Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 44
Fræðslufundur gjörgæsluhjúkrunarfræðinga Stjórn og fræðslunefnd deildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga hélt fræðslufund á Akureyri 29. sepl. sl. Tilgangur fundarins var að auka tengsl og flytja félögum okkar hluta af fræðsluefni sem flutt hefur verið á fundum deildarinnar hér fyrir sunnan. Ingihjörg Elíasdóttir, gjörgæslu- hjúkrunarfræðingur á Lsp., fjallaði um Sv02 mælingar (Saturation of rnixed venous Oxigen). Þórdís Borgþórsdóttir, Lsp. hélt erindi um hjúkrun brunasjúklinga og Halldóra Skúladóttir, hjúki-unarfræðingur FSA, og Salbine Moiatz, hjúkmnarfræðingur FSA. um septískt sjokk. Fundurinn var vel sóttur og kunnu fundargestir vel að meta þetta framtak. Anna S. Óskarssdóttir Hjúkrunarfrœðingur ( hlutastarfi fá, skv. nýju samkomulagi, fatnað ( samrœmi við starfshlutfall! SAMKOMULAG UM VINNUFATNAÐ HJÚKRUNARFRÆÐINGA í HEILSUGÆSLU / kjarasamningi Félags íslertskra hjúkrunaifrœðingafrá maí 1994 var gerð bókun þess efnis að aðilar vœru sammála um að ákvœði gr. 8.2.1. 1 kjarasamningi félagsins um hlífðarföt eigi við um vinnufatnað vegna starfa hjúkrunarfrœðinga í heilsugœslu og að aðilar, í samráði við heilbrigðismálaráðuneytið, settu reglur um vinnufatnað sem tœkju mið af störfum hjúkrunarfrœðinga í heilsugœslu og um úthlutun þessa vinnufatnaðar. í vinnuhópnum störfuðu Ásta Möller og Fanney Friðbjörnsdóttirf.h. Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga, Ragnheiður Haraldsdóttir f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Grétar Guðmundsson f.h. jjármálaráðuneytis. Vinnuhópurinn lauk störfum í maí 1995 með undirritun samkomulags um vinnufatnað hjúkrunarfrœðinga í heilsugœslu og birtist það hér. Það er skilningur Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga að með undirritun þessa samkomulags sé tryggður réttur hjúkrunarfrœðinga í heilsugœslu til aðfá nauðsynlegan vinnufatnað þeim að kostnaðarlausu til jafns við hjúkrunarfrœðinga sem starfa á sjúkra- og öldrunarstofnunum. Félagið lítur á það sem brot á kjarasamningi hafi hjúkrunarfrœðingar í heilsugœslu ekki fengið úthlutað vinnufatnaði í samrœmi við samkomulagið og hvetja hjúkrunarfrœðinga til að ganga eftir að fá tilskilinn vinnufatnað. Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga hefur þegar gert athugasemdir við fjármálaráðuneytið um seinagang við að hrinda samkomulaginu íframkvœmd. ÁM Samkomulagið Starfshópur unt vinnufatnað hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu, samkvæmt bókun 8 f kjarasamningi aðila frá 30. maí 1994, gerir eftirfarandi tillögur: Ákvarðanir um val á vinnufatnaði, kaup og endurnýjun tekur stjórn heilsugæslustöðvar í samráði við hjúkrunarforstjóra (sbr. 4. og 5. gr. í erindisbréfi hjúkrunarforstjóra við heilsugæslustöðvar) sem tekur eftir föngum mið af óskum þeirra sem nota falnaðinn. Fatnaðurinn er eign heilsugæslustöðva og skal honum skilað við brotthvarf úr starfi. Hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi fái fatnað í samræmi við starfshlutfall. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeim fatnaði sem þeim er úthlutað og skulu fara vel með hann. 1. Hlífðarfatnaður Yfirhöfn/úlpa: Hjúkrunarfræðingar, sem starfa í heilsugæslu, við ungbamaeftirlit og heimahjúkrun, eða þurfa starfa sinna vegna að vera mikið á ferð úti við, skulu hafa heilsársyfirhöfn til afnota. Má það gjarnan vera flfk sem hægt er að breyta eftir veðurfari og er greinilega auðkennd þannig að vel sjáist að notandi er starfsmaður heilsugæslunnar. Skór: Hjúkrunarfræðingar, sem starfa í heilsugæslu, við ungbamaeftirlit og heimahjúkrun, eða þurfa starfa sinna vegna að vera mikið á ferð úti við, fái annað hvert ár götuskó/götustígvél. 2. Annar fatnaður Hjúkmnarfræðingur í fullu starfi við heilsugæslustöð skal hafa til afnota: 5 buxur, 5 peysur eða treyjur, 5 „pólóboli“. Hlífðarsloppar skulu vera til nægilega margir til að hjúkmnar- fræðingar geti notað þá eftir þörfum. 3. Þvottur Vinnufatnaður skal þveginn með öðmm þvotti heilsugæslustöðva hjúkrunarfræðingum að kostnaðarlausu. Reykjavík, 22. maí 1995 150 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.