Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 30
ACENDIO Evrópusamtök um hjúkrunargreiningar Ásta Thoroddsen Undirrituð sótti stofnfund ACENDIO (Association for Coinmon European Nursing Diagnoses, Interventions and Outcomes) 19. maí 1995 í Briissel, í Belgíu. Fundurinn var haldinn í tengslum við ráðtefnuna Second European Conference on Nursing Diagnoses and Interventions, sem haldin var 18. - 20. maí 1995. Tildrög að stofnun ACENDIO voru þau að á fyrstu evrópsku ráðstefnunni um hjúkrunargreiningar, í Kaupmanna- höfn í nóvember 1993, komu saman áhugasamir aðilar frá nokkrum Evrópulöndum til að ræða samræmingu á skráningu hjúkrunar (hjúkrunar- greiningum meðferð og mati) á Evrópugrunni. Þar var kosin undir- búningsnefnd (steering committee) til að vinna að undirbúningi fyrir stofnun ACENDIO. í nefndinni voru: Karin Axelsson, Svíþjóð, Lego Regeer, Hollandi, Majda Slajmer Japelj, Slóveniu, Renzo Zanotto, ltalíu: Randi Mortensen, Danmörku, Ulrike Höhmann, Þýskalandi, og Huda Hujer Abu Saad, Hollandi. Stofnfundur ACENDIO Stofnfundurinn var haldinn 19. maí í Brússel. Randi Mortensen var kjörin forseti samtakanna. Tilgangurinn með stofnun ACENDIO er að vinna að og þróa sameiginlegan evrópskan orðaforða (terminology) og flokkunarkerfi fyrir lýsingu og ílokkun innan hjúkrunar, með hjúkrunargreiningum, meðferð og mati. Hugmyndin er einnig að ACENDIO taki virkan þátt f vinnu innan ICNP (International Classifícation of Nursing Practicie). Markmið samtakanna eru 1. Að tilgreina þau orð og flokka, sem notuð eru til að lýsa lykilhugtökum sem endurspegla klínískt starf í hjúkrun í Evrópu, sem gefin eru til kynna með hjúkrunargreiningum, meðferð og mati. 136 2. Að staðfesta (validate) og staðla hjúkrunargreiningar, meðferð og mat í löndum Evrópu. 3. Að staðla þýðingu á hjúkrunar- greiningum, meðferð og mati á tungumál Evrópu. 4. Að starfa með landssamtökum, Evrópusamtökum og alþjóðlegum samtökum til að tryggja að hjúkrunargreiningar, meðferð og mat, sem þróuð eru í öðrum löndum, séu samrýmanleg og sambærileg. 5. Að vinna að samningu og notkun á alþjóðlegu flokkunarkerfi fyrir hjúkmnarstarfíð (International Classification for Nursing Practice =ICNP). 6. Að stuðla að þvf að hjúkrunar- greiningar, meðferð og mat verði tekið inn í flokka upplýsingakerfa og gagnagrunna innan heilbrigðiskerfa og heilbrigðisþjónustu í Evrópu. 7. Að semja evrópskt „minimum data set“ fyrir hjúkrun, sem nota má sem mælistiku á heilbrigði og hjúkmn. 8. Að stuðla að rannsóknum sem byggja á hjúkmnargreiningum, meðferð og mati til að auka þekkingu í hjúkmn. Allir hjúkmnarfræðingar og stofnanir geta orðið aðilar að ACENDIO. Stjórn samtakanna er þannig skipuð: Randi Mortensen, Danmörku, forseti; Cecile Boisvert, Frakklandi, varaforseti; June Clark, Bretlandi, ritari; Geraldine McCarthy, írlandi, gjaldkeri. Kosið var um þrjá aðra stjórnendur sem jafnframt eru þá formenn nefnda. Forinaður staðlanefndar er Ulrike Höhmann, formaður útgáfunefndar Renzo Zanotti og formaður ráðstefnunefndar George Evers. Félagsgjald var ákveðið á stofnfundinum: Árgjald er 25 ecu (2.000 kr.) fyrir almenna félagsmenn og aukaaðild, og 250 ecu (20.000 kr.) fyrir stofnanir. Balint ritgerðarsamkeppnin íslenskum hjúkrunarfræðingum gefst nú aftur kostur á að taka þátt í hinni árlegu Balinl ritgerðarsamkeppni. Verðlaun fyrir bestu ritgerðina eru 8000 svissneskir frankar eða rúmlega 450.000 íslenskar krónur. Verðlaunaféð er veitt af svissneska Rauða krossinum og Foundation for Psychosomatic anil Social Medicine í Ascona í Sviss. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1991. Rilgerðir mega í mesta lagi vera 20 síður (30 línur á síðu og 60 stafir í línu) og verða þær metnar út frá eftirtöldum forsendum: 1) Greinargerð. í ritgerðinni á að gera grein fyrir persónulegri reynslu hjúkrunarfræðings í starfí af sambandi við sjúkling og hugsanlega þróun þess sambands. Reynsla hjúkrunarfræðingsins og hluttekning eru sérstaklega mikilvæg. 2) Hugleiðing. Höfundur greinir hegðun sfna og sjúklingsins og sambandið við samstarfsíólk og aðstandendur sjúklingsins. í þessari greiningu á aðstæðum á að taka til athugunar eigin tilfínningar, fmyndanir og viðhorf sem oft eru bæld niður. 3) Aðgerðir og framvinda. Höfundur útskýrir hvað hann lærði og reyndi og sýnir fram á hvernig sú reynsla hefur orðið að venju við dagleg störf. Skilafrestur er til 31. maí 1996 Þrjú eintök af hverri rilgerð á þýsku, frönsku. ítölsku eða ensku þarf að senda til: Swiss Red Cross Departinent of Vocational Education Pro Balint+P.O. Box CH-3001 Bern Switzerland Verðlaunin verða veitt 26. október 1996 í Ascona, Centro Monte Veritá, í Sviss á alþjóðlegum fundi með yfirskriftinni „The depressive patient - psychosocial and therapeutic perspectives“. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.