Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 37
formaður SSN, talaði um SSN og
alþjóðlega samvinnu. Hún álítur að ef
SSN á áfrani að geta unnið að framþróun
heilbrigðiskerfa Norðurlanda þá verði
það að vera aðili að alþjóðlegum
samtökum á borð við ICN. í erindi
hennar kom fram að SSN nýtur virðingar
innan ICN og að kjör Inger Ohlsson frá
Svíþjóð sem fyrsta varaformanns ICN
hafi verið stór sigur fyrir Norðurlönd. Þá
benti hún sérstaklega á mikilvægi þess
að SSN í heild sinni hafi áheyrnar-
fulltrúa innan fastanefndar um málefni
hjúkmnar innan Evrópusambandsins
(PCN). Þjóðirnar, sem gengnar eru í
Evrópusambandið, þ.e. Svíar, Danir og
Finnar, munu eiga sína fullgildu fulltrúa
innan PCN en þjóðir utan sambandsins,
þ.e. Norðmenn og íslendingar, munu fá
sinn áheymarfulltrúa í gegnum SSN.
Samþykkt hefur verið að áheyrnar-
fulltrúinn verði fyrst um sinn frá Noregi.
Seinni dagurinn hófst á því að
Björgulv Froyn, aðalritari Nordens
Fackliga Samorganisation, velti því fyrir
sér hvort norræn samvinna ætti sér
einhverja framtíð.
Síðan voru pallborðsumræður og sat
Ásta Möller, formaður Félags íslenskra
hjúkmnarfræðinga, þar fyrir íslands
hönd, Kirsten Stallknecht fyrir
Danmörku, Britta Unneby, varaformaður
sænska félagsins, fyrir Svíþjóð, Tuula
Öhman, fyrrverandi formaður, fyrir
Finnland, Laila Dávpy fyrir Noreg og
Björgulv Froyn. í pallborðsumræðunum
kristallaðist vilji aðildarfélaga SSN til
áframhaldandi samstarfs.
í framsögu sinni skýrði Ásta frá
afstöðu íslenskra hjúkmnarfræðinga til
SSN. Margir þeiiTa þekktu ekki til starfa
SSN vegna þess að þeir hefðu svo nýlega
GÁTA
Hvað er það sem flestar
konur fá, yfirleitt einu
sinni í mánuði, og sem
þær hafa síðan í u.þ.b.
eina viku?
(Svarið er á hvolfi neðst
á síðunni).
junB"! :njB§ qia aBAg
Kirsten Stallknecht
hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa
kost á sér sem formaður Dansk
Sygeplejerád aftur. Hún hefur verið
formaður DSR síðan 1968 og formaður
SSN 1989 -1995. Danskir
hjúkrunarfræðingar kjósa því nýjan
formann í maí 1996.
tengst samstarfinu. Þessi hópur léti ekki
sannfærast um ágæti samstarfsins nema
hægt væri að sýna fram á gildi þess. Hún
varpaði fram spurningu um hvort SSN
væri farið að snúast of mikið um pólitík
og of lítið um fagið. Hún benti á að þó að
SSN legði þróunarstarfi lið í fjarlægum
löndum mættu norrænir hjúkmnar-
fræðingar ekki gleyma að líta sér nær.
Það væri t.d. þekkt staðreynd að
heilbrigðisástand væri slæmt á
Grænlandi.
Ásta sagðist álíta að umhyggjan
fyrir sjúklingnum ætti að vera hornsteinn
samtakanna. Það sé mikilvægt að
peningar, sem félögin leggja til
samstarfsins, skili sér í betri
hjúkrunarþjónustu.
Onnur framsöguerindi fjölluðu um
laun hjúkrunarfræðinga, þátttöku
heilbrigðisstarfsfólks í opinberri umræðu
um heilbrigðisþjónustu og hvort breyta
eigi SSN úr ópólitísku félagi í pólitískt
félag.
Umræður vom líflegar og snémst
m.a. um það hvernig norrænir
hjúkrunarfræðingar gætu best kynnt störf
sín á alþjóðlegum vettvangi. I því
sambandi var rætt um tungumála-
erflðleika, bæði innan SSN og út á við.
Að pallborðsumræðum loknum fóm
fram formleg formannaskipti þar sem
Laila Dáv0y, formaður norska félagsins,
tók við formennsku SSN af Kirsten
Stallknecht en hún hefur gegnt
formennsku í samtökunum frá 1989.
Laila Dáv0y ætti að vera mörgum
íslenskunt hjúkrunarfræðingum kunn því
að hún ávarpaði stofnfund Félags
íslenskra hjúkumarfræðinga 15. janúar
1994 fyrir hönd SSN.
ÞR
RÁÐSTEFNA UM KJÖR
HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Á NORÐURLÖNDUM
Ráðstefna um kjör hjúkrunarfræðinga á
Norðurlöndum verður haldin á fslandi
17.-18. september 1996 á veguni
Samvinnu hjúkmnarfræðinga á
Norðurlöndum (SSN). Ráðstefnan verður
haldin á Scandic Hótel Loftleiðum og
munu hjúkrunarfræðingar og starfsmenn
hjúkrunarfélaga á Norðurlöndum sækja
þessa ráðstefnu. Þessa dagana er unnið
að undirbúningi og er m.a. í tenglum við
þessa ráðstefnu stefnt að því að gefa út
rit um kjör hjúkrunarfræðinga á
Norðurlöndum. Hér að neðan er yfirlit
yfir helstu umfjöllunarefni
ráðstefnunnar.
1. Vinnuumhverfi
h júkrunarf ræðinga
A. Hvað ræður launum á vinnumarkaði
hj úkrunaifræði nga?
- Hefur samkeppni um vinnuafl
hjúkrunarfræðinga áhrif á laun,
staifskjör og vinnuumhverfi
hjúkrunarfræðinga?
B. Launaákvarðanir teknar á
viðkomandi vinnustöðum eða
launaákvarðanir teknar í miðstýrðum
kjarasamningum.
— Áhrif á laun og starfsumhverfi
hj úkmnarfræði nga
- Áhrif á stöðu og starf stéttarfélaga
2. Hvernig geta
hjúkrunarfræðingar nýtt
sér jafnréttislög,
jafnlaunastefnu og
starfsmat i kjarabaréttu?
3. Kjarabarátta vs.
siðareglur
hjúkrunarfræðinga
4. Barátta fyrir bættum
kjörum hjúkrunar-
fræðinga
- 1 Ivaða aðferðir eiga hjúkmnar-
fræðingar að nota í kjarabaráttu?
- Hafa verkföll hjúkrunarfræðinga
skilað árangri f baráttu fyrir liættum
kjörum?
- Hvaða áhrif hefur kjarabarátta á
fmynd hjúkrunarfræðinga?
- Með hverjum eiga hjúkrunar-
fræðingar að starfa í kjarabaráttu,
einir og sér eða innan
heildarsamtaka?
VJ
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
143