Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 29
12. maí „Samráð um heilsugæslu - heilbrigði er allra hagur“ er slagorð Alþjóðasam- taka hjúkrunarfræðinga á alþjóðadegi hjúkrunar- fræðinga 12. maí í ár. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga mun að vanda standa fyrir dagskrá sem víðast um landið af því tilefni. Fjölskyldudagur í Laugardal, sunnudaginn 10. maí. Á höfuðborgasvæðinu verður brugðið út af vananum og efnt til fjölbreyttrar dagskrár, sunnudaginn 10. maí, í Laugardal. Tilgangurinn er að vekja athygli höfuðborgarbúa á ýmsum leiðum til aukins heilbrigðis. Hugmyndin er að blanda saman fræðslu og virkri þátttöku. í anddyri Skautahallarinnar verður komið fyrir básum þar sem ýmsir aðilar kynna þjónustu og veita fræðslu. Auk þess verður boðið upp á danskennslu og gönguferðir með leiðsögn um Laugardalinn. Þriðjudagurinn 12. maí Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun að vanda standa fyrir dagskrá sem víðast um landið þriðjudaginn 12. maí. í Reykjavík verður dagskrá fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrun- arfræðinema í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 22 að kvöldi 12. 12. maí 1998 A'ÞÍóðadagur hjúkrunarfræðinga <á> O WORID HIMTM INTf RNATIONAL COUNCIL ORCANI/ATION Of NURifS maí. Um dagskrána sér vinnuhópur hjúkrunarfræðinga á vegum stjórnar félagsins sem fjallað hefur um stuðn- ing við hjúkrunarfræðinga sem eiga í vímuefnavanda. Málefni kvöldsins er því konur, áfengi og meðvirkni. Hvatt er til þátttöku sem flestra hjúkrunarfræðinga til að gera þennan dag eftirtektarverðan og til gagns fyrir notendur íslenskrar heilbrigðis- þjónustu, hjúkrun og hjúkrunarfræð- inga. Fyrir þá sem hafa áhuga liggja frammi hjá Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga gögn um málefni 12. maí, samráð um heilsugæslu. Þeir sem vilja taka þátt í dagskráraug- lýsingu í Morgunblaðinu eru beðnir um að hafa samband við Aðalbjörgu Finnbogadóttur, hjúkrunarfræðing, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 R., sími: 5687575, myndsími: 5680727, Netfang: adalbjorg@hjukrun.is. Styrkveiting úr Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga Þremur styrkjum úr Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga var úthlutað 27. febrú- ar sl. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hlutu styrk voru: Herdís Herbertsdóttir og Cecile Björgvinsdóttir hlutu 25.000 kr. vegna rannsóknarinnar „Könnun á líðan skurðsjúklinga eftir útskrift af almennri skurðlækningadeild." Arna Skúladóttir hlaut 20.000 kr. vegna rannsóknarinnar „Hjúkrunarferli fyrir ungbörn sem leggjast inn á sjúkrahús vegna svefntruflana." Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hlutu 218.000 kr. vegna rannsóknarinnar „Sjáanlegar vísbendingar um gæði öldrunarhjúkrunar." Efri röð l.v.: Herdís Herbertsdóttir, Arna Skúladóttir. Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir. Neðri röð f.v.: Ásta Möller, María Finnsdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir. Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfræðinga var stofnaður árið 1987 af Maríu Finns- dóttur, hjúkrunarfræðingi. Markmið sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rann- sókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræði hér á landi. Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 74. árg. 1998 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.