Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 29
12. maí
„Samráð um heilsugæslu
- heilbrigði er allra hagur“
er slagorð Alþjóðasam-
taka hjúkrunarfræðinga á
alþjóðadegi hjúkrunar-
fræðinga 12. maí í ár.
Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga mun að vanda
standa fyrir dagskrá sem
víðast um landið af því
tilefni.
Fjölskyldudagur
í Laugardal,
sunnudaginn 10. maí.
Á höfuðborgasvæðinu verður
brugðið út af vananum og efnt til
fjölbreyttrar dagskrár, sunnudaginn
10. maí, í Laugardal. Tilgangurinn er
að vekja athygli höfuðborgarbúa á
ýmsum leiðum til aukins heilbrigðis.
Hugmyndin er að blanda saman
fræðslu og virkri þátttöku. í anddyri
Skautahallarinnar verður komið fyrir
básum þar sem ýmsir aðilar kynna
þjónustu og veita fræðslu. Auk þess
verður boðið upp á danskennslu og
gönguferðir með leiðsögn um
Laugardalinn.
Þriðjudagurinn
12. maí
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
mun að vanda standa fyrir dagskrá
sem víðast um landið þriðjudaginn
12. maí. í Reykjavík verður dagskrá
fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrun-
arfræðinema í húsnæði félagsins að
Suðurlandsbraut 22 að kvöldi 12.
12. maí 1998 A'ÞÍóðadagur
hjúkrunarfræðinga
<á> O
WORID HIMTM INTf RNATIONAL COUNCIL
ORCANI/ATION Of NURifS
maí. Um dagskrána sér vinnuhópur
hjúkrunarfræðinga á vegum stjórnar
félagsins sem fjallað hefur um stuðn-
ing við hjúkrunarfræðinga sem eiga í
vímuefnavanda. Málefni kvöldsins er
því konur, áfengi og meðvirkni.
Hvatt er til þátttöku sem flestra
hjúkrunarfræðinga til að gera þennan
dag eftirtektarverðan og til gagns
fyrir notendur íslenskrar heilbrigðis-
þjónustu, hjúkrun og hjúkrunarfræð-
inga. Fyrir þá sem hafa áhuga liggja
frammi hjá Félagi íslenskra hjúkrun-
arfræðinga gögn um málefni 12.
maí, samráð um heilsugæslu. Þeir
sem vilja taka þátt í dagskráraug-
lýsingu í Morgunblaðinu eru beðnir
um að hafa samband við Aðalbjörgu
Finnbogadóttur, hjúkrunarfræðing,
Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Suðurlandsbraut 22, 108 R., sími:
5687575, myndsími: 5680727,
Netfang: adalbjorg@hjukrun.is.
Styrkveiting úr Rannsókna-
og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga
Þremur styrkjum úr Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga var úthlutað 27. febrú-
ar sl. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hlutu styrk voru:
Herdís Herbertsdóttir og Cecile Björgvinsdóttir hlutu 25.000 kr. vegna rannsóknarinnar
„Könnun á líðan skurðsjúklinga eftir útskrift af almennri skurðlækningadeild."
Arna Skúladóttir hlaut 20.000 kr. vegna rannsóknarinnar „Hjúkrunarferli fyrir ungbörn sem
leggjast inn á sjúkrahús vegna svefntruflana."
Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Júlíana Sigurveig
Guðjónsdóttir hlutu 218.000 kr. vegna rannsóknarinnar „Sjáanlegar vísbendingar um
gæði öldrunarhjúkrunar."
Efri röð l.v.: Herdís Herbertsdóttir, Arna Skúladóttir. Anna Birna
Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir
og Ingibjörg Hjaltadóttir. Neðri röð f.v.: Ásta Möller, María
Finnsdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir.
Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga var stofnaður árið 1987 af Maríu Finns-
dóttur, hjúkrunarfræðingi. Markmið sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rann-
sókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræði hér á landi.
Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 74. árg. 1998
109