Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 37
klíník, stjórnun og kennslu. Heimahjúkrunin er dæmigert umönnunarstarf og hún er sjálfstæður stjórnandi heilsu- gæslunnar við Mývatn. Þá er mikil fræðsla í ungbarnaeftir- litinu og skólahjúkruninni. Dagbjört hefur einnig verið dugleg að leita sér viðbótar- fræðslu til að miðla sveitungum sínum. Hún hefur verið leiðbeinandi í skyndihjálp bæði fyrir Kröflustarfsmenn og starfsfólk Kísiliðjunnar. Hún lærði um slysavarnir barna og hefur verið með nokkur slík námskeið. „Það efni hefur nýst mér sérstaklega vel í mínu daglega starfi með börn, ekki síst í ungbarnaeftirlitinu." Fyrir rúmu ári fór Dagbjört á námskeið til að hjálpa fólki að hætta að reykja. „Þegar námskeiðinu lauk ákvað ég að halda námskeið hér í sveitinni. Það var svo skrýtið að það þótti alltof dýrt að hætta að reykja." Hún hélt því aðeins námskeið á Húsavík. Fólkið í Mývatnssveit nýtir þessa þjónustu með því að koma til Dagbjartar á stöðina og leita ráða um hvernig eigi að hætta. Vill ekki staðna Hver er helsti munurinn á að starfa á stórri deild í Reykjavík eða á lítilli stöð úti á landi? „Það er eiginlega ekkert líkt. Það sem maður finnur meira fyrir hér á veturna er einveran - að hafa engan til að stóla á.“ í Mývatnssveit geta komið upp þær kringumstæður að Dagbjört sé ein sólarhringum saman. Einsemd í starfi og hræðsla við faglega einangrun og óttinn við að staðna hefur rekið Dagbjörtu til að fylgjast vel með og vera dugleg að sækja námskeið. „En eftir að ég átti stelpurnar hef ég verið óduglegri við að fara í burtu nema þegar eitthvað sérstakt er.“ Dagbjört telur hins vegar að ef hún hefði ekki haft svo breiða starfsreynslu þá hefði hún aldrei sótt um starfið í Mývatnssveit. „Ég var búin að vera á geðdeild, barnadeild og í skurðhjúkrun. Það var heldur ekki langt síðan ég var í námi.“ Henni finnst hún ekki vera í hættu á að einangrast í sérhæfðu starfi eins og inni á stórri deild. Hún hafi ekkert val og verði að takast á við það sem að höndum ber. Dagjört segist fá allt ríkulega til baka, eins og úr sam- skiptum sínum við sjúklinga í heimahjúkrun. „Það er gam- an að stuðla að því að fólk geti verið lengur heima. Ég kynnist ekki bara sjúklingnum heldur allri fjölskyldunni og það gefur manni mjög mikið. Að sama skapi verður maður meiri þátttakandi og erfiðleikar sjúklinganna taka meira á. Maður verður eiginlega fjölskylduvinur." Lif i litlu samfélagi Dagbjört kynnist ekki bara sjúklingunum og þeirra fjöl- skyldum. í Mývatnssveit eru ekki margir íbúar. Þetta er því dæmigert samfélag þar sem allir þekkja alla. „í byrjun var erfitt þegar fólk reyndi að fá upplýsingar sem það átti ekki aðgang að. Það tók tíma að gera fólki grein fyrir því að ég svaraði ekki spurningum um nágrannann." Þannig byggði Dagbjört upp trúnaðarsamband við íbúana. Dagbjörtu finnst það kostur að hafa kynnst mörgu sér- stæðu og skemmtilegu fólki. „Ég var lengi með konu í heimahjúkrun sem varð 104 ára. Hún var alveg eldskýr og við urðum miklar vinkonur." Einnig segir hún að gott sé að þekkja sögu fólksins, en það geti líka reynst ókostur þegar eitthvað bjátar á. Þá geti verið erfitt að halda faglegri fjar- lægð. „Síðasta ár var mjög erfitt. Bæði gamalt og ungt fólk dó. Maður fer ekkert frá og er alltaf að hitta einhvern ná- kominn þeim látna.“ Dagbjört segist einungis sakna þess að vinna með öðrum. „Þegar ég sé „Bráðavaktina” í sjónvarpinu finn ég fyrir því hvað ég er ein. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór aftur á stofuna eftir að ég eignaðist eldri stelpuna - mín beið aðeins tómur stóll.“ Hún segir að það vegi upp á móti hvað sé gott að vera með börn í þessu fallega umhverfi. Með margar af náttúruperlum landsins í seilingarfjarlægð. Einnig sé skemmtiiegt að sýsla við sveitastörfin. Hvað á að vera í töskunni? Á sumrin koma um hundraðþúsund ferðamenn í Mývatns- sveit. Þá fær Dagbjört alltaf aðstoð, en ferðamenn koma líka á öðrum tímum. Dagbjört rifjar upp fyrsta haustið: „Þetta var ógleymanlegt - mjög mikið af minni háttar óhöpp- um. Þegar ég hélt að þetta væri að taka enda brenndist japanskur ferðamaður á báðum fótum austur í Náma- skarði. Hann gekk þaðan skaðbrunninn með fulla skóna af aur.“ Fyrir Dagbjörtu var þetta ótrúleg lífsreynsla. Maðurinn talaði lélega ensku og það var ekki til að auðvelda málið. Hann leyfði Dagbjörtu ekki að láta vita af sér því hann óttaðist að verða stöðvaður á heimsreisu sinni. „Hann var í heimagistingu beint á móti stöðinni. Ég fór til hans daglega í 5 vikur. Ég fékk góð ráð frá hjúkrunarfræðingi í Reykjavík sem hafði mikið sinnt brunasárum og það varð úr að hann hitti hana áður en hann fór úr landi." Að fimm vikum liðnum fór ferðamaðurinn suður í skoð- un. „Hann var tekinn beint í aðgerð þar sem skipt var um húð á fótunum. Sárin voru orðin þurr og gróin þegar hann fór héðan, en húðin var einfaldlega ekki nógu þykk. Þetta hafðist að lokum og hann komst loks frá íslandi. Ég fékk mörg kort frá honum eftir þetta. Hann kláraði sína reisu og var þakklátur fyrir að hafa getað það.“ Myndi Dagbjört bregðast eins við í dag? „Núna myndi maður senda svona sjúkling beina leið á brunadeild með sjúkraflugi. Þessi maður átti örugglega ekki heima hér í Mývatnssveit. Það voru læknar sem skoðuðu hann líka, en hugsunin um að senda hann í burtu kom aldrei upp.“ Það eru einmitt svona tilfelli sem valda því að það er erfitt að vera einangraður. Hræðslan við að standa frammi fyrir einhverju sem maður ræður ekki við. „Ég veit að á ferðamannatímanum fæ ég hjálp - lækni og sjúkrabíi eins og skot. Ég hef verið heppin - ekki lent í því að gera mistök. En það er alltaf sama spurningin þegar eitthvað óvænt gerist: Hvað á ég að hafa í töskunni minni?" Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.