Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 54
Þankastrik Þankastrik er fastur dáikur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. I Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefurorðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Hrönn Þórarinsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Ingibjörgu Einarsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. Ingibjörg Einarsdóttir Öll erum við borin í þennan heim umvafin væntingum ástvina okkar um að við komumst til manns. Hvað felur þetta hugtak í sér? Jú, að okkur takist að ná sjálfstæði í hugsun og að sjálfsbjargargetan fylgi með, þannig að við getum helst orðið ofan á í lífsbaráttunni, eignumst maka og afkvæmi. Verðum sem sé „bjargálna". Draumurinn um heilbrigt afkvæmi fylgir hverri þungun. Vonin um hreysti, heilbrigð viðhorf og menntun, tekur síðan við. í þessum þönkum koma fram myndir af einstaklingum sem eiga ævi markaða sjúkdómum sem koma í veg fyrir að þeir geti bjargað sér sjálfir. Þessir einstaklingar eru dæmdir til þess að vera upp á aðra komnir með langtíma hjúkrun- arþarfir allt að ævikvöldi. Þeir eiga oft lítið sameiginlegt inn- byrðis annað en það að sjá á eftir voninni um að lifa sjálf- stæðu lífi. Umönnunarbyrði þeirra hvílir þungt á aðstand- endum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu undanfarið með stofnun sambýla og nýbygginga hjúkrgn- arheimila, sem flest miðast við þarfir aldraðra. En betur má ef duga skal. Skortur er enn á Stór-Reykjavíkursvæðinu á hjúkrunarheimilum fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga. Við sem unnið höfum við hjúkrun á legudeildum bráðasjúkrahúsanna þekkjum vel þær aðstæður sem margir þessara skjólstæðinga búa við er bjargráðin heima þrjóta og allt er ofreynt. Viðkomustaðurinn er bráðadeild. Plássa er leitað innan kerfisins. Eitt er víst að plássin bíða ekki eftir þeim. Þeir fá synjun, sitja á biðlistum vikum, mán- uðum og jafnvel árum saman. Á meðan molnar undan þeim félagsleg og fjárhagsleg heldni. Vanmáttur og bjargarleysi þeirra gagnvart eigin að- stæðum eru hjúkrunarfólki, sem annast þau, þungur róður. Verst eru jólin og sumartíminn. Lokanir deilda bresta þá á. Það að missa rúmið sitt og fara á flakk um bráðadeildir sjúkrahúsanna er ekkert annað en endurtekning á sögu sveitarómagans sem gekk kaupum og sölum um sveitir landsins og er blettur á samfélagssögu okkar íslendinga. Á árum áður urðu menn oft úti á flækingi sínum milli bæja. Nú við lok tuttugustu aldarinnar, verða menn inni á flækingi milli bráðadeilda. Hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga með langvinnar og flóknar hjúkrunarþarfir, sem krefjast mikillar sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu er forgangsverkefni. Hjúkrunarfræðingar snúum vörn í sókn, sækjum hlut í góðærið bæði okkur og skjólstæðingum okkar til handa. Gerum tuttugustu öldina að öld tækifæranna, þar sem fjárfest er í þekkingu okkar og sérhæfingu. Beinum þekk- ingaþróuninni að skjólstæðingunum. Skorað er á Sigríði Ólafsdóttur að skrifa næsta Þankastrik. T.N.S rr. 8700- Vöðvabólga - Bakverkur Mini Tens Árangursríkt gegn, bakverk gigtarverk vöðvabólgu höfuðverk hálsverk vöðvaverk og fleiru. +Plús & -Mínus Sími: 554 1931 Gilbert, úrsmidur Laugavegi 62 Reykjavík Víkurbraut 60, Grindavík Sími 551 4100 Úr meö púlsskala fyrir hjúkrunar- frœómga, gull og chromhúóuó. Verd frd 4.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.