Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 27
Hjúkrunarfræðingar og vímuefni Ég verð alltaf þakklát fyrir erfiðleikana sem ég hef gengið í gegnum Hún er á besta aldri, lífleg, glaðleg. Hún segist vera hræddust um að hún muni ekki nógu vel hvernig þetta var allt saman þarna um árið. Það er svo langt síðan nærri 10 ára tímabili lauk, tímabili þegar hún var meira og minna háð áfengi, amfetamíni, verkjatöflum og Leptanalsprautum. Hún rekur neysluvanda sinn til sársaukafullrar reynslu í æsku sem hún var lengi vel ekki meðvituð um. - Ég missti mömmu mína sem bam og sorg föður míns var svo mikil að það mátti ekki tala um hana. Hann flúði í vinnu sína og ég missti hann því eiginlega lfka. Mér fannst mér vera hafnað. Til að öðlast viðurkenningu reyndi ég að vera dugleg að vinna, að afreka eitthvað. Fyrir það var fólk í minni fjölskyldu metið. Hún segir að í uppvextinum hafi sér alltaf liðið illa innan um annað fólk, var stöðugt óánœgð með sjálfa sig,fannst hún aldrei nógu dugleg og alltaf þreytt.. - Mér fannst ég vera of feit og leitaði til heimilislæknisins. Hann lét mig fá megrunartöflur sem innihéldu amfetamín. Af amfetamíninu varð ég létt og kát og fannst ég fær í flestan sjó. Þreytan hvarf og ég afkastaði meiru. Stuttu síðar hóf hún hjúkrunarnám og þegar hún fór að kíkja (lyfjaskápana inni á deildum sá hún töflurnar sem hún hafði fengið hjá lœkninum og fékk sér eina og eina. Hún hafði stjórn á þessu til að hyrja með en minningin um þessa góðu tilfinningu, sem henni fannst töflurnar gefa sér, sótti á. Hún smakkaði sjaldan áfengi og fór ekki oft út að skemmta sér því henni leið ekkert vel ( margmenni. Þannig lauk hún bœði hjúkrunarnámi og sérnámi í svœfmgum. Eftir þaðfór að síga á ógœfuhliðina. - Ég drakk illa þegar ég drakk, fékk „black out“ og „skandaliseraði“. Ég fór að bmgga bjór og léttvfn heima og drakk það í tíma og ótíma. Þetta var verst síðustu þrjú árin f neyslunni. Þegar ég fór að finna fyrir fráhvarfseinkennum bætti ég verkjatöflum við en leið náttúrlega illa í maganum af þeim. Það má segja að líðanin hafi verið verst og neyslan mest síðustu 3 árin. Síðustu jjögur árin sprautaði hún sig með Leptanali, sterku morfínskyldu verkjalyfi, sem er notað við svœfingar. Það varð uppáhaldsefnið hennar. - Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég fór að sprauta mig. Ég held að það hafi verið eitthvert fikt, mig langaði að prófa þetta. Ég var langt gengin með barn og tók afgang úr glasi. Þetta var óttaleg vitleysa. Ég hafði verið gift í nokkur ár en hjónabandið var ekki gott, við áttum von á bami, vomm að byggja og mikið að vinna. Þetta var of mikið, ég einfaldlega réð ekki við lífið og þess vegna held ég að ég hafi leiðst út í þetta. Hún var gift. manni sem hún segir að hafi ekki verið viðurkenndur alkóhólisti en haft mjög alkóhóliska hegðun. Hún segir að hann hafi stundum drukkið með henni en alls ekki alltaf. - Maðurinn minn vissi lengi ekki af sprautunum en ég gat náttúrlega ekki leynt sprautufömnum endalaust fyrir honum. Ég sprautaði mig aldrei í æð, heldur ýmist undir húð eða í vöðva, gjarnan í lærin. Hann sagði samt engum frá þessu því að ég hótaði að skilja við hann ef hann kjaftaði frá. Það gat hann ekki hugsað sér. í vinnunni var þetta erfitt í búningsklefanum. Ég mætti á undan öðmm eða réyndi að klæða mig í einrúmi. Maður fær ofsóknarhugmyndir og finnst allir vera að fylgjast með sér. Ég reyndi líka að koma snemma til að eiga von um að komast í lyfjaskápinn svo að lítið bæri á. Hún sprautaði sig í 4 dr. Hún safnaði afgöngum úr glösum eða tók heil glös og skráði í bókina jyrir eftirritunarskyld lyf að þau hefðu brotnað. Þá voru reglurnar fyrir talningu ekki eins strangar og þœr eru orðnar nú. Á miðju þessu fjögurra ára , neyslutímabili gafst þó vannýtt tækifœri til að stoppa hana af. - Ég missti fóstur og fékk upp úr því hjartaþelsbólgu (bakteríal endókardít) sem var erfitt að skýra ástæðuna fyrir. Maðurinn minn sagði lækninum, sem annaðist mig, frá sprautunum. Sá sagðist tilneyddur að segja einhverjum af yfirmönnum mínum frá þessu og í samráði við mig var ákveðið hver það skyldi vera. Það var talað við mig og ég lofaði bót og betmn. Ég hélt samt uppteknum hætti þegar ég kom aftur í vinnuna en leyndi því nú enn betur en áður. Læknirinn, sem meðhöndlaði hjartaþelsbólguna, sagði mér seinna að hann hefði haldið að yfirmaður minn myndi fylgjast betur með mér. Ég hlýt að hafa verið ákaflega einkennileg í háttum því að ég leit aldrei í augun á nokkmm manni. Ég óttaðist að ef einhver sæi í augun á mér þá sæist að ég var með samandregin sjáöldur. Mér fannst ég dugleg og leið vel í neyslu, að minnsta kosti stundum. Ég veit ekki til að þetta hafi komið niður á vinnunni en þó hef ég kannski eitthvað dregið úr skömmtum til að eiga meira eftir sjálf. Þetta efni sem ég notaði, Leptanal, er handónýtt vímuefni. Það stendur ekkert við í skrokknum og víman varir aðeins stutt. Ég hafði sem sagt ekki einu sinni vit á að velja mér almennilegan vímugjafa. Hún hélt áfram um tveggja ára skeið. Hún heldur að þá hafi hún verið farin að liggja undir grun vegna aukinnar neyslu. - Ég fór í burtu í fií og á meðan var málið rannsakað á deildinni. Svo var hringt í manninn minn og honum sagt að ég TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.