarandi grundvallarmarkmið: 1. Grunnmenntun í hjúkrun taki lágmark þrjú ár. 2. Styttri vinnutími hjúkrunarfræðinga. 3. Samræmd og endurbætt laun og kjör norrænna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. ísland bættist í hóp samstarfs- landanna árið 1923 á fundi sem haldinn var í Ósló. Við stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í ársbyrjun 1994, tók það við aðild að samstarfinu af Hjúkrunarfélagi íslands. Þó að Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna væri mun fámennara en hin félögin var ákveðið að tilnefna skyldi sama fjölda fulltrúa þaðan og frá hinum löndunum. Hins vegar var einnig kveðið á um það að af fjárhagsástæðum greiddi SSN aðeins farareyri fyrir einn fulltrúa frá íslandi á þing samstarfsins. Þar með var möguleiki íslenska félagsins til þátttöku að nokkru leyti takmarkaður frá byrjun. SSN var ekki hugsað sem samtök DÖNSKUNÁMSKEIÐ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fékk styrk danska sendiráðsins til að halda dönskunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga og starfsmenn félagsins sem taka þátt í norrænu samstarfi félagsins. Taka 10 hjúkrunarfræðingar þátt í námskeiði sem liófst í lok nóvember. Leiðbeinendur eni Agústa Pála Ásgeirsdóttir og Bertha Sigurðardóttir. heldur samstarfsvettvangur þar sem viðurkenndri þörf fyrir gagnkvæman stuðning í faglegum baráttumálum væri sinnt. Á þeim vettvangi gæfist norrænum hjúkrunarfræðingum tækifæri til að miðla af reynslu sinni og ræða saman í leit að nýjum leiðum til lausnar ýmissa viðfangsefna. Saga SSN endurspeglar því ekki eingöngu þróun í samfélagi og heilbrigðisþjónustu Norðurlanda heldur einnig skoðanir og baráttumál fagfélaga norrænna hjúkrunarfræðinga. Á árunum, sem liðin eru, hafa mismunandi hagsmunir Norðurlandanna oft reynt á samstöðuna en alltaf hefur tekist að finna sameiginlega lausn, jafnvel þegar deilt hefur verið um grundvallaratriði. Viljinn til að sameinast um sameiginleg markmið hefur ávallt reynst sterkari en mismunandi viðhoif til einstakra þátta starfsins. Nokkrar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar frá upphafi samstarfsins. í byrjun var samþykkt að ráðstefna allra fulltrúa í samvinnunni, sem haldin var þriðja hvert ár, skyldi fara með ákvörðunarvaldið en framkvæmdanefnd, sem var í forsvari á milli ráðstefna, skyldi fara með framkvæmdavaldið. Þessu var breytt árið 1954 þannig að ákviirðunarvaldið var flutt frá ráð- stefnunni til framkvæmdanefndar sem þá var gefið nafnið fulltrúaráð. Breytingin átti að gera SSN sveigjanlegra og virkara á tímum örra breytinga í heilbrigðis- málum og tækni sem krafðist nýrra aðferða í hjúkrun. Önnur meiri háttar skipulagsbreyting átti sér stað árið 1970. Sú breyting varð söguleg vegna þess að þá var jafnframt haldin síðasta almenna ráðstefna SSN. í stað ráðstefnunnar var komið á þemadögum í tengslum við árlega fundi fulltrúaráðsins. Þessa daga fóru fram umræður um fagleg- og stjórnunarleg málefni. Þriðja stóra breytingin varð árið 1989 er fulltrúaráðið var lagt niður. Ákvörðunarvaldið, sem það hafði farið með, var þá falið stjóm samstarfsins. í stjóm samstarfsins eiga nú sæti formenn fagfélaga hjúkmnar- fræðinga á Norðurlöndum sem vara- formenn eða aðrir fulltrúar geta í undartekningartilfellum leyst af hólmi. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINCA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.