Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Page 48
Fagdeild hjúkrunarfræðinga á sviði
ENDURHÆFINGAR
Ingibjörg Sig. Kolbeins
Stofnfundur Fagdeildar hjúkrunar-
frœðinga á sviði endurhœfmgar var
haldinn að Reykjalundi að loknu
málþingi sem hjúkrunarfrœðingar
Reykjalundar stóðu fyrir. Stofnfélagar
voru 63.
Aðdragandinn að stofnun
fagdeildarinnar var sá að hjúkrunar-
fræðingar starfandi á hinum ýmsu
deildum á sviði endurhæfingar höfðu lýst
áhuga sínum og þörf fyrir stofnun slíkrar
deildar. Þeim þótti þörf á aukinni
fræðslu og þekkingu á endurhæfingar-
hjúkrun. Þá var mikil þörf fyrir vitneskju
um hjúkrunarviðfangsefni og hjúkrunar-
meðferð á öðrum endurhæfingardeildum
og stofnunum. Hjúkrunarfræðingar sáu
nauðsyn þess að gera hjúkrunina
sýnilegri í samstarfi við aðra faghópa og
þörf á að efla virðingu og skilning
annarra starfsstétta á hlutverki
hjúkrunar í endurhæfingu.
Forgangsverkefni fagdeildarinnar
þetta fyrsta starfsár verða:
• Að skilgreina hugmyndafræði
endurhæfingar og hjúkrun innan hennar.
• Að stofna og koma af stað
vinnuhópum þar sem hjúkrunar-
fræðingar með mismunandi áhugasvið
innan endurhæfingar munu vinna að
sameiginlegum verkefnum. Vinnu-
hóparnir munu síðan kynna og taka til
umfjöllunar niðurstöður verkefna innan
fagdeildarinnar. Verkefnin geta verið allt
frá athugunum á einstökum
hjúkrunarviðfangsefnum endurhæfingar
til stærri þróunarverkefna.
Markmiðið er að fagdeildin verði
þannig sameiginlegur vettvangur
hjúkrunarfræðinga sem starfa við
endurhæfingu til faglegrar umræðu,
fræðslu og kynningar á rannsóknarvinnu.
í stjórn fagdeildar hjúkrunar-
fræðinga á sviði endurhæfingar sitja:
Ingibjörg Sig. Kolbeins, endurhæfingar-
og taugadeild Borgarspítala að Grensási,
formaður, Ásta St. Thoroddsen, lektor við
námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla
íslands, varaformaður, Helga
Hinriksdóttir, deildarstjóri Reykjalundi,
ritari, Jónína Hafliðadóttir, taugadeild
Landspítala, gjaldkeri, Gunnhildur
Valdimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Heilsustofnunar NLFÍ Hveragerði,
meðstjórnandi.
Starfsreglur fagdeildar
hjúkrunarfræðinga á
sviði endurhæfingar
1. gr.
Nafn fagdeildar er Fagdeild
hjúkrunarfræðinga á sviði endur-
hæfingar. Hún starfar innan Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Heimili og
varnarþing er í Reykjavík en umdæmið
er landið allt. Lög Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga eru lög fagdeildar.
2. gr.
Markmið fagdeildar hjúkrunarfræðinga á
sviði endurhæfingar eru:
• Að vera stjóm og nefndum Félags
íslenskra hjúkmnarfræðinga til
ráðgjafar í öllu því er snýr að
endurhæfingarhjúkrun.
• Að hafa áhrif á stefnumótun í
heilbrigðismálum
• Að bæta menntun í endurhæfingar-
hjúkmn á íslandi og hvetja
hjúkmnarfræðinga til að viðhalda og
auka hæfni sína á þvf sviði.
• Að stuðla að aukinni fræðslu um
endurhæfingu og efla forvarnir.
• Að hvetja til rannsókna í hjúkmn á
sviði endurhæfingar, fylgjast með
nýjungum og tileinka sér þær.
• Að stuðla að tengslum við
hjúkmnarfræðinga á sviði
endurhæfingar í öðmm löndum.
• Að stuðla að bættri þjónustu í endur-
hæfingarhjúkmn í samstarfi við aðrar
starfsstéttir.
3. gr. Aðild
Félagar geta orðið allir hjúkmnar-
fræðingar innan Félags íslenskra
hjúkmnarfræðinga sem starfa á endur-
hæfingar- og taugadeildum. Aðrir
hjúkmnarfræðingar sem óska eftir aðild
skulu sækja um inngöngu til stjómar
fagdeildar hjúkurnarfræðinga á sviði
endurhæfingar.
4. gr. Kosning
Stjórn deildarinnar skipa 5 félagsmenn:
formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri
og einn meðstjórnandi. Stjóm
deildarinnar skal kosin á aðalfundi og
sitja tvö ár í senn, skulu 2 stjórnarmenn
ganga út annað árið en þrír hitt.
Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
5. gr. Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn í september eða
október ár hvert. Aðalfund skal boða
skriflega með tveggja vikna fyrirvara hið
minnsta. Aðalfundur er löglegur sé
löglega til hans boðað.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir
fram.
3. Kosning stjórnar skv. 4. gr.
4. Kosning tveggja endurskoðenda.
5. Árgjald ákveðið.
6. Önnur mál.
6. gr.
Starfsreglum þessum má aðeins breyta á
aðalfundi og skulu skriflegar tillögur um
breytingar á reglum berast stjórn eigi
sfðar en einni viku fyrir aðalfund.
Samþykkt 13. maí 1995
154
TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995