Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 51
^imArorlof
Ýmsar upplýsingar úr kjarasamningi
til athugunar fyrir félagsmenn:
Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl, þegar orlofsrétturinn er
áunninn.
Sumarorlofstímabil er frá 15. maí til 1. október.
Taka orlofs:
Yfirmaður skal ákveða, í samráði við starfsmenn, hvenær orlof
skuli veitt. Hann skal að lokinni könnun á vilja starfsmanna
tilkynna eins fljótt og unnt er, í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun
orlofs, hvenær orlof skuli hefjast (gr. 4.5.1). Starfsmenn eiga rétt
á að fá a.m.k. 20 virka daga (160 vinnuskyldustundir) af orlofi
sínu á sumarorlofstímabilinu.
Lenging orlofs:
Orlof sem tekið er að loknu sumarorlofstímabili lengist um 1/4 og
sama gildir ef orlof er tekið fyrir sumarorlofstímabil að ósk
vinnuveitanda (gr. 4.4.3).
Veikindi í orlofi:
Ef starfsmaður veikist í orlofi telst veikindatíminn ekki til orlofs,
enda séu veikindin sönnuð með vottorði eins fljótt og við verður
komið (gr. 4.6.1). Hafi starfsmaður ekki getað tekið orlof vegna
veikinda frá þeim tíma er hann átti að taka orlof til loka þess
orlofstökuárs, á hann rétt á að fá orlofslaun sín greidd.
Frestun á töku orlofs:
Heimilt er að fresta töku orlofs um allt að einu ári með samþykki
yfirmanns. Ef starfsmaður ákveður, með samþykki yfirmanns, að
fresta töku orlofs þá þarf hann að Ijúka því fyrir lok síðara
orlofstökuársins.
Ef starfsmaður tekur ekki orlof eða hluta af orlofi skv. beiðni
yfirmanns síns þá geymist orlofið til næsta árs, eða þá ber að
greiða honum yfirvinnukaup fyrir starf sitt þann tíma (gr. 4.7.2). Ef
starfsmaður vinnur í stað þess að taka orlof skal hann fá stað-
festingu þess efnis hjá sínum yfirmanni. Það er á ábyrgð yfir-
manns að tilkynna launadeild, þegar hann hefur gefið samþykki
sitt fyrr því að starfsmaður vinni í orlofi.
Lengd orlofs
Lengd orlofs í nýju launakerfi, þ.e. orlofs sem ávinnst á orlofs-
árinu 1997-1998 fer eftir aldri. Lágmarksorlof eru tveir vinnudag-
ar eða 16 vinnuskyldustundir fyrir hvern unninn mánuð í fullu
starfi. Taflan hér að neðan sýnir áunnið orlof eftir aldri.
Áunnið orlof / orlofsréttur:
aldur vinnuskyldustundir á ári á mánuði vi'nnudagar á ári
< 30 ára 192 16 24
30 ára 216 18 27
38 ára 240 20 30
Taflan sýnir áunnið orlof eða orlofsrétt miðað við fullt starf.
Miðað er við að orlof lengist ef starfsmaður nær t.d. 30 ára
aldri á því almanaksári sem tímabil sumarorlofs tilheyrir. Það
skiptir ekki máli hvenær almanaksársins hann verður 30 ára.
Orlofsréttur ef unnið er hlutastarf:
Ef starfsmaður vinnur hlutastarf allt orlofsárið þá er orlofsréttur
hans sama hlutfall af 192, 216 eða 240 vinnuskyldustundum eins
og starfið er mikill hluti af fullu starfi.
Hjúkrunarfræðingar athugið:
Lengd orlofs sem ávinnst á á orlofsárinu 1997-1998
fer eingöngu eftir lífaldri.
Dæmi: Ef starfsmaður 38 ára eða eldri vinnur 80% starf allt
orlofsárið þá er orlofsréttur hans 240 • 0,8 = 192 vinnuskyldustundir.
Orlofsréttur ef unnið er hluta af orlofsárinu:
Ef starfsmaður hefur unnið hluta úr orlofsárinu, er orlofsrétturinn
reiknaður þannig að deilt er með 12 (mánuðir á ári) í orlofsrétt
starfsmannsins eins og hann væri fyrir heilt orlofsár og síðan
margfaldað með mánaðafjölda í starfi fram til 30 apríl.
Dæmi: Ef starfsmaður 38 ára eða eldri hefur starf 1. september
þá er orlofsréttur hans 240 • 8/12 = 160 vinnuskyldustundir.
Vaktavinnufólk sem fær ekki helgidagafrí á að fá lengingu á
orlofi þegar helgidagar (aðrir en laugardagar og sunnudagar)
koma inn á orlofstímann. Lengingin er jafnhátt hlutfall af vinnu-
stundum á sérstökum frídögum eins og starfið er mikill hluti af
fullu starfi.
Dæmi: Ef starfsmaður er í 60% starfi, vinnur þrjár 8 tíma vaktir í
viku, og einn sérstakur frídagur fellur á orlofsviku (t.d. frídagur
verslunarmanna) þá teljast:
24 - (8 • 0,6) = 19,2 vinnuskyldustundir í orlofi þá vikuna.
Orlofsfé
Samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er
lágmarksupphæð orlofsfjár 8.353 kr.
Lágmarksupphæð orlofsflár er greidd þeim starfsmönnum sem
vinna eingöngu dagvinnu eða vinna mjög litla álags- og yfirvinnu.
Þeir sem vinna álags- og yfirvinnu fá orlofsfé af þeirri vinnu sem
hér segir:
Yngri en 30 ára 10,17%
30-37 ára 11,59%
38 ára og eldri 13,04%
Orlofsfé er lagt inn á póstgíróreikning eða bankareikninga og
greitt út í lok orlofsárs. Orlofsprósentan kemur oft ekki fram á
launaseðli svo fylgjast þarf með því að hún sé rétt.
Orlofsuppbót:
Orlofsuppbót er greidd út 1. júní ár hvert. Hjúkrunarfræðingar
sem eru í starfi til 30. aprfl næst á undan eiga að fá orlofsuppbót.
Orlofsuppbót er sérstök eingreiðsla og á árinu 1998 er hún að
upphæð 8.800 kr. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall
og starfstíma.
Lenging á sumarorlofi
Um lengingu á sumarorlofi segir í grein 4.4.3 í kjarasamningi:
„Sé orlof eða hluti orlofs tekið eftir að sumarorlofstímabili
lýkur, skal sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. Sama gildir um
orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil samkvæmt beiðni
stofnunar.”
Að gefnu tilefni er ástæða til að benda á eftirfarandi varðandi
lengingu á sumarorlofi:
Lenging á orlof sem tekið er eftir sumarorlofstímabil
Orlof lengist alltaf ef það er tekið eftir að sumarorlofstímabili lýkur,
þ.e. eftir 30. september, og gildir þá einu hvort vinnuveitandi hafi
beðið viðkomandi starfsmann um að fara í orlof á þeim tíma eða
ekki.
Lenging á orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil
Orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil lengist aðeins ef
vinnuveitandi biður viðkomandi starfsmann um að fara í orlof
áður en sumarorlofstímabil hefst, þ.e. fyrir 15. maí.
V.J.
131
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998