Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 30
Þórunn Kjartansdóttir Heilbrigðisstarfsfólk og ákveðnir sjúklingahópar eru meðal þeirra sem eiga á hættu að fá latex- ofnæmi. Tilfellum með latexofnæmi fjölgaði svo á síðari hluta níunda áratugsins og byrjun þess tíunda að því er líkt við faraldur. Það er því brýn þörf fyrir að auka almenna þekkingu á latex- ofnæmi. Fyrirbygging og skipulagðar aðgerðir þarf til að stemma stigu við þessu vandamáli. Latex er náttúrulegt gúmmíefni, unnið úr trjábol gúmmí- trésins Hevea Brasilienis. Efnið er vinsælt í iðnaði vegna teygjanleika þess og styrks. Það er ýmist unnið hart eins og í dekk eða mjúkt eins og í gúmmíhanska, leikföng og smokka. Latex finnst í meira en 40.000 hjúkrunar- og heimilisvörum (Heinzerling og Johnson, 1996) auk þess sem það er notað í tískufatnað og kodda. Síðustu 16 ár hefur tilfellum með latexofnæmi fjölgað stöðugt og hafa mikilvægir áhættuhópar fundist með faraldsrannsóknum. Ekki er vitað um ástæðu fyrir aukinni tíðni latex ofnæmis en sú hugmynd hefur komið fram að framleiðendur hafi i gripið til ódýrari lausna í framleiðslu vegna aukinnar eftir- spurnar á gúmmihönskum og smokkum á seinni hluta níu- anda áratugsins og byrjun þess tíunda (Sussman og Beezhold, 1995). Þó að ávinningur þess að nota eingöngu gæðavörur við heilbrigðisþjónustu sé augljós, hættir mönn- um til að horfa í verð á dýrum hjúkrunarvörum. Hjúkrunar- framkvæmdastjórar bera ábyrgð á rekstri deilda. Þeir velja hjúkrunarfræðinga til að taka þátt í innkaupum og til að lesa það fræðsluefni sem framleiðendur og sölumenn leggja til með varningi sínum. Heildarsýn hjúkrunarfræðinga á ferli sjúklinga inni á sjúkrastofnun gerir þeim kleift að vinna skipu- lega. Samvinna sem byggir á þekkingargrunni á hverju sér- sviði getur skipt sköpum fyrir einstaklinga með latexofnæmi. Einkenni Latexofnæmis Almennt er ofnæmi flokkað í fjögur stig eftir áreitinu og svörun líkamans. Latex ofnæmi er aðallega lýst sem I. stigs eða IV. stigs ofnæmi eða svörun. I. stigs ofnæmissvörun verður ef IgE sameindir á yfirborði mastfrumna eða basofila þekkja ofnæmisvakann. Þá á sér stað krossbrúun tveggja sameinda og losun efna eins og histamíns, prostaglandins og leukotrína úr mast- frumunni fylgir í kjölfarið. Þessi efni valda bráðum ofnæm- iseinkennum (nefrennsli, hnerra, kláða, berkjubólgu, önd- unarteppu, ofsabjúg, kviðverkjum, niðurgangi, blóðþrýst- ingsfalli og meðvitundarleysi) (Unnur Steina Björnsdóttir, 1997). Einkennin birtast innan 5 til 30 mínútna frá snert- ingu við efnið. Þekktar líffræðilegar leiðir til að innbyrða efnið eru í gegnum hornhimnu, hárkirtla húðar, svitakirtla, og með innöndun (Sussman og Beezhold, 1995; Fay 1991; Heese, og fl. 1991). IV. stigs ofnæmissvörun er svo kallað síðbúið ofnæmi. Það birtist 48-96 tímum eftir snertingu við ofnæmisvakann (Sussman og Beezhold, 1995; Fay 1991; Heese, og fl. 1991). Það lýsir sér fyrst og fremst sem snertiexem og er miðlað af Langerhansfrumum í yfirborðslögum húðar (Unnur Steina Björnsdóttir, 1997). Einkenni eru bólga, roði, kláði og við endurtekna snertingu við ofnæmisvakann þykknar húðin og exem myndast (Sussman og Beezhold, 1995; Fay 1991; Heese, og fl. 1991). Algengi og áhættur Einkum er talað um þrjá áhættuhópa í tengslum við latex- ofnæmi; sjúklinga sem endurtekið hafa farið í skurðað- gerðir, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem vinnur við fram- leiðslu á vörum úr latexi t.d. á gúmmívinnustofum (Davíð Gíslason og Unnur Steina Björnsdóttir, 1996). Algengi latexofnæmis hjá almenningi er talið um 1 % en innan heil- Þórunn Kjartansdóttir starfar á skurðstofu Lsp. Hún útskrifaðist<frá HSÍ 1981. Lauk sérfræðinámi í skurðhjúkrun frá Nýja Hjúkrunarskólanum 1987 og vinnur nú að lokaverkefni í sérskipulögðu BS. námi við HÍ. 110 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.