Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 50
NÝJAR NEFNDIR Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Gæðastjórnunarnefnd Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem haldið var 18.- 19. maí 1995, var samþykkt að setja á stofn gæðastjómunarnefnd á vegum félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að gæðamálum í hjúkrunar- þjónustu, að miðla reynslu og þekkingu hjúkmnarfræðinga á sviði gæðastjórnunar og veita félagsmönnum og öðmm samstarfsaðilum ráðgjöf um gæðamál í hjúkrun. Gæðastjórnunarnefnd hefur verið starfandi innan félagsins undanfarið ár, en með ákvörðun fulltrúaþings um stofnun nefndarinnar og með tilvísan í 32. gr. laga Félags íslenskra hjúkranarfræðinga, sem heimilar stofnun nefnda um einstök málefni, hefur hún fengið fastari sess innan félagsins. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í starfi gæðastjórnunarhóps, sem starfar innan vébanda Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN), og er einnig aðili að EUROQUAN sem em evrópsk samtök sem vinna að gæðastjórnun innan hjúkrunar. Með starfi gæðastjómunarnefndar innan Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga gefst möguleiki á að styrkja gæðastjórnun í hjúkmnarþjónustu á íslandi enn frekar. Stjórn Félags íslenskra lijúkmnarfræðinga ákvað að veita félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til starfa í gæðastjórnunarnefnd félagsins eða tilnefna hjúkmnarfræðinga til starfa í nefndinni og var frestur auglýstur til 1. september 1995. Stjórn Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga hefur nú ákveðið að skipa eftirtalda félagsmenn f gæðastjórnunarnefnd félagsins: Ástu Thoroddsen Lauru Sch. Thorsteinsson Margréti Björnsdóttur Vilborgu Ingólfsdóttur Þórunni Ólafsdóttur Björgu Guðmundsdóttur, varamann Elínu J.G. Hafsteinsdóttur, varam. TtMARlT HJÚKIiUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995 Endurskoðun á siðareglum félagsins Á fulltrúaþingi Félags fslenskra hjúkmnarfræðinga, sem haldið var 18.- 19. maí 1995, var samþykkt að setja á stofn vinnuhóp á vegum félagsins sem liefði það hlutverk að vinna að endurskoðun á siðareglum fslenskra hjúkrunarfræðinga. Skv. lögum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru siðareglur Alþjóðasambands hjúkmnarfræðinga, ICN, jafnframt siðareglur félagsins. Hins vegar er það mat fulltrúaþings félagsins að þörf sé á að endurskoða siðareglur fyrir íslenska hjúkmnarfræðinga og því var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp sem hefði þetta hlulverk. Stjórn Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga ákvað að gefa félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til starfa í vinnuhópnum eða tilnefna hjúkrunarfræðinga til starfa og var frestur auglýstur til 1. september 1995. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú ákveðið að skipa eftirtalda félagsmenn í vinnuhóp til að vinna að endurskoðun á siðareglum íslenskra lijúkmnarfræðinga: Önnu Birnu Jensdóttur Helgu Jónsdóttur Lovísu Baldursdóttur Ólöfu Ástu Ólafsdóttur Sigþrúði Ingimundardóttur Hildi Helgadóttur, varamann Katrínu Pálsdóttur, varamann. Sesselja Guðmundsdóttir, lijúkmnar- fræðingur hjá Félagi íslenskra hjúkmnarfræðinga, sem hefur m.a. umsjón með vinnu að stefnumótun og hugmyndafræði félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, mun starfa með nefndinni. íðorðanefnd Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga, sem haldið var 18. - 19. maí 1995, var samþykkt að setja á stofn íðorðanefnd á vegum félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að því að íslenska orð og hugtök, sem notuð em í hjúkrun, í samvinnu við fagfólk innan hjúkrunarfræðinnar og sérfræðinga í íslensku máli. Þess má geta að íðorðanefnd Hjúkrunarfélags íslands og Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga starfaði um árabil og gaf hún m.a. út orðasafn í hjúkmn og undirbúningur að ným útgáfu var vel á veg kominn. I tengslum við stofnun íðorða- nefndar Félags íslenskra hjúkmnar- fræðinga sótti stjórn félagsins um styrk til Lýðveldissjóðs til að efla íslenska tungu á-sviði hjúkrunarfræði, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Félaginu var veittur 300.000 kr. styrkur og er hann íðorðanefnd til ráðstöfunar til að vinna að útgáfu á orðasafni í hjúkmn. Enn fremur kom fram í bréfi Rannveigar Rist, formanns stjómar Lýðveldissjóðs, til félagsins, að til greina kæmi að styrkja verkefnið enn frekar á næst ári að því tilskildu að viðhlítandi framvindu- skýrsla berist sjóðstjórn eigi sfðar en í febrúarmánuði 1996. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að veita félagsmönnum tækifæri til að gefa kost á sér til starfa f íðorðanefnd félagsins eða tilnefna hjúkmnarfræðinga til starfa í nefndinni og var frestur auglýstur til 1. september 1995. Stjórn félagsins hefur nú ákveðið að skipa eftirtalda félagsmenn í íðorðanefnd félagsins: Ingibjörgu Hjaltadóttur Margréti Gústafsdóttur Þóm Arnfinnsdóttur Þóm Lárusdóttur Theodóru Reynisdóttur. ÁM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.