Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 16
klst. eftir að áfengis var síðast neytt og geta varað í 3-5 daga. Fráhvarfseinkenni eftir neyslu róandi lyfja koma oftast síðar. Afla þarf nákvæmra upplýsinga um neysluna frá sjúklingnum sjálfum; hversu mikils, hve oft, hvers og hvenær síðast var neytt. Hvernig er neyslumynstur hans - dagneysla eða túraneysla? Ymis greiningarpróf hafa verið notuð í þeim tilgangi að finna áfengisneytendur, en algengast er CAGE- prófið (1974). Þar eru viðhorf sjúklingsins til neyslunnar og tilraunir hans til að stjóma henni könnuð í fjómm spurningum (Þórarinn Gíslason, Kristinn Tómasson, Hrafnhildur Reynisdóttir, Júlíus K. Bjömsson og Helgi Kristbjarnarson, 1994). í íslenskri þýðingu hefur prófið hlotið nafið DESA eftir upphafsstöfum helstu áhersluorðanna í spurningunum (með samþykki Kristins Tómassonar er hér birt örlítið breytt þýðing). Ef tveimur til þremur þeirra er svarað jákvætt er það talið gefa sterka vísbendingu um ofneyslu: D. Hefur þér fundist þú þurfa að draga úr áfengisneyslu þinni? E. Verður þú ergilegur þegar áfengisneysla þín er gagnrýnd? S. Hefur þú fengið sektarkennd vegna áfengisneyslu? A. Hefur þú einhvern tímann fengið þér afréttara ? Eftirfarandi upplýsingar gefa hugmynd um það helsta sem veita þarf athygli við líkamlegt mat á sjúklingi sem gmnaður er um áfengissýki (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Tweed, 1989; Pires, 1989; Anderson, 1990). Hvernig er almennt útlit sjúklingsins? Er sjúklingurinn útitekinn í andliti, sólbrenndur eða fölur? Er hann þrútinn með blóðhlaupin augu og dökka bauga? Er stærð sjáaldra og litur hvítu í augum eðlileg? Ef sár eru í andliti hvemig líta þau út? Hvert er ástand tanna og slímhúðar í munni? Er sjúklingurinn með rautt og æðasprungið (spider veins) nef (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Tweed, 1989; Anderson, 1990). Er sjúklingurinn með sár, sprautuför (alg. í olnbogabót), marbletti eða einkenni um punktblæðingar (petechiae)? Em brunasár á höndum, fótum eða brjóstkassa. Er húðin föl, gul (icterisk) eða blá (cyanotisk)? Er teygjanleiki (turgor) húðar eðlilegur eða er sjúklingurinn þurr eða með bjúg og þá hvar? Er húðin sveitt, t.d. í lófum, lieit eða köld? Hefur sjúklingur fengið áverka sem ekki hafa verið meðhöndlaðir, til dæmis rifbeinsbrot eða handleggsbrot? (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Tweed, 1989; Anderson, 1990). Algengt er að vöðvamassi sé rýr þó að holdarfar sé skvapmikið. Kvartar sjúklingur um sinadrátt í fótum, vöðvaverki eða bakverki? Fínlegur skjálfti (tremor) er eitt aðalfráhvarfseinkennið. Það sést betur ef sjúklingurinn teygir hendurnar fram og glennir f sundur fingurna. Skert jafnvægiskyn (ataxia) getur bent til taugaskemmda. Eru dæmi þess að sjúklingurinn hafi fengið krampa? (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Tweed, 1989; Anderson, 1990). Snemma á sjúkdómsferlinu er nokkuð algengt að sjúklingarnir séu illa nærðir vegna rangrar samsetningar fæðunnar. Kviðmikill sjúklingur gæti verið með lifrarsjúkdóm, vökva í kviðarholi eða krabbamein. Hefur sjúklingurinn verið 122 með ógleði, uppköst eða niðurgang, blóð í uppköstum eða hægðum og magabólgur? Er hann sykursjúkur en svarar illa meðferð? (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Tweed, 1989; Anderson, 1990; Brunner og Sudderth, 1986). Mat á hjarta- og lungnastarfsemi leiðir oft í ljós óeðlileg lífmörk miðað við kyn og aldur. Algengt fráhvarfseinkenni er hraður hjartsláttur, of hár blóðþrýsingur og líkamshiti. Hefur sjúklingur haft hjartverk (angina pectoris) eða tfðar lungnabólgur (aspirations)? (Anderson, 1990; Tweed, 1989; Alexander, Gould, Morello og Peterson, 1993). Andlegt og atferlislegt mat Andlegar og atferlislegar breytingar er oft erfitt að meta en eftirfarandi einkenni geta gefið tilefni til að framkvæma enn ýtarlegra hjúkrunarmat. (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993). Ollum breytingum á atferli og meðvitund sjúklingsins skal fylgjast vel með. Sjúklingur getur verið óvenjulega spenntur eða kvíðinn og kvartsár, að því er virðist að tilefnislausu. Mikið lyfjaþol er oft það sem kemur upp um neysluvenjur alkóhólista. Er sjúklingurinn svefnlaus, órólegur, pirraður, tortrygginn, illa áttaður eða hefur hann verið með sjálfsvígsþanka? Er einbeiting skert og tregða í hugsunum og gjörðum? Virðist sjúklingurinn dapur eða hefur hann verið þunglyndur? (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Tweed, 1989; Anderson, 1990). „Black out“ eða minnisleysi við neyslu, án þess að meðvitund skerðist, er einkenni sem sést oft snemma í sjúkdómsferlinu og veldur gjarnan hræðslu og óróleika hjá sjúklingnum (Tweed, 1989). Rétt er að kanna hvort sjúkrahúslegur hafa verið tíðar eða sjúklingurinn slasast eða meiðst (Tweed, 1989; Pires, 1989). Hafa félagslegar aðstæður hans breyst, t.d. með sambúðarslitum, breytingu á vinahópi, atvinnumissi eða lögbroti? Vill hann leyna neyslunni eða er hann upptekinn af atburðum tengdum henni? (Anderson, 1990; Tweed, 1989; Pires, 1989; Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993). Rannsóknaniðurstöður Þegar frekari rannsóknaniðurstöður berast styrkja þær oftast sjúkdómsgreininguna. Við mælingu á lifrarenzýmum skal haft í huga að ensým eru viðkvæmur mælikvarði sem hækkar oft við aðra sjúkdóma eins og hjarta- og lifrarsjúkdóma. Ef gamma- glútamíntransamínasi (GGT) er óeðlilega hár er niðurstaðan marktækari ef önnur lifrarpróf eru það einnig. Óeðlileg stærð á rauðum blóðkornum (macrocytosis) og hátt „Mean Corpuscular Volume“ (MCV) er algengt hjá fólki sem misnotar áfengi. Blóðrauði (hemóglóbín) og hlutfall blóðkoma (hematókrít) geta verið lág en einnig há ef sjúklingurinn er þurr en það er algengt vegna þvagræsieiginleika áfengis. Hlutfall ýmissa salta í blóði lækkar, t.d. magnesíums, fosfats og kalíums. Lágur blóðsykur er algengur við áfengissýki því áfengi nýtist ekki líkamanum sem orkuforði. Algengt er að blóðfita og kólesteról í blóði mælist hærri hjá drykkjumönnum (Tweed, 1989; Duphorne, 1992). Sumir telja að úr svörum við eftirfarandi sjö rannsóknum megi greina fjóra af hverjum fimm áfengissjúklingum. Þá TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.