Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 25
viðbrögð fólks við því. Samt vissi enginn hvað ég var að basla
við með sjálfa mig. Um vorið átti að ferma eldra bamið og ég
fór að reyna að undirbúa veislu. Það kom lengi vel enginn og
bauð mér aðstoð, ekki einu sinni mamma sem þó var vön að
koma ef eitthvað var. Svo kom kona í fjölskyldunni og bauðst til
að hjálpa mér. Við undirbjuggum síðan veisluna í sameiningu.
Þegar fermingardagurinn rann upp kom ég öllum á óvart, var
sjálf gjörbreytt og tilbúin með fína veislu.
Ég sætti mig ekki lengur við stöðu mína. Þarna var ég á
örorkubótum, í bæjarfbúð, að bera út blöð. Ég veit að ég hef
virkað skrýtin, grindhoruð, með hnút í hnakkanum að selja
blöð í miðbænum. Ég vildi eitthvað annað. Ég fór að gæla við
það að fara að vinna við hjúkmn aftur. Eitthvað hafði komið
fyrir og mér var að batna af einhverju sem ég vissi ekki hvað
var. Til að reyna að átta mig fór ég til geðlæknisins míns en
fékk ekki mikið út úr því. Hann talaði mjög mikið niður til mín
og dró úr mér. Ég átti ekki að geta unnið við lijúkrun aftur.
Eftir að hafa verið alls gáð í 1 1/2 ár sótti hún loks um
vinnu á meðerðarstað fyrir áfengissjúklinga og fékk strax vinnu.
Hún sagði frá öllu um sína hagi og það var tekið vel á móti
henni.
— í byrjun var ég látin vinna í hópi með sálfræðingi sem tók
mig svo í viðtal. Mér varð síðar Ijóst að þarna var á fínlegan
hátt verið að athuga hvort ég væri í lagi. Mér þótti vænt um
hvemig staðið var að því. Það var sérstök upplifun að fara að
borga skatta og skyldur aftur. Mér fannst ég vera að verða
þátttakandi í lífinu og það fylgdi því mjög góð líðan.
Smám saman jók hún vinnuna og þar kom að hana
langaði að takast á við gamla vinnustaðinn aflur. Hana
dreymdi um að fara i' sérnám á því sviði. Hún hafði ekki snert
áfengi eða lyf í 3 ár þegar hún mannaði sig upp í að sœkja um
vinnu þar. Hún segist hafa verið tilfmningalega stutt á veg
komin, eiginlega eins og unglingur, óörugg og hrœdd.
— Það var erfitt að sækja um því ég skammaðist mín mjög mikið
gagnvart mfnum gömlu vinnufélögum. Ég beið lengi eftir svari
en síðan var mjög harkalega tekið á móti mér. í viðtali vegna
umsóknarinnar var mér nuddað upp úr öllum gömlu syndunum.
Mér vom sett ýmis skilyrði og sýnd langlegudeild. Ég átti að
ákveða hvort ég sætti mig við að vinna þar ef ég fengi vinnuna.
Ég ákvað að láta það ekki á mig fá. Ég ætlaði mér í þetta nám
og var tilbúin að vinna mig upp úr áliti samstarfsfólksins á mér.
En svo var hringt í mig og sagt að ég fengi ekki vinnuna. Það
var hræðilegt áfall.
Húnfrestaði því að skipta um vinnu. Henni bauðst að
dvelja sem starfsmaður í 10 daga á eftirmeðferðarstað og gat
nýtt þá dvöl sem meðferð. Hún hafði aldrei farið í eiginlega
áfengismeðferð en sótt AA fundi um hríð. Á eftirmeðferðar-
staðnum fékk hún það sem upp á vantaði til að vinna úr
vandamáli sínu. Svo ákvað hún að leita að annarri vinnu.
— Ég fór í endurhæfíngu í akstri og fékk mér bfl. Ég sótti um á
almennri deild á einu af stóm sjúkrahúsunum f Reykjavík og
fékk strax vinnu. Þar var vel tekið á móti mér. Mér vom ekki
sett nein skilyrði og ég fékk að velja úr deildum með lausar
stöður.
Hún lét ekki þar við sitja og dreif sig ( nám að nokkrum
tíma liðnum. Og nú halda henni engin bönd.
— Ég hafði mikinn áhuga á að halda áfram námi eftir
hjúkmnamám og ætlaði í sálarfræði. Af því varð hins vegar
ekki enda sóaði ég næstu ámm í neyslu áfengis og annarra
Hjúkrunarlög nr. 8/1988,
8. gr.
Ef [hjúkrimarfræðingur] vanrækir skyldur sínar
eða brýtur gegn heilbrigðislöggjöf landsins að
dóini landlæknis, skal landlæknir ániinna [hann].
Komi áminningin ekki að haldi, leggur landlæknir
ináliö fyrir ráðherra. Getur þá ráðherra
úrskurðað, að hlutaðeigandi skuli sviptur
lijúkrunarleyfi, en skjóta má hann þeim úrskurði
til dómstóla.
Nú hefur [lijúkrmiarfræðingur] verið
[sviptur] hjúkrmiarleyfi skv. 1. mgr., og er þá
ráðherra heimilt að veita [hoinun] leyfið aftur,
enda liggi fyrir meðinæli landlæknis.
Læknalög nr. 53/1988, VII. kafli. Viðurlög,
A. Svipting lækningaleyfis.
28. gr.
Það telst óliæfa í læknisstaríi þegar læknir
uppfyllir ekki þau skilyrði sem krafist var þegar
hann fékk lækiiingaleyfi, t.d. vegna heilsubrests
sem geri liaim lítt hæfan, óliæfan eða jafnvel
liættulegan við störf, vegna vímuefiianeyslu eða
vegna þess að hami hafi kymit sig að alvarlegu
liirðuleysi eða ódugnaði í störfum.
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunar-
fræðingur hjó landlæknisembættinu,
segir að landlækiúr fái árlega u.þ.b. 2 tilkynningar
uni hjúkrunarfræðinga sem eiga í áfengis- og/eða
vímuefnavanda. Hún telur hins vegar að það gefi
ekki rétta niynd af mufangi vandamálsins meðal
hjúkrmiarfræðinga. Hjúkrunarfræðmgar eigi
auðveldast allra stétta með að komast yfir lyf og ef
litið er á tilkyiiningar, sem landlækni hafa borist,
séu tilkynniiigar uni hjiikrmiarfræðinga
hlutfallslega færri en t.d. uni lækna. Þótt lækna-
stéttin sé iniklu fámemiari en lijúkrmiarstéttin
hafa á síðustu 20 árum borist að jafnaði 1-2
tilkynningar um lækna á ári. Þeim fer þó
fækkandi. Ein af hugsanlegnm skýrhigmn á því af
liverju ekki hafi horist fleiri tilkynningar úm
hjúkruiiarfræðuiga til landlæknis telur Vilborg
vera þá, að hér áður fyrr hafi stofnanir oft talið
það vera lausn á vandanuni að vísa hjúkrunar-
fræðinguin úr starfi, flytja þá til í starfi eða setja
þær takmarkanir á starfssvið þeirra að þeir gæfu
ekki lyf. Vandamál, seni leyst voru þannig hinan
stofnmiar, voru í fæstmn tilvikum tilkynnt
landlækni. Nú er hins vegar farið að taka á þessu á
markvissari hátt og hjálpa hjúkrunarfræðhigmn að
takast á við vandaim, að sögn Vilborgar.
TÍMAHIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995 131