Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Side 50
NÝJAR NEFNDIR Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Gæðastjórnunarnefnd Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem haldið var 18.- 19. maí 1995, var samþykkt að setja á stofn gæðastjómunarnefnd á vegum félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að gæðamálum í hjúkrunar- þjónustu, að miðla reynslu og þekkingu hjúkmnarfræðinga á sviði gæðastjórnunar og veita félagsmönnum og öðmm samstarfsaðilum ráðgjöf um gæðamál í hjúkrun. Gæðastjórnunarnefnd hefur verið starfandi innan félagsins undanfarið ár, en með ákvörðun fulltrúaþings um stofnun nefndarinnar og með tilvísan í 32. gr. laga Félags íslenskra hjúkranarfræðinga, sem heimilar stofnun nefnda um einstök málefni, hefur hún fengið fastari sess innan félagsins. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í starfi gæðastjórnunarhóps, sem starfar innan vébanda Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN), og er einnig aðili að EUROQUAN sem em evrópsk samtök sem vinna að gæðastjórnun innan hjúkrunar. Með starfi gæðastjómunarnefndar innan Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga gefst möguleiki á að styrkja gæðastjórnun í hjúkmnarþjónustu á íslandi enn frekar. Stjórn Félags íslenskra lijúkmnarfræðinga ákvað að veita félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til starfa í gæðastjórnunarnefnd félagsins eða tilnefna hjúkmnarfræðinga til starfa í nefndinni og var frestur auglýstur til 1. september 1995. Stjórn Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga hefur nú ákveðið að skipa eftirtalda félagsmenn f gæðastjórnunarnefnd félagsins: Ástu Thoroddsen Lauru Sch. Thorsteinsson Margréti Björnsdóttur Vilborgu Ingólfsdóttur Þórunni Ólafsdóttur Björgu Guðmundsdóttur, varamann Elínu J.G. Hafsteinsdóttur, varam. TtMARlT HJÚKIiUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995 Endurskoðun á siðareglum félagsins Á fulltrúaþingi Félags fslenskra hjúkmnarfræðinga, sem haldið var 18.- 19. maí 1995, var samþykkt að setja á stofn vinnuhóp á vegum félagsins sem liefði það hlutverk að vinna að endurskoðun á siðareglum fslenskra hjúkrunarfræðinga. Skv. lögum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru siðareglur Alþjóðasambands hjúkmnarfræðinga, ICN, jafnframt siðareglur félagsins. Hins vegar er það mat fulltrúaþings félagsins að þörf sé á að endurskoða siðareglur fyrir íslenska hjúkmnarfræðinga og því var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp sem hefði þetta hlulverk. Stjórn Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga ákvað að gefa félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til starfa í vinnuhópnum eða tilnefna hjúkrunarfræðinga til starfa og var frestur auglýstur til 1. september 1995. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú ákveðið að skipa eftirtalda félagsmenn í vinnuhóp til að vinna að endurskoðun á siðareglum íslenskra lijúkmnarfræðinga: Önnu Birnu Jensdóttur Helgu Jónsdóttur Lovísu Baldursdóttur Ólöfu Ástu Ólafsdóttur Sigþrúði Ingimundardóttur Hildi Helgadóttur, varamann Katrínu Pálsdóttur, varamann. Sesselja Guðmundsdóttir, lijúkmnar- fræðingur hjá Félagi íslenskra hjúkmnarfræðinga, sem hefur m.a. umsjón með vinnu að stefnumótun og hugmyndafræði félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, mun starfa með nefndinni. íðorðanefnd Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga, sem haldið var 18. - 19. maí 1995, var samþykkt að setja á stofn íðorðanefnd á vegum félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að því að íslenska orð og hugtök, sem notuð em í hjúkrun, í samvinnu við fagfólk innan hjúkrunarfræðinnar og sérfræðinga í íslensku máli. Þess má geta að íðorðanefnd Hjúkrunarfélags íslands og Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga starfaði um árabil og gaf hún m.a. út orðasafn í hjúkmn og undirbúningur að ným útgáfu var vel á veg kominn. I tengslum við stofnun íðorða- nefndar Félags íslenskra hjúkmnar- fræðinga sótti stjórn félagsins um styrk til Lýðveldissjóðs til að efla íslenska tungu á-sviði hjúkrunarfræði, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Félaginu var veittur 300.000 kr. styrkur og er hann íðorðanefnd til ráðstöfunar til að vinna að útgáfu á orðasafni í hjúkmn. Enn fremur kom fram í bréfi Rannveigar Rist, formanns stjómar Lýðveldissjóðs, til félagsins, að til greina kæmi að styrkja verkefnið enn frekar á næst ári að því tilskildu að viðhlítandi framvindu- skýrsla berist sjóðstjórn eigi sfðar en í febrúarmánuði 1996. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að veita félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til starfa f íðorðanefnd félagsins eða tilnefna hjúkmnarfræðinga til starfa í nefndinni og var frestur auglýstur til 1. september 1995. Stjórn félagsins hefur nú ákveðið að skipa eftirtalda félagsmenn í íðorðanefnd félagsins: Ingibjörgu Hjaltadóttur Margréti Gústafsdóttur Þóm Arnfinnsdóttur Þóm Lárusdóttur Theodóru Reynisdóttur. ÁM

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.