Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 28
þyrfti ekki að mæta oftar til vinnu. Það var eins og jörðin
brynni undir fótum mér, ekkert verra hafði hent mig og
skömmin var skelfileg. Síðar komu yfirlæknirinn og
deildarstjórinn í heimsókn til mín og það lá við að þeir væru
meira miður sín en ég yfir að ég skyldi hafa lent í þessu. Ég
skammaðist mín enn meira fyrir að valda þeim þessari sorg.
Eftir á finnst mér gott að hafa verið sagt upp og mér var sýnd
mikil væntumþykja af hálfu samstarfsfólks míns. Reyndar
finnst mér óviðeigandi að segja fólki upp í gegnum síma og
finnst að það hefði átt að stoppa mig tveimur árum fyrr, þegar
fyrst varð uppvíst um þetta. Það myndi ég gera núna ef ég vissi
um einhvern sjálf sem væri í þessu. Samt er ekki hægt að álasa
neinum fyrir það að svona var brugðist við. Fólkinu gekk gott
eitt til.
Upp úr þessu fór hún í meðferð.
- Fyrstu viðbrögðin voru að ég vildi binda endi á líf mitt.
Tilhugsunin um meðferð var óbærileg. Mér fannst það vera
niðurlæging. Læknir sem er tengdur fjölskyldunni, heimsótti
mig og benti mér á ýmsar leiðir til að fara í meðferð, m.a. þá að
fara til Bandaríkjanna. Loks þáði ég það og var í 5 vikur alls.
Ég fann ekki mikið fyrir fráhvarfseinkennum, helst höfuðverk.
Meðferðin gekk vel og ég var viss um að ég væri að öðlast nýtt
líf. Ég var töluvert ein þarna úti og nýtti hópvinnuna illa því
það var erfitt að fylgjast með á öðru tungumáli. Þetta síaðist
samt einhvern veginn inn.
Eftir meðferðina skildi hún við manninn sinn.
Leyndarmálið varð uppvísl og hann hafði ekkert tangarhald á
henni lengur.
- Þetta var erfitt samband sem ég gat ekkert bætt. Flonum þótti
vænt um mig og vildi mér vel en hann fékk einnig sitt út úr þvf
að ég var veik. Þegar ég var innlögð með hjartaþelsbólguna
notaði hann til dæmis ástand mitt til að kalla á samúð annarra.
Stundum jók hann á vanlíðan mína með því að ýkja verulega
það sem ég gerði drukkin því ég mundi ekkert eftir á.
Fjölskyldan studdi mig í gengum skilnaðinn og hún hefur alltaf
aðstoðað mig eftir bestu getu.
Meðferðin hefur dugað síðan. Reyndar féll hún einu sinni
hálfu öðru ári eftir meðferðina. Þá var hún undir miklu vinnu-
og vökuálagi og segist hafa gert allt öfugt við það sem hún átti
að gera.
- Ég fór aftur að vinna við hjúkrun eftir meðferðina en á stað
þar sem engin lyf voru höfð um hönd. Það var dagvinna og mér
gekk illa að lifa á þeim launum, einstæð með bam á framfæri.
Þess vegna skipti ég íljótlega urn vinnustað og fór að vinna á
næturvöktum. Ég var á fullu í jólaundirbúningi á daginn og
vann á nóttunni og fékk litla hvíld. Ég með mfna
fullkomnunaráráttu vildi gera allt fínt fyrir hátíðina. Ég átti
bágt með að halda mér vakandi í vinnunni og var að gefast upp.
Þegar ég kom á eina vaktina biðu mín flókin verkefni og svona
þreytt, eins og ég var, gat ég varla beðið eftir að komast í
lyfjaskápinn. Þá seildist ég í pillur og notaði þær í nokkra
daga. Vinir mínir tóku eftir því að ég var eitthvað undarleg og
spurðu mig hvort ég væri farin að nota lyf aftur. Ég brotnaði
alveg niður og þakkaði þeim fyrir að taka mig í gegn. Eftir á
íinnst mér skelfilegt að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir hvað
það var alvarlegt sem ég var að gera. Þetta var mjög
lærdómsríkt og síðan hef ég ekki snert neitt. Ég margfaldaði
reykingar eftir meðferðina en hætti því svo. Ég var hreinlega
orðin heilsulaus af reykingum og varð að hætta.
Ragnar H. Hall, sem veitir BHMR
lögfræðiþjónustu,
segir að almemiar sönnunarreglur gildi ef upp
kemur ágreiningur um livort starfsmaður sé
eða liafí verið við vhmu undir áhrifum áfengis
eða amiarra vímuefna.
Hann segist telja eðlilegast, ef yfirmaður
telur starfsmann í slíku ástandi, að hami kalli
starfsmanninn fyrir og geri lionum grein fyrir
því að hami sé grmiaður um að vera undir
áhrifum og að yfírmaðurhm telji hann ekki
geta unnið þannig á sig konihm. Ef
starfsmaðurinn telur sig hafðau fyrir rangri
sök mætti bjóða lionum að láta taka úr honum
blóðsýni til greiningar. Ragnar telur liins
vegar ekki að liægt sé að þvhiga starfsmann til
að sæta slíkri raimsókn og ef liann afþakki
megi alls ekki líta svo á að í því fehst einhvers
konar viðurkennhig. Fáist starfsmaðurhm ekki
til samvhmu um það hvernig ástand hans verði
staðreynt, verður yfirmaðurinn að tryggja sér
söimmi mn sitt mál með öðrum hætti, t.d.
með því að kveðja til vitni áður en hami lætur
starfsmannhm víkja af vimiustaðnmn.
Ragnar telur ekki vera hægt í slíkum
tilvikum að beita sams konar viðbrögðum og
þegar lögreglumeim gruna ökumann bifreiðar
um ölvmi. Þar gilda ákvæði laga mn skyldu
lögreglmuanna til að upplýsa um refsiverða
háttsemi og úrræði sem þeir hafa til að
uppfyUa þá lagaskyldu.
Hægt er að liugsa sér svo alvarleg dæmi
um framferði starfsmanus á vhinustað að
kveðja mætti lögreglu á staðinn til að stöðva
refsiverða háttsemi starfsmanns. Framferði
hans myndi þá sæta kæru og rannsókn að
liætti ophiberra mála. Alinennt virðist
yfirmaður þó eldíi eiga önnur úrræði gagnvart
starfsmamú, sem hami telur óliæfan td vinnu
vegna neyslu áfengis eða vímuefna, en að
víkja honuni af vinnustaðnuni.
134
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995