Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 34
Þessi síðasta breyting var einnig svar við þörf fyrir virkari og líflegri starfsemi. Ný verkefni lágu fyrir vegna aukinnar þáttlöku norrænna hjúkrunarfræðinga í alþjóðlegu samstarfi. Þessi nýju verkefni kröfðust skjótrar ákvarðanatöku, aukins upplýsingastreymis og samhæfingar. Nú fundar stjómin tvisvar til þrisvar á ári og árlega em haldnar ráðstefnur um ýmis málefni sem snerta hjúkrunarfræðinga. Löndin skiptast á að halda ráðstefnumar og verður næsta ráðstefna, um kjör hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, haldin á íslandi 17. - 18. september 1996. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, Hildur Einarsdóltir, formaður kjaranefndar, Lilja Stefánsdóttir, varaformaður, og Sigríður Guðmunds- dóttir, varaformaður, taka þátt í að skipuleggja ráðstefnuna fyrir íslands hönd. ímynd hjúkrunar Umræða um fagvitund hjúkrunar- fræðinga hefur alltaf verið áberandi innan SSN. Á þriðja og fjórða áratugnum höfðu hjúkrunarleiðtogar helst áhyggjur af því livort nægilega mikil rækt væri lögð við að innræta hjúkrunamemum góða siði og sálarstyrk því það þótti mikilvægt fyrir köllun þeirra til starfsins. Eftir síðari heimsstyrjöld snérist umræðan hins vegar um það hvort kjarni hjúkrunarstarfsins, umönnun sjúkra, myndi ganga hjúkmnarfræðingum úr greipum með aukinni áherslu á kennslu og stjórnunarldutverk þeirra. Hafa verður í huga það sem var að gerast í læknisfræði og vfsindum á þessum ámm og leiddi til þess að nauðsynlegt var að skilgreina hjúkrun skýrt. Vendipunktur í umræðunni varð þegar farið var að ræða um tækniþróun í hjúkrun og markmið Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar frá árinu 1977 „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Þá jókst áhersla á forvarnir á kostnað umönnunar og lækningar og þess gætti í hjúkrunarmenntun, rannsóknum og á starfssviði hjúkrunarfræðinga. Síðasta afsprengi umræðunnar um ímynd hjúkmnar er stofnun gæðatryggingarhóps innan SSN árið 1988. Að tryggja gæði hjúkmnar og að gera hjúkrunarstörf sýnileg með TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995 skráningu er nú ofarlega á forgangslistanum í félögum hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og þar með einnig innan SSN. Fulltrúi íslands í þessum hópi er Margrét Björnsdóttir og hefur hún ásamt Vilborgu Ingólfsdóttur, fulltrúa í Euroquan, verið í forsvari fyrir starfshóp um gæðastjómun í hjúkmn innan Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga, og báðar em þær virkar í starfi heilbrigðishóps Gæðastjórnunarfélags íslands. Hjúkrunarmenntun - hjartans mól Eitt af höfuðmarkmiðum SSN í byrjun var að skapa sameiginlegan starfsgrundvöll þar sem aðildarfélögin gætu unnið saman að því að tryggja samræmda gmnnmenntun í hjúkrun. Menntunarmál hafa því ávallt skipað mikilvægan sess í umræðum á vegum SSN og það er um menntunarmál sem deilur innan samstarfsins hafa risið hæst. Harðastir hafa árekstrarnir orðið á milli norsku og sænsku formannanna. Á 9. áratugnum reis deilan á milli þeirra svo hátt að við lá að það splundraði samstarfinu. Kænska og málamiðlun hinna formannanna kom þó í veg fyrir það áður en upp úr sauð. í þessum deilum endurspegluðust ekki einungis mismunandi baráttuaðferðir formannanna fyrir framgangi fagsins heldur einnig mismunandi persónuleikar þeirra. Umræður um menntun snérust í byrjun fyrst og fremst um baráttuna fyrir viðurkenningu með hjúkrunarleyfi. Eftir síðari heimsstyrjöld var leitast við að svara spurningum um sameiginlegan norrænan vinnumarkað og leitað leiða til að samræma hjúkrunarmenntun á milli landa. Eftir að umræður um Evrópu- sambandið vöknuðu varð ljóst að til að halda uppi þeim kröfum, sem gerðar eru til hjúkrunarmenntunar á Norðurlöndum, yrðu norrænir hjúkrunarfræðingar að beita áhrifum sínum eftir bestu getu til að hafa áhrif á reglugerðir um hjúkrun innan Evrópusambandsins. Framhaldsmenntun lijúkrunar- fræðinga liefur einnig verið mikið á döfinni hjá SSN. Ósk um norrænan hjúkrunarháskóla, þar sem hjúkrunar- fræðingum byðist framhaldsmenntun á háskólastigi í stjórnun, kennslufræði og heilsugæslu, var komin fram árið 1920 en var lögð til hliðar á næstu árum. Þegar Norræni heilbrigðisháskólinn í Gautaborg var stofnaður árið 1953 var rykið dustað að hugmyndinni um norrænan hjúkrunarháskóla. Fyrst var barist fyrir því að hjúkrunarfræðingar fengju aðgang að Norræna heilbrigðis- háskólanum, sem aðallega var ætlaður læknum, og fyrir því að fá að hafa áhrif á menntunina sem í boði var. Prófessors- staða í hjúkrun fékkst loks við skólann árið 1987. Hjúkrunarrannsóknir Á eftirstríðsárunum ríkti mannekla í hjúkrun og af því skapaðist þörf fyrir að skilgreina hlutverk hjúkrunarfræðinga. Af því spruttu siðan hjúkrunar- rannsóknir innan SSN. Þar var byrjað af veikum mætti með vangaveltum um hvernig standa bæri að rannsóknum í hjúkrun og hvernig sannfæra ætti hjúkrunarfræðinga, sem voru fullir efasemda, um gildi hjúkrunarrannsókna. Á sjöunda áratugnum efaðist enginn lengur um mikilvægi rannsóknanna, þeim óx fiskur um hrygg bæði hvað stærð og fjölbreytileika áhrærði. Með auknum umsvifum á sviði rannsókna var samþykkt að vinna að gerð siðareglna fyrir norrænar hjúkmnanannsóknir árið 1978. Sama ár var samþykkt að gefa út vísindarit og haustið 1981 kom tímaritið Várd i Norden út í fyrsta skipti. Útgáfa Várd i Norden hefur ekki gengið áfallalaust. Efni til birtingar hefur látið á sér standa, áskrifendur eru færri en vonir stóðu til og fjárhagsörðugleikar hafa sett strik í reikninginn. Ástæðan er kannski sú að þegar útgáfan hófst var stutt sfðan hjúkmnarrannsóknir hófust á Norðurlöndum auk þess sem hjúkmnarfræðingar vom efins um vísindalegt gildi ritsins. Reynt hefur verið að ráða bót á því með því að tilnefna lióp ritrýna frá öllum Norðurlöndunum og með árlegum fjárstyrk frá SSN. Áhersla hefur verið lögð á útgáfu ritsins vegna þess að það er talið hafa mikilvægu hlutverki að gegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.