Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 21
Vilborg G. Guðnadóttir framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins Þegar minnst er á geðheilsu tengja margir hana fyrst og fremst við geðsjúkdóma. Geðheilsa er þó annað og meira en að vera laus við geðsjúkdóma. Geðheilsa er í raun um tilfinningar, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum og hvernig tekist er á við aðstæður og kröfur lífsins. Þar er því nokkuð Ijóst að ofbeldi innan veggja heimilis hefur veruleg áhrif á geðheilsu þeirra sem við það búa. í þessari grein er fjallað um ofbeldi gegn konum og börnum þar sem gerendur eru eiginmenn/sambýlismenn og feður/fósturfeður barnanna. Fjallað er um einkenni og afleiðingar ofbeldisins, stuðning heilbrigðiskerfisins og ýmsar aðlögunarleiðir kvenna sem búa við ofbeldi. Að stærstum hluta er stuðst við erlendar heimildir þar sem íslenskar rannsóknir á áhrifum ofbeldis innan veggja heimila eru fáar og engar til um áhrifin á börn. Skilgreining á ofbeldi og nokkrar staðreyndir Ofbeldi í samskiptum er flókið fyrirbæri þar sem margt spilar inn í. Það væri til að mynda mikil einföldun að af- greiða það með því að segja að konur séu „góðar“ og allt- af þolendur og karlar „vondir" og alltaf gerendur. Sam- kvæmt því ætti þá aðallausnin að felast í að konurnar yfirgefi heimilin. Ofbeldi innan veggja heimila getur tekið á sig margvíslegar myndir og verið bæði líkamlegt og and- legt. Þess ber þó að geta að líkamlegt ofbeldi er alltaf and- legt um leið, en andlegt ofbeldi er algengt án þess að líkamlegt fylgi. Hvert einstakt samband er háð ákveðnu jafnvægi í samskiptum og lítið má stundum út af bera til þess að annar aðilinn fari ekki að misnota hinn og úr þróist ofbeldissamband. Ýmsar skilgreiningar eru til á ofbeldi, en þar sem hér er verið að fjalla um ofbeldi gegn konum og börnum þeirra, þar sem gerendur eru eiginmenn/sambýlismenn, þá er stuðst við þá skilgreiningu að: „Ofbeldi gegn konum er kyn- bundið ofbeldi sem leiðir af sér, eða er líklegt til að leiða af sér, andlega, líkamlega, kynferðislega áverka og/eða þján- ingu. Innifalið er hótun um slíkt atferli." Þegar fjallað er um ofbeldi þá er í meirihluta tilvika átt við líkamlegt ofbeldi og er það skiljanlegt þar sem það er mun auðveldara í skilgreiningu og rannsókn heldur en ofbeldi sem eingöngu er andlegt. í skýrslu dómsmálaráð- herra frá 1996 um orsakir, umfang og afleiðingar heimilsis- ofbeldis, og annars ofbeldis gegn konum og börnum, kemur ýmislegt áhugavert fram um líkamlegt ofbeldi gegn konum. Fram kemur m.a. að árið 1995 hafi 350 konur, á aldrinum 18-65 ára, verið beittar ofbeldi einu sinni það árið, af manni sínum en það er um 0,4% kvenna í þessum aldurshópi. Einnig kemur fram að um 750 konur í sama aldurshópi hafi mátt þola ofbeldi oftar en einu sinni af manni sínum það árið en það er um 0,9% kvenna í aldurshópnum. Það að vera beittar ofbeldi oftar en einu sinni sama árið gefur vísbendingu um að konurnar búi við ofbeldi. í sömu rannsókn kemur einnig fram að aðeins 14% kvennanna höfðu leitað aðstoðar Kvennaathvarfsins og að flestar voru ánægðar með þá þjónustu. Niðurstöð- urnar sýna einnig að hærra hlutfall kvenna á íslandi verður fyrir ofbeldi heldur en í Danmörku. Hvað útbreiðslu ofbeldis varðar þá er þarna eingöngu átt við líkamlegt ofbeldi og því má segja að útbreiðsla ofbeldis sé enn að stórum hluta óþekkt bæði hér á íslandi, sem annars staðar, þar sem kannanir á andlegu ofbeldi eingöngu eru fátíðar. Möguleg þróun ofbeldisins Nauðsynlegt er að skilja á milli annars vegar venjulegs „pirrings" og ýmissa „uppákoma,“ sem eru eðlilegar í flest- um samböndum og hins vegar ofbeldis. Ofbeldi verður ekki fyrr en sjálfsmynd kvennanna fer að brotna niður og karlarnir nýta sér það sem stjórntæki. Stjórnunin felst þá í því að karlarnir hafa meiri áhrif á líðan, hegðun og skoðanir kvennanna en þær sjálfar hafa. Af þeim konum sem leituðu aðstoðar í Kvennaathvarf- inu árið 1996 höfðu 38% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á móti 62% sem leituðu eingöngu aðstoðar vegna andlegs ofbeldis. í 52% allra tilfellanna voru gerendur eiginmenn/- sambýlismenn en í 29% tilfellanna voru þeir fyrrverandi Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.