Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 23
- Um kvöldið, daginn sem talað var um fiutninginn við mig, fór
ég í hús og drakk mig ofurölvi. í því ástandi fór ég að grýta
ieirtaui. Lögreglan kom og með henni læknir sem sagði að hann
þyrfti að hafa samband við barnavemdamefnd. Þá hótaði ég
sjálfsvígi og var neydd til að leggjast inn á geðdeild. Aður en ég
var lögð inn var ég í nokkra daga heima með vakt yfir mér allan
sólarhringinn. Mér leið djöfullega og var með bullandi
fráhvarfseinkenni. Ég kvartaði en það var ekki hlustað á mig.
Allt gekk út á að þrýsta mér inn á geðdeild, líðan mín á meðan
á því stóð virtist aukaatriði.
Hún var í sex mánuði á geðdeildinni og meðferðin
miðaðist við einkennið þunglyndi en ekki undirrótina sem að
hennar mati var ojheysla áfengis og lyfja. Reyndar viðurkenndi
hún ekki neina neyslu og hafnaði algjörlega lyfjameðferð af
nokkru tagi.
- A geðdeildinni var ekkert tekið á neyslunni. Ég gerði líka í
því að vera þunglynd og var eiginlega f fýlu því að mér fannst
það betra en að viðurkenna neysluna. Ég vildi hjálp en ekki lyf
og tók engin lyf inni á deildinni. Þegar ég fór heim í helgarfrí
fékk ég mér hins vegar bæði í glas og pillur ef mér sýndist. Mér
var bent á að ég ætti rétt á að fara á Vog og það kom sjúkraliði
til mín sem sagði mér frá reynslu sinni af áfengismeðferð. Enn
skildi ég ekkert í hvers vegna verið var að segja mér allt þetta
og þaðan af síður af hverju hún sagðist vera svona þakklát fyrir
allt það sem hún hafði þá.
Eftir sjúkraliúsdvölina flakkaði hún töluvert á milli
vinnustaða en var jafnan sagt upp. Á endanum hœtti hún að
reyna að fá sér vinnu. Einhvers staðar undir niðri vissi hún að
húnfengi hvergi vinnu og að eitthvað mikið var að. Hvað það
var vissi hún hins vegar ekki enn.
- Einu sinni var mér sagt upp vegna þess að það sást að ég
gekk með pillur í vösunum á vinnusloppnum og það var haldið
að ég væri að deila þeim út til sjúklinga. Það var náttúrlega
hreinasta bull.
Hún segist einhvern veginn hafa náð botni og að þar hafi
komið að hún var tilbúin að takast á við áfengisneysluna.
- Ég var búin að hugsa um það nokkuð lengi en fann alltaf
einhvern fyrirslátt til að fresta því. Einn daginn ætlaði ég í
Ríkið en hætti við og ákvað að gera eitthvað annað við
peningana í staðinn. Það varð úr að ég keypti smirnateppi,
eldrautt og ekki beinlínis fallegt, segir hún og brosir. Þetta
ágæta teppi skipar nú heiðurssess á veggnum hjá mér til
minningar um fyrsta sigurinn.
Pillunum var hún hins vegar ekki tilbúin að sleppa. Án
þeirra taldi hún sig ekki geta lifað.
- Ég geymdi alls konar pillur sem ég hafði viðað að mér í krús
uppi á hillu. Ég þurfti ekki að sjá pillumar til að þekkja þær,
mér nægði að þreifa á þeim. Mest notaði ég Valíum en einnig
Nitrazepam og jafnvel Mebumal Natrii í hallæri. í fyrsta skipti
sem ég tók Mebumal Natrii gerði ég mér ekki grein fyrir hvað
tiillurnar voru sterkar og át heila töflu. Það kippti hreinlega
löppunum undan mér eins og ég væri drukkin og því sóttist ég
ekki eftir. Eftir það tók ég aldrei heila svona töflu. Ég tók
Nitrazepam og drakk kaffi eða kók með og krossaði þannig
verkun lyfjanna. Ég fór ekki spönn frá rassi án kókflösku því
að ég var svo þurr í munninum og oft vom margar hálfar
kókflöskur á borðinu hjá mér því ég fékk mér alltaf nýja og
nýja.
En atvinnulausri gekk henni ekki eins vel að útvega lyf.
Hún neyddist til að draga úr lyfjaneyslunni þar sem birgðirnar
í bók Súsönnu Svavarsdóttur,
„Gúmmíendur synda ekki -
Eiginkonur alkohóiista segja fró", er
viðtal við hjúkrunarfræðing undir
nafninu „Steinunn". Hún giftist
alkóhólista og varð síðar sjólf hóð
ófengi um tíma. Hún segir m.a. svo
fró:
„Eiiihver liafði bent mér á góða leið lil að þrauka
þetta ástand. Hún var sií að fá mér líka í glas. I fyrstu
ilrakk ég lítið seni ekkert, en nú gat ég ekkert sagt
lengur. Þegar ég var að skammast yfir drykkju Jónasar,
þýddi ekkert að benda lionuin á þá staðreynd að ég
yrði aldrei drukkin og að ég drykki ekki ef ég ætti að
fara í vinnu næsta dag. Honum fannst ég ekki bafa efni
á að segja orð um dykkju lians á meðan ég væri
„ekkert betri“.“
A mörgnm árum versnaði ástandib þó svo «ð Jónas
fór «ð reyna ab hœtta og ab lokum fór hann í mebferb.
Steinunn var ekki sátl vib þab. I bókinni segir áfram:
„Oft bafði ég reiðst - en nú brjálaðisl ég! Mér
fannst meðferö vera á við að fara í fangelsi og verða
yfirlýstur glæpantaður. Ymislegt hafði ég þolað, en nú
gekk hann of langl. Meðferð!... Ég ákvað að ná tnér
niðri á bonuni - nú sncrist dætnið við. Um Icið og haun
liælti að drekka, ákvað ég að taka út niinn skaiumt.
Þegar við fórum út að borða eða skenunla okkur,
þambaði ég eins mikið brennivín og ég gat í mig Iátið.“
Jónas féll eftir eitt og hálft áir en fór aftur í
mebferb. Steinunn liélt hins vegar uppteknum hœtti þar
til um þverbak keyrbi ogjónas var genginn ál af
heimilinu. Þá fór lián loks einnig í mebferb.
„Ég var þó ekki alveg á því að horfast í augu við
begðmt mína fyrstu dagana. Þegar verið var að ræða
um einkemú alkohólismans og ltegðmi alkohólista,
vísaði ég stöðugt í Jónas. Hann bafði eimnitt hegðað sér
svona og hinsegm. En ég komst ekki upp með það til
lengdar.
Þegar ég útskrifaðist var ég bæði hrædd og
óörugg, en búin að átta mig á því hvernig ég liafði farið
nteð bf nútt. Fyrst nteð því að taka þátt í drykkjuleik
Jónasar, þar sem ég lék stuðiúngsmaimiun, og síöun
með minni eigin drykkju. Það vildi mér til happs að þá
hafði Jónas lært ýinislegt og lét mig um vandamálið
þegar bann sá hvert stefndi. Börnin tvö faf fjórum, liin
voru uppkomin, innsk. ÞR] liöfðu verið hjá lionuni á
meðan ég var í meðferð, en kontu nú henn aftur. Það
var ntér mikils virði.“
Jónas og Steinunn skildu aldrei formlega og 1991
þegar Súsanna skrifabi bókina voru þau ab reyna ab
byggja upp nýtt Uf sarnan.
TlMARIT HJÚKRUNARFRÆtlINGA 4. tbl. 71. árg. 1995