Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 38
Gudrun Simonsen Framhaldssaga - Björg Einarsdóttir íslenskaði ^tönna y\i4kt'in4i{U - kxar vrtr nknV 13. kafli - Sögulok EFSTU ÁRIN GETA VERIÐ ÞAU BESTU Krímstríðið var án efa áhrifamesta tímbilið á ævi Florence Nightingale, enda þótt síðar hafi ekki skort dramatíska við- burði í líf hennar. Sjálf áleit hún tímann í Skutari mikilvægan en ekki örðugasta skeið ævinnar. Ákafinn var henni í blóð borinn. Það þurfti næstum að beita hana valdi svo hún fengist til að taka sér hvíldar- stund, gera smá hlé frá þeim erfiðu verkefnum sem hún jafnan fann sér og var sjálf drifkrafturinn í. „Florence heldur að hún geti snúið heiminum með handafli,” sagði Suther- land læknir. Það urðu margvísleg vonbrigði og oft sló í baksegl í þeim umfangsmiklu opinberu aðgerðum sem hún barðist fyrir. En henni auðnaðist líka að sjá árangur af störfum sínum, í það minnsta að skynja breytingar og mál komust í betra horf. Á Indlandi, sem stóð hjarta hennar nær, urðu framfarir afar hægfara einkum fyrir íbúana. Austurlandabúum var það lítt skiljanlegt og þeim fjarlægt að fást við málefni sem snertu hollustu og heilbrigði. Fyrir þeim lá leiðin til betra lífs um trúarbrögðin. Hreinlæti var að þeirra dómi í ætt við hjátrú. Ef ég hefði getað verið þar sjálf hefðu máiin kannski gengið hraðar fyrir sig. En ég varð að láta mér nægja þá tilhugsun að hafa sáð frækorni til framfara og betra lífs. Florence missti heldur aldrei alveg sjónar á hernum. Svo síðla sem árið 1895, þegar hún var orðin sjötíu og fimm ára, skrifaði hún yfirmanni í hernum meðal annars eftirfarandi: „Þú, þrjóturinn þinn, Sir Douglas, að þú skulir ekki hafa látið mig vita að þú værir í Lundúnum svo ég gæti borið upp við þig nokkarar brennandi spurningar: Fá herflokk- arnir sem vinna að Kumassi-rannsókninni heilnæmt drykkjar- vatn allan sólarhrínginn? Áfengisskammt aðeins sem lyf? Er litið almennilega eftir fótabúnaði þeirra, skóm, sokkum og stígvélum? Enda þótt Florence yrði smám saman að sleppa hend- inni af áhugamálum sínum rofnuðu aldrei tengsl hennar við tölfræðina, sem nánast var ástríða hennar, „þýðingarmestu grein vísindanna" eins og hún orðaði það. Hún var fullviss um að samband væri á milli „Guðs laga” og „Guðs eðli’’ og 118 þeirrar vitneskju um samfélagið, gerð þess og aðstæður, sem tölfræðin varpaði Ijósi á. Fyrst og fremst verður það fólk sem ber ábyrgð á þjóð- félaginu og stjórnar því að kunna að beita tölfræðinni til að afla sér upplýsinga. Hún sýndi fram á, með fjölda dæma, hvernig rannsaka mætti skóla, vinnumarkaðinn og húsnæðismál hjá mis- munandi þjóðfélagshópum eftir búsetu. Sjálf útfærði hún oft og mörgum sinnum rannsóknir sem hún gat átt til að senda vinum sínum niðurstöður af í jólagjöf: „Kæri vinur! Hérna sendi ég stórkostlegt yfirlit sem ég hef nýlega unnið um fátækrahverfin og undirheima Liver- poolborgar ásamt tillögum til úrbóta. Átt þú eitthvað svip- að að senda mér?" Florence lagði sig mjög fram um að stuðla að því að stofnuð yrði prófessorsstaða í tölfræði við Oxfordháskóla. En hugmyndin var nýstárleg og fólki framandi og sjálf hafði hún ekki orku til að berjast gegn þeim fordómum og hindr- úpum sem stóðu í vegi fyrir því að þessi snilldarhugmynd gæti orðið að veruleika. Tölfræði, trúmál og heimspeki voru af sömu rót að mati Florence. Hinir gömlu grísku heimspekingar og kristin sið- fræði voru henni sífelld uppspretta til íhugunar og upp- byggingar. Hún skrifar ungri frænku sinni sem er að hefja framhaldsnám: „Ég trúi á Guð. Hann er allt í öllu. En samt má ekki gleyma hinum gömlu trúleysingjum Piaton og Askylosi..." Florence Nightingale var trúaður dulspekingur sem alla ævi sína var í nánu sambandi við Guðdóminn. Ekki væri nokkur leið að þrengja henni inn í eitthvert tiltekið trúar- samfélag eða kirkjudeild. Kreddur og ófrelsi hugans voru henni víðs fjarri. Eftir því sem árín liðu fann ég æ betur það sem ég hef alltaf álitið vilja Guðs og lögmál: Það mennska á að móta hið manneskjulega. Öllu skiptir að nýta afl sitt og orku í þágu sköpunarverksins. Síðasta opinbera baráttumál Florence var um 1890. Á þremur áratugum hafði átján stórum sjúkrahúsum verið komið á fót í Englandi og fjölda mörgum öðrum stofnun- um, bæði innan lands og utan, sem voru undir forystu Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.